NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Nash leggur skóna á hilluna

Kanadíski körfuboltamaðurinn Steve Nash tilkynnti í dag að hann hefði lagt skóna á hilluna. Þar með lýkur 19 ára ferli þessa frábæra leikstjórnanda í NBA-deildinni.

Enski boltinn
Fréttamynd

NBA: Golden State miklu betra í uppgjöri toppliðanna | Myndbönd

Golden State Warriors vann örugglega í nótt í leik liðanna með besta árangurinn í NBA-deildinni í körfubolta, Cleveland Cavaliers vann fjórtánda heimaleikinn í röð, Dwyane Wade fór á kostum í fjórða leikhlutanum í sigri Miami Heat og Russell Westbrook er áfram illviðráðanlegur fyrir mótherja Oklahoma City Thunder.

Körfubolti
Fréttamynd

Grímuklædda ofurhetjan frá Oklahoma

Russell Westbrook fylgir eftir frábærum febrúarmánuði með jafnvel enn betri frammistöðu í mars. Það lítur úr fyrir að Westbrook ætli nánast upp á sitt einsdæmi að koma Oklahoma City Thunder í úrslitakeppnina enda liðið að spila án síns "besta“ leikmanns.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Russell og Kyrie enn sjóðandi heitir | Myndbönd

Russell Westbrook, James Harden og Kyrie Irving fóru fyrir sigrum sinna liða í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, James Harden og félagar í Houston unnu nauman sigur á Los Angeles Clippers og meistarar San Antonio Spurs hreinlega sundurspiluðu Minnesota.

Körfubolti
Fréttamynd

John Wall í stuði fyrir Washington | Myndbönd

Golden State vann sinn 52. annan leik í nótt þegar liðið sigraði New York Knicks á heimavelli. Ekki gengur jafn vel hjá Knicks því liðið hefur tapað 52 leikjum í vetur af 65 mögulegum. Tapið í nótt var í stærra kantinum, en lokatölur urðu 125-94 fyrir Golden State.

Körfubolti