Neytendur

Neytendur

Neytendafréttir af íslenskum markaði.

Fréttamynd

Bein út­sending: Ánægjuvogin af­hent

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar verða birtar í dag. Þetta er í tuttugasta og fimmta skipti sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni verða birtar niðurstöður fyrir fjórtán atvinnugreinar og hafa þær sjaldan verið fleiri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HSÍ sendir Öl­ver við­vörun

Handknattleikssamband Íslands hefur sent bréf til eigenda skemmtistaðarins Ölver þar sem þeim er stranglega bannað að birta myndir af landsliðsmönnum í handbolta í auglýsingum sínum. Gömul mynd af Sigga Sveins með Þrótti er í staðinn dregin fram.

Innlent
Fréttamynd

Segja þeim upp sem hækka verð veru­lega

Samkaup, sem reka um sextíu verslanir á landinu á borð við Nettó og Krambúðina, segjast hafa fengið jákvæð viðbrögð frá ýmsum samstarfsaðilum um aðgerðir gegn verðbólgu. Á næstu misserum muni fyrirtækið ræða við alla sína birgja með það að markmiði að verðlækkanir skili sér í vöruverði til almennings. Hætt verði sölu á þeim vörum sem hækkað hafi óhóflega og ódýrari sambærilegar vörur valda til sölu.

Neytendur
Fréttamynd

Karamelluskyrið rýkur upp í verði

Verð á mjólkurvörum hækkaði í mörgum verslunum milli fyrstu og annarrar viku ársins samkvæmt niðurstöðum verðlagseftirlits ASÍ. Heildsöluverð á mjólk hækkaði um 1,6 prósent þann 8. janúar sem er strax farið að skila sér í meiri kostnaði fyrir neytendur. Áhugafólk um karamelluskyr finnur sérstaklega fyrir hækkun.

Neytendur
Fréttamynd

Fresta gjaldtökunni um­deildu

Stjórnendur og stjórn Isavia Innanlandsflugvalla hafa ákveðið að fresta gjaldtöku á bílastæðum á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum þar til síðar á þessu ári.

Neytendur
Fréttamynd

Nespresso ekki fyrir ó­breytta starfs­menn

Lyfjastofnun vill koma á framfæri athugasemd en stofnunin greiðir ekki fyrir kaffineyslu starfsmanna. Þá hefur borist athugasemd frá starfsfólki LSH og er sagt að spítalinn fjármagni sannarlega ekki lúxuskaffidrykkju klínískra starfsmanna. 

Innlent
Fréttamynd

Tónninn gjör­breyttist þegar „eiginkonan“ hafði sam­band

Smiður sem tók að sér að smíða fallegan skáp fyrir um hálfa milljón króna tilkynnti kaupanda að vegna heilsufarsbrests gæti hann ekki lokið við verkið eins og samið var um. Þegar kaupandi hafði samband í nafni eiginkonu sinnar og ætlaði að kaupa annað verk tók smiðurinn vel í það erindi.

Neytendur
Fréttamynd

Skor­dýr í kryddi og gler­brot í súpu

Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot.

Neytendur
Fréttamynd

Opna nýja flösku­­mót­töku í Reykja­vík

Endurvinnslan hf hefur opnað nýja flöskumótöku við Köllunarklettsveg 4 í Reykjavík, beint á móti Góða hirðinum. Í stöðinni eru tvær talningarvélar sem telja og flokka heilar umbúðir og geta afkastað um þrettán milljónum eininga á ári.

Neytendur
Fréttamynd

Notuð bókasafnsbók versta jóla­gjöfin

Fjöldi fólks skilaði jólagjöfum í Kringlunni í gær þegar verslanir voru opnaðar á ný eftir jólahátíðina. Einn sagði hnífasett bestu gjöfina en notaða bók þá allra verstu.

Innlent
Fréttamynd

Gjafakort virki svo sannar­lega á útsölum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir gjafakort svo sannarlega virka á útsölum. Hann hafi farið með rangt mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann fullyrti hið gagnstæða. Rætt var um jólaverslunina í ár í þættinum í morgun.

Neytendur
Fréttamynd

Dýrara í Strætó á nýju ári

Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr.

Neytendur
Fréttamynd

Letrið of smátt og lýsingar­orðin of já­kvætt hlaðin

Mat Neytendastofu er að GS Verslanir ehf, rekstraraðila GS Búlluna, hafi brotið gegn auglýsingarbanni með því að birta myndir og myndbönd af nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðlum. Hefur félaginu verið bannað að birta auglýsingarnar. 

Neytendur
Fréttamynd

Skanna strika­merki og sjá verðið í öðrum verslunum

Alþýðusamband Íslands hefur frá því síðsumars safnað miklu magni gagna um vöruverð í öllum mögulegum matvöruverslunum. Úr þessu hefur verið þróað app svo neytendur geti borið saman vöruverð með því einu að skanna strikamerki með símanum.

Neytendur
Fréttamynd

Gert að breyta sól­pallinum í takt við teikningar frá 2006

Kærunefnd húsamála hefur úrskurðað að eiganda kjallaraíbúðar sem reisti sólpall út frá íbúð sinni verði að breyta sólpallinum í samræmi við teikningar frá árinu 2006. Sólpallurinn sé stærri en teikningar geri ráð fyrir og að breytingarnar verði gerðar á kostnað hans.

Innlent