Kerr kallar þau konungsfjölskyldu NBA-deildarinnar Leikmaður úr liði Golden State Warriors og leikmaður úr liði Portland Trail Blazers skrifa nýjan kafla í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar lið þeirra mætast í fyrsta leik úrslita Vesturdeildarinnar. Körfubolti 14. maí 2019 12:00
Durant spilar ekki með Golden State í nótt Það er nú orðið ljóst að Kevin Durant mun ekki spila fyrsta leik Golden State og Portland í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar og hann gæti misst af fleiri leikjum. Körfubolti 14. maí 2019 10:30
Lakers loksins búið að ráða þjálfara LA Lakers tilkynnti í gær að félagið væri búið að ráða Frank Vogel sem næsta þjálfara liðsins. Samningurinn er sagður vera til þriggja ára. Körfubolti 14. maí 2019 08:00
Ótrúleg flautukarfa hjá Kawhi | Toronto og Portland unnu oddaleikina Það var stór dagur í NBA-deildinni í gær er spilaðir voru tveir oddaleikir í úrslitakeppninni. Þeir voru báðir svakalegir. Körfubolti 13. maí 2019 07:28
Skotsýning hjá Curry í síðari hálfleik og meistararnir í úrslit vesturdeildarinnar Golden State er komið í úrslit vesturdeldarinnar fimmta árið í röð. Körfubolti 11. maí 2019 07:30
Philadelphia og Portland tryggðu sér bæði oddaleik Allt í járnum í rimmunum í undanúrslitum NBA-deildarinnar. Körfubolti 10. maí 2019 07:30
Gengur ekkert hjá Lakers að fá nýjan þjálfara NBA-félagið LA Lakers er enn í þjálfaraleit og nú síðast sigldu samningaviðræður félagsins við Tyronn Lue út í sandinn. Körfubolti 9. maí 2019 16:00
Úrslitakeppnin í hættu hjá Kevin Durant Það er uppi mikil óvissa með Kevin Durant og meiðsli hans frá því í nótt. Hann spilar þó væntanlega ekki fleiri leiki í einvíginu á móti Houston Rockets. Körfubolti 9. maí 2019 13:00
Kerr elskar Liverpool og vitnaði í Klopp | Myndband Steve Kerr, þjálfari NBA-meistara Golden State, sá enga aðra leið til þess að lýsa sigri sinna manna gegn Houston í nótt en með því að nota orð Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Körfubolti 9. maí 2019 12:30
Bucks gekk frá Celtics og meistararnir tóku forystuna | Myndbönd Það er langt síðan að Milwaukee Bucks komst í úrslitaeinvígi austursins. Körfubolti 9. maí 2019 07:30
Westbrook og George fóru báðir í aðgerð Báðar ofurstjörnur Oklahoma City Thunder, Russell Westbrook og Paul George, lögðust undir hnífinn eftir að Thunder féll úr leik í NBA-deildinni. Körfubolti 8. maí 2019 17:00
Öruggir sigrar hjá Toronto og Denver sem eru í kjörstöðu Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA í nótt. Körfubolti 8. maí 2019 07:17
Houston jafnaði metin en Bucks í góðri stöðu | Myndbönd Giannis fór hamförum í fjórða leikhluta fyrir Milwaukee Bucks. Körfubolti 7. maí 2019 07:30
Kawhi Leonard bætti met er Toronto jafnaði rimmuna | Myndband Denver jafnaði einnig metin á móti Portland Trail Blazers. Körfubolti 6. maí 2019 07:30
Leonard leiddi Toronto til sigurs í Fíladelfíu Toronto Raptors jafnaði metin í einvíginu gegn Philadelphia 76ers með sigri í Fíladelfíu í kvöld. Körfubolti 5. maí 2019 22:16
Houston vann í framlengingu Houston Rockets hafði betur gegn Golden State Warriors í framlengdum leik í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Houston náði þar með í sinn fyrsta sigur í seríunni. Körfubolti 5. maí 2019 09:30
Portland tók forystu eftir fjórar framlengingar Portland Trail Blazers tók forystuna í ótrúlegum leik í undanúrslitaeinvígi sínu við Denver Nuggets í Vesturdeild NBA í nótt. Milwaukee Bucks komst yfir gegn Boston Celtincs í Austurdeildinni. Körfubolti 4. maí 2019 09:30
NBA-leikmaður tekinn með eiturlyf á flugvelli í New York D'Angelo Russell sló í gegn með liði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í vetur en hann kom sér í vandræði á LaGuardia flugvellinum í fyrrinótt. Körfubolti 3. maí 2019 10:00
Raptors menn réðu ekkert við skælbrosandi Joel Embiid Philadelphia 76ers er komið yfir í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Toronto Raptors í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 21 stigs sigur í Philadelphia í nótt, 116-95. Körfubolti 3. maí 2019 07:30
Segir að Kevin Durant sé sá besti heimi í dag Sportspjallarinn skemmtilegi Colin Cowherd er á því að Kevin Durant sé besti körfuboltamaður heims í dag og hann rökstuddi þá skoðun sína í þætti sínum í gær. Körfubolti 2. maí 2019 17:45
Ekki nóg fyrir Denver að hægja á hetju Portland liðsins Portland Trail Blazers jafnaði metin í 1-1 í einvígi sínu á móti Denver Nuggets í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt en fyrstu tveir leikirnir fóru fram á heimavelli Denver. Körfubolti 2. maí 2019 07:30
Bucks jafnaði metin gegn Boston Kevin Durant fór fyrir Golden State Warriors sem komust 2-0 yfir gegn Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildar NBA. Milwaukee Bucks jafnaði seríuna við Boston Celtics í Austurdeildinni. Körfubolti 1. maí 2019 11:03
Stórbætt vörn skilaði Philadelphia sigri | Myndbönd Philadelphia 76ers bætti vörnina á milli leikja og vann Toronto Raptors í nótt. Denver Nuggets er komið yfir gegn Portland Trail Blazers. Körfubolti 30. apríl 2019 07:14
Harden bað um sanngirni í dómgæslu eftir tapið í leik eitt Golden State Warriors vann 104-100 sigur á Houston Rockets í spennuleik í úrslitakeppni NBA í nótt en leikurinn endaði á því að Chris Paul var hent út í húsi fyrir að mótmæla því að ekki var dæmt þegar James Harden klikkaði á lokaskoti Rockets-liðsins. Það kom því ekkert á óvart að dómararnir hafi verið til umræðu eftir leikinn. Körfubolti 29. apríl 2019 10:30
Kerr líkti Kevin Durant við Jordan eftir sigur GSW á Houston í leik eitt Kevin Durant hefur farið mikinn með Golden State Warriors liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og fyrsti leikurinn í undanúrslitaeinvíginu á móti Houston Rockets í nótt var þar engin undantekning. Körfubolti 29. apríl 2019 07:30
Spurs úr leik eftir tap í oddaleik Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt þar sem 16-liða úrslitunum lauk og 8-liða úrslitin hófust. Körfubolti 28. apríl 2019 09:00
Meistararnir komnir í undanúrslit Vesturdeildarinnar Golden State Warriors vann nítján stiga sigur á Los Angeles Clippers í 8-liða úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA körfuboltanum í nótt. Körfubolti 27. apríl 2019 09:00
John Havlicek látinn Einn besti leikmaður í sögu Boston Celtics lést í gær. Körfubolti 26. apríl 2019 10:00
San Antonio náði í oddaleik San Antonio Spurs náði sér í oddaleik gegn Denver Nuggets í 8-liða úrslitum Vesturdeidar NBA í nótt. Spurs vann leik næturinnar með 17 stigum. Körfubolti 26. apríl 2019 07:30