Pierce verður með Boston í nótt Annar leikur Boston Celtics og LA Lakers um NBA meistaratitilinn fer fram í Boston klukkan eitt í nótt. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 8. júní 2008 20:24
Porter tekur við Phoenix Suns Terry Porter verður næsti þjálfari Phoenix Suns í NBA deildinni. ESPN greindi frá þessu í kvöld. Porter var aðalþjálfari Milwaukee Bucks á árunum 2003-05 en hefur verið aðstoðarþjálfari Detroit síðan. Körfubolti 7. júní 2008 19:05
Collins hættur í viðræðum við Chicago Bulls Doug Collins hefur tilkynnt að hann muni ekki taka að sér að þjálfa Chicago Bulls í NBA deildinni eins og til stóð. Samingaviðræður milli hans og stjórnar félagsins hafa ekki gengið sem skildi og því hefur Collins bakkað út úr viðræðunum. Körfubolti 6. júní 2008 22:45
Pierce neitar að fara í myndatöku Paul Pierce var hetja Boston í gærkvöldi þegar lið hans vann fyrsta leikinn gegn LA Lakers í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Pierce meiddist á hné í þriðja leikhlutanum og þurfti að fara til búingsherbergja, en sneri aftur og átti stóran þátt í sigri sinna manna. Körfubolti 6. júní 2008 20:09
Dramatísk endurkoma Pierce kveikti í Boston Boston náði í nótt 1-0 forystu gegn LA Lakers í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni með 98-88 sigri á heimavelli sínum. Fyrsti leikur liðanna var æsispennandi og gaf góð fyrirheit um framhaldið. Körfubolti 6. júní 2008 05:02
Úrslitaeinvígið í NBA hefst í nótt Í nótt klukkan eitt eftir miðnætti hefst draumaúrslitaeinvígi Boston Celtics og LA Lakers í NBA deildinni. Þessi fornfrægu lið hafa ekki mæst í úrslitunum í tvo áratugi, eða síðan Larry Bird og Magic Johnson fóru fyrir liðunum á sínum tíma. Körfubolti 5. júní 2008 00:01
Lakers gengur betur þegar Bryant tekur færri skot Kobe Bryant hjá LA Lakers verður að hafa hemil á sér í skotunum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics ef marka má tölfræðina. Körfubolti 3. júní 2008 19:28
Saunders rekinn frá Pistons Forráðamenn Detroit Pistons tilkynntu í dag að þjálfaranum Flip Saunders hefði verið sagt upp störfum eftir þriggja ára setu í þjálfarastól liðsins. Saunders tók við Pistons af Larry Brown árið 2005 eftir að Brown hafði tvisvar komið liðinu í lokaúrslitin. Körfubolti 3. júní 2008 17:29
Allen að glíma við meiðsli Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvíginu um NBA-meistaratitilinn verður aðfaranótt föstudags en Boston Celtics og LA Lakers eigast við. Óvíst er með þátttöku bakvarðarins Tony Allen hjá Boston í úrslitarimmunni. Körfubolti 3. júní 2008 09:28
Boston og Lakers leika til úrslita Það verða gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers sem leika til úrslita um NBA meistaratitilinn. Þetta varð ljóst í nótt eftir að Boston skellti Detroit 89-81 á útivelli í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar og vann einvígið því 4-2. Körfubolti 31. maí 2008 04:50
Tekst Boston að komast í úrslitin? Boston Celtics getur í kvöld tryggt sér sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar með sigri í Detroit í sjötta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint klukkan 00:30 á Stöð 2 Sport. Körfubolti 30. maí 2008 22:16
25,000 dollara ummæli Rasheed Wallace Rasheed Wallace, leikmaður Detroit Pistons, er nú aðeins einni tæknivillu frá því að verða dæmdur í eins leiks bann með liði sínu í úrslitakeppni. Hann fékk sína sjöttu tæknivillu í úrslitakeppninni í fyrrakvöld fyrir að rausa í dómurum. Körfubolti 30. maí 2008 08:45
Hamilton tæpur fyrir leikinn í nótt Richard Hamilton, stigahæsti leikmaður Detroit Pistons í úrslitakeppninni, er tæpur fyrir mikilvægan sjötta leik liðsins gegn Boston í úrslitum Austurdeildarinnar í nótt. Körfubolti 30. maí 2008 06:13
LA Lakers í úrslitin Los Angeles Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar með 100-92 sigri á meisturum San Antonio Spurs í fimmta leik liðanna í úrslitum Vesturdeildar. Lakers vann einvígið örugglega 4-1 og mætir Boston eða Detroit í lokaúrslitum. Körfubolti 30. maí 2008 05:07
Scott að framlengja við Hornets Byron Scott hefur samþykkt að framlengja samning sinn við spútniklið New Orleans Hornets í NBA deildinni. Scott var kjörinn þjálfari ársins í NBA í vetur og undir hans stjórn var Hornets-liðið aðeins einum leik frá því að komast í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. Körfubolti 29. maí 2008 22:45
Fara meistararnir í sumarfrí í nótt? Fimmti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA fer fram klukkan eitt í nótt og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 29. maí 2008 22:13
NBA beitir sektum fyrir leikaraskap Á fulltrúaþingi NBA deildarinnar í Orlando á dögunum var ákveðið að á næsta keppnistímabili verði leikmenn í deildinni sektaðir ef þeir gerast sekir um leikaraskap. Körfubolti 29. maí 2008 18:08
Doug Collins tekur aftur við Chicago Bulls Forráðamenn Chicago Bulls í NBA deildinni hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara og réðu til sín gamlan kunningja, Doug Collins. Sá þjálfaði liðið á fyrstu árum Michael Jordan í deildinni fyrir 20 árum síðan. Körfubolti 29. maí 2008 17:58
Boston komið í vænlega stöðu Boston fékk hjálp úr óvæntri átt í nótt þegar liðið vann 106-102 sigur á Detroit í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA. Körfubolti 29. maí 2008 05:11
NBA: Lakers komið í 3-1 LA Lakers vann í nótt tveggja stiga sigur á San Antonio, 93-91, og er þar með komið með 3-1 forystu í úrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Körfubolti 28. maí 2008 09:23
Odom og Gasol hafa lítið sofið Fjórði leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt. Körfubolti 27. maí 2008 19:58
NBA: Detroit jafnaði metin Detroit vann í nótt öruggan nítján stiga sigur á Boston í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar með er staðan 2-2 í rimmu liðanna. Körfubolti 27. maí 2008 09:42
Meistararnir bitu frá sér San Antonio vann í nótt þýðingarmikinn 103-84 sigur á LA Lakers í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Mestu munaði um að meistararnir fengu gott framlag frá þremur helstu stjörnum sínum í leiknum. Körfubolti 26. maí 2008 03:50
Fisher og Ginobili glíma við meiðsli Þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt. Þar þurfa meistararnir nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli sínum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Los Angeles. Körfubolti 25. maí 2008 17:17
Loksins vann Boston á útivelli Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Körfubolti 25. maí 2008 04:59
Tekst Boston að vinna á útivelli? Detroit Pistons og Boston Celtics eigast við þriðja sinni í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA í nótt og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. Körfubolti 24. maí 2008 19:05
Billups mun ekki ná sér í úrslitakeppninni Leikstjórnandinn Chauncey Billups hjá Detroit Pistons segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu af meiðslum sínum á meðan úrslitakeppnin stendur yfir. Körfubolti 24. maí 2008 15:01
Popovich framlengir við Spurs Þjálfarinn Gregg Popovich hefur samþykkt að framlengja samning sinn við meistara San Antonio Spurs út leiktíðina 2011-12. San Antonio Express News greindi frá þessu í gær. Körfubolti 24. maí 2008 14:52
Lakers burstaði meistarana Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Körfubolti 24. maí 2008 05:08
Lakers-Spurs í beinni í nótt Annar leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA fer fram klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Körfubolti 23. maí 2008 17:07