NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Boston í lykilstöðu - Lakers settist í bílstjórasætið

Boston Celtics kom sér heldur betur í góða stöðu gegn New York Knicks í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA, en þeir grænklæddu unnu sannfærandi sigur, 113 -96, í Madison Square Garden og leiða einvígið 3-0. Fjóra sigra þarf til að komast í næstu umferð og því vantar Boston aðeins einn sigur til viðbótar.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Portland grýttu Cuban

Hinn skrautlegi eigandi Dallas Mavericks, Mark Cuban, fékk það óþvegið frá stuðningsmönnum Portland Trailblazers í nótt. Eftir að hafa staðið í orðaskiptum við þá var Cuban grýttur.

Körfubolti
Fréttamynd

Ming vill ekki fara frá Houston

Það er talsverð óvissa um framtíð Kínverjans stóra, Yao Ming, en samningur hans við Houston Rockets rennur út í sumar. Sjálfur segist hann vilja vera áfram hjá félaginu. Ming hefur verið mikið meiddur í vetur og tók ekki þátt nema í fimm leikjum með Rockets.

Körfubolti
Fréttamynd

Tilþrifin sem kveiktu í Miami-liðinu í nótt - myndband

Dwyane Wade og LeBron James voru saman með 56 stig og 25 fráköst í 100-94 sigri Miami Heat á Philadelphia 76ers í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt en það voru flestir á því að troðsla Wade eftir skrautlega stoðsendingu frá James hafi kveikt í liðinu þegar þeir voru 68-62 undir í þriðja leikhlutanum.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann Dallas

NBA: Chicago og Miami komin í 3-0, Portland vann DallasChicago Bulls og Miami Heat stigu stórt skref í átt að annarri umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt þegar þau komust bæði í 3-0 í einvígum sínum. Portland Trail Blazers tókst hinsvegar að minnka muninn í 2-1 á móti Dallas Mavericks.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Lakers og San Antonio jöfnuðu metin - Denver í vandræðum

Meistaralið LA Lakers lagði New Orleans Hornets 87-78 í gær í úrslitakeppni Vesturdeildar NBA deildarinnar í körfubolta og er staðan í einvíginu 1-1. Þrír leikir fóru fram í gær og náði San Antonio Spurs að jafna metin gegn Memphis Grizzlies með 93-87 sigri á heimavelli. Oklahoma er 2-0 yfir gegn Denver Nuggets eftir 106-89 sigur liðsins í gær.

Sport
Fréttamynd

NBA í nótt: Allen tryggði Boston sigur

Ray Allen var hetja Boston þegar að hann tryggði sínum mönnum sigur á New York eftir æsispennandi leik í NBA-deildinni í nótt. Boston er því komið í 1-0 forystu í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Hornets vann Lakers óvænt í Staples Center

New Orleans Hornets byrjar úrslitakeppnina í NBA-deildinni af miklum krafti, en þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu meistarana í L.A. Lakers, 109-100, í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni og hafa því tekið forystu í einvíginu 1-0. Til að koma sér í næstu umferð í keppninni þarf að vinna fjóra leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Memphis kom á óvart og vann San Antonio

Memphis Grizzlies kom verulega á óvart í kvöld þegar liði lagði San Antonio Spurs, 101-98, á útivelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeild NBA deildarinnar í körfuknattleik.

Sport
Fréttamynd

Kidd og Nowitzki sáu um landa sigrinum gegn Portland

Jason Kidd og Dirk Nowitzki eru án efa mjög einbeittir þegar úrslitakeppnin í NBA deildinni er að byrja en þeir hafa á löngum ferli sínum aldrei náð að landa meistaratitli. Liðsfélagarnir vita að tíminn er að hlaupa frá þeim og þeir fá ekki mörg tækifæri til viðbótar. Kidd og Nowitzki voru allt í öllu í 89-81 sigri liðsins í gær gegn Portland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Vesturdeildinni. Kidd skoraði alls 24 stig, flest í fyrri hálfleik, og Nowitzki skoraði 18 af alls 28 stigum sínum í fjórða leikhluta.

Sport
Fréttamynd

Howard skoraði 46 stig en það dugði ekki til gegn Atlanta

Larry Drew þjálfari Atlanta Hawks tók áhættu sem borgaði sig vel í gær þegar liðið sótti Orlando Magic heim í úrslitakeppninni. Drew leyfði Dwight Howard miðherja Orlando að leika lausum hala í sóknarleiknum enda skoraði hann 46 stig en Atlanta gætti þess vel að þriggja stiga skyttur Orlando fengju engin frí skot – og það gafst vel enda sigraði Atlanta 103-93. Liðin enduðu í 4. og 5. sæti Austurdeildar og verður næsti leikur einnig í Orlando en fjóra sigra þarf til þess að komast í undanúrslit.

Sport
Fréttamynd

Miami Heat þurfti að hafa fyrir hlutunum gegn Philadelphia

Chris Bosh skoraði 25 stig og tók 12 fráköst í 97-89 sigri Miami Heat gegn Philadelphia í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. Sigur Miami var alls ekki auðveldur og leikmenn Philadelphia gáfu ekkert eftir á lokakaflanum. Dwyane Wade skoraði alls 17 stig fyrir Miami og þar af 5 á síðustu tveimur mínútum leiksins. LeBron James skoraði 21 stig fyrir Miami.

Sport
Fréttamynd

Derrick Rose skoraði 39 stig í naumum sigri gegn Indiana

Derrick Rose var að venju atkvæðamikill þegar Chicago Bulls lagði Indiana Pacers 104-99 í fyrsta leiknum í úrslitakeppni NBA deildarinnar á þessu tímabili. Rose skoraði alls 39 stig fyrir Bulls sem náði bestum árangri allra liða í deildinni og er því með heimaleikjaréttinn í gegnum alla úrslitakeppnina.

Sport
Fréttamynd

NBA: Chicago Bulls endaði eitt á toppnum

Chivago Bulls vann sinn 62. leik á tímabilinu og tryggði sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina þegar síðustu leikir deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fóru fram í nótt. San Antonio Spurs missti af tækifærinu á því að vera með Chicago í efsta sætinu þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns. Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til þess að vinna Sacramento Kings en tryggði sér með því annað sætið í Vestrinu. Miami Heat vann án þeirra LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh og Boston Celtics vann New York Knicks í upphitun, án flesta aðalleikaranna, fyrir einvígi liðanna í fyrstu umferð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago og San Antonio jöfn á toppnum fyrir síðasta leik

Chicago Bulls komst upp að hlið San Antonio Spurs á toppi NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt eftir að Bulls-liðið vann New York Knicks og San Antonio tapaði fyrir Los Angeles Lakers. Verði liðin áfram jöfn eftir síðustu leikina í kvöld verður dregið um hvort liðið fær heimavallarrétt mætist þau í úrslitunum þar sem að innbyrðisárangur þeirra er jafn. Chicago tekur á móti New Jersey Nets í lokaleik sínum í nótt en San Antonio fer í heimsókn til Phoenix.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austrinu

Miami Heat tryggði sér annað sætið í Austurdeildinni í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið vann sigur á Atlanta Hawks á meðan að Boston Celtics tapaði fyrir Washington í framlengingu. Oklahoma City Thunder vann sinn fimmta leik í röð og Dallas Mavericks komst upp fyrir Los Angeles Lakers í baráttunni um annað sætið í Vestrinu.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Meistaralið Lakers tapaði fimmta leiknum í röð

Níu leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í gær en deildarkeppninni fer senn að ljúka og verða síðustu leikirnir á miðvikudag. Úslitakeppnin er handan við hornið og liðin sem þangað eru komin keppast nú við að sýna andlegan styrk sinn á lokasprettinum. Chicago lagði Orlando á útivelli i gær 102-99, Miami átti ekki í vandræðum með Boston á heimavelli 100-77, og það vekur kannski mesta athygli að Oklahoma rúllaði meistaraliði Lakers upp á útivelli 120-106 – en þetta er fimmti tapleikur Lakers í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Spurs gefur ekkert eftir

Topplið Vesturdeildar NBA, San Antonio Spurs, vann í nótt sinn fjórða leik er það lagði Utah Jazz sem hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum í NBA-deildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit Pistons fær nýjan eiganda

Detroit Pistons tilkynnti í gær að milljarðamæringurinn Tom Gores hefði ákveðið að kaupa félagið sem er í miklum fjárhagsvandræðum. Karen Davidson eignaðist félagið 2009 er eiginmaður hennar, Tom, dó en hún vildi selja.

Körfubolti
Fréttamynd

Chicago tryggði sér sigur í Austurdeildinni

Chicago Bulls tryggði sér sigur í Austurdeild NBA-deildarinnar í nótt er liðið vann útisigur á Cleveland. Carlos Boozer atkvæðamestur hjá Bulls með 24 stig og 11 fráköst. Chicago mætir Indiana í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Móðir LeBron lamdi bílastæðavörð

Þráðurinn á Gloriu James, móður LeBron James, er ansi stuttur. Það sannaði hún með því að ráðast á bílastæðavörð þar sem henni fannst taka of langan tíma að ná í bílinn hennar.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Chicago sendi sterk skilaboð með góðum sigri á Boston

Chicago Bulls sendi sterk skilaboð til mótherja sinn í Austurdeildinni í gær þegar liðið lagði Boston Celtics á heimavelli, 97-81, í NBA deildinni í körfubolta. Aðeins tveir leikir fóru fram í gær en Portland vann Utah á útivelli 98-87. Flest lið deildarinnar eiga 3-4 leiki eftir í deildarkeppninni og úrslitakeppnina er handan við hornið.

Körfubolti