NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

NBA: Kobe Bryant komst upp fyrir Wilt á öðrum fætinum

Kobe Bryant leiddi Los Angeles Lakers til sigurs í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að vera augljóslega að drepast í öðrum fætinum. Lakers vann þarna mikilvægan sigur því samkeppnisaðilarnir um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina, Dallas og Utah, unnu líka sína leiki.

Körfubolti
Fréttamynd

Segist vera sá fljótasti í NBA

John Wall, leikmaður Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta, er ekki sammála þeirri fullyrðingu að Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder sé fljótasti leikmaðurinn í NBA-deildinni í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Bryant á hækjum eftir tap Lakers

Los Angeles Lakers tapaði í nótt á móti Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfubolta og það sem verra er að Kobe Bryant yfirgaf höllina í Milwaukee á hækjum eftir að hafa meiðst í leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron og félagar í beinni

Miami Heat getur í kvöld unnið sinn 28. leik í röð í NBA-deildinni en liðið mætir þá Chicago Bulls á útivelli. Leikurinn hefst á miðnætti og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Körfubolti
Fréttamynd

Pat Riley vill ekki storka neinum örlögum

Pat Riley, forseti Miami Heat, er í sérstakri stöðu nú þegar Miami Heat liðið er að elta met Los Angeles Lakers frá 1971-72 yfir flesta sigurleiki í röð í NBA-deildinni í körfubolta. Riley var nefnilega einn af leikmönnum Lakers-liðsins fyrir rúmum 40 árum síðan.

Körfubolti
Fréttamynd

Endalaus meiðsli hjá Lakers - friðurinn úti

Metta World Peace er nýjasti leikmaður Los Angeles Lakers á meiðslalistanum en þetta hefur verið skrautlegt tímabil hjá Lakers í NBA-deildinni í körfubolta og liðið hefur náð að spila afar fáa leiki á fullum styrk.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: 26 sigrar í röð hjá Miami Heat

Miami Heat átti ekki í miklum vandræðum með að landa 26. sigrinum í röð í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þrátt fyrir að leika án Dwyane Wade sem hvíldi vegna óþæginda í hægra hné. Miami vann þá 109-77 heimasigur á Charlotte Bobcats.

Körfubolti
Fréttamynd

Chris Paul skoraði nánast liggjandi | Myndband

Chris Paul skoraði frábæra körfu í leik gegn Brooklyn Nets í NBA körfuboltanum í nótt. Paul, sem leikur með LA Clippers, hékk endalaust í loftinu og setti boltann svo í körfuna þegar hann var nánast lagstur í gólfið.

Körfubolti
Fréttamynd

Anthony stigahæstur í sigri Knicks

Sjö leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt. Carmalo Anthony átti góðan leik í heimasigri New York Knicks gegn Toronto, 110-84. Anthony skoraði 28 stig og fór fyrir sínum mönnum.

Körfubolti
Fréttamynd

Notaði skóinn sinn á ólöglegan hátt

Marc Gasol, miðherji Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta, deyr ekki ráðalaust þótt að hann missi annan skóinn sinn í miðjum leik. Spánverjinn stóri og stæðilegi komst þó ekki upp með að nota skóinn sinn í vörninni í leik á móti Utah Jazz á dögunum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hvor þeirra á bestu troðslu tímabilsins?

LeBron James hjá Miami Heat og DeAndre Jordan hjá Los Angeles Clippers hafa báðir troðið með miklum tilþrifum í leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta á síðustu dögum og nú eru NBA-spekingar að velta því fyrir hvor troðslan sé sú besta á tímabilinu til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Wall og Aldridge bestu leikmenn vikunnar í NBA

John Wall, bakvörður Washington Wizards, og LaMarcus Aldridge, framherji Portland Trail Blazers, voru valdir bestu leikmenn vikunnar 11. mars til 17. mars í NBA-deildinni í körfubolta, Wall í Austurdeildinni en Aldridge í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Cuban baulaði á Derek Fisher

Mark Cuban, eigandi Dallas Mavericks, er allt annað en sáttur við leikstjórnandann Derek Fisher hjá Oklahoma Thunder. Hinn skrautlegi eigandi Mavs sýndi það í verki í nótt. Þá baulaði Cuban á Fisher og sem og aðrir áhorfendur á heimavelli Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Miami og Lakers á sigurbraut

Meistarar Miami Heat vann í nótt sinn 22. leikí röð og komst um leið í annað sætið yfir lengstu sigurgöngurnar í sögu deildarinnar. Sú sigurganga hófst 3. febrúar.

Körfubolti