Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin. Gagnrýni 6. apríl 2023 11:00
Fólk mætti í skírteinismyndatöku og endaði í listrænu verkefni um bænina „Titill sýningarinnar er sóttur í kristna trú,“ segir listamaðurinn Sigurður Unnar sem er að opna sýninguna Lömb og Guðir á morgun, á föstudaginn langa. Blaðamaður tók púlsinn á honum. Menning 6. apríl 2023 10:01
Mjög veik eftir 40 tíma föstu: „Hélt að ég myndi deyja“ „Spáiði í því hvað það er þreytandi að vera alltaf í megrun?“ Segir einkaþjálfarinn Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er oftast kölluð, í viðtali í Bakaríinu á Bylgjunni. Lífið 6. apríl 2023 08:13
Deilan um Ríkarðshús leyst Samkomulag hefur náðst um framtíð Ríkarðshús á Djúpavogi á milli stjórnar félagsins og afkomenda myndhöggvarans Ríkarðs Jónssonar. Áður hafði gjafagerningur til safnsins verið dreginn til baka af Ásdísi dóttur Ríkarðs. Innlent 6. apríl 2023 07:01
Lifa af á rokgjörnum og hverfulum tíma Íslenska tölvuleikafyrirtækið Mussila fékk á dögunum verðlaun á hinni alþjóðlegu verðlaunahátíð Bett Awards sem afhent voru í Bretlandi í liðinni viku. Lífið 5. apríl 2023 17:01
Páskaglápið á Stöð 2+ Páskahelgin er fram undan með tilheyrandi rauðum dögum, súkkulaðiáti og almennri gleði. Lífið samstarf 5. apríl 2023 16:17
„Gaman að taka upp í rými sem veitir mikinn innblástur“ Nanna Bryndís Hilmarsdóttir gefur út lagið Disaster Master í dag. Lagið er samið af Nönnu og pródúserað af Josh Kauffman. Um er að ræða lag sem verður á væntanlegri sóló plötu hennar. Platan kemur út þann fimmta maí næstkomandi. Tónlist 5. apríl 2023 16:01
Kollhnís og Eldgos tilnefndar Bækurnar Kollhnís eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Eldgos eftir Rán Flygenring eru tilnefningar Íslands til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2023. Verðlaunin verða afhent í Osló í lok október. Menning 5. apríl 2023 08:00
Trúir því ekki að vorsýningin hafi verið sú síðasta Vorsýning Listdansskóla Íslands fór fram í kvöld í skugga uppsagna kennara skólans og óvissu um framtíð hans. Skilaboð skólastjórans til stjórnvalda eru einföld: „Eigum við ekki bara að laga þetta í eitt skpti fyrir öll?“ Innlent 4. apríl 2023 22:46
Hæstiréttur vísar deilu Slayer við Secret Solstice aftur til Landsréttar Deila bandarísku þungarokkssveitarinnar Slayer við aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice heldur áfram að velkjast um fyrir íslenskum dómstólum eftir að Hæstiréttur vísaði hluta málsins aftur til Landsréttar í dag. Eitt félaganna sem tók við rekstri hátíðarinnar var sýknað af kröfu hljómsveitarinnar. Innlent 4. apríl 2023 14:02
Leið eins og kráku í fjársjóðsleit Barna- og fjölskyldusöngleikurinn Draumaþjófurinn var frumsýndur í síðasta mánuði í Þjóðleikhúsinu. Söngleikurinn er eftir Björk Jakobsdóttur og Þorvald Bjarna Þorvaldsson og byggir á vinsælli bók Gunnars Helgasonar rithöfundar. Verkið hefur fengið frábærar viðtökur og ekki síst útlit hennar en leikmynd Ilmar Stefánsdóttur, ljósahönnun Björns Bergsteins og litríkir og fallegir búningar Maríu Th. Ólafsdóttur búningahönnuðar setja mjög sterkan svip á sýninguna. Lífið samstarf 4. apríl 2023 12:52
Vilja fá Harry Potter á sjónvarpsskjáinn Streymisveitan HBO Max og framleiðslufyrirtækið Warner Bros. skoða nú að setja í framleiðslu sjónvarpsþætti um galdrastrákinn Harry Potter og vini hans úr Hogwarts-skólanum. Talið er að gerð verði ein þáttaröð upp úr hverri bók um Potter eftir J.K. Rowling. Lífið 4. apríl 2023 12:00
„Þegar pabbi datt í það þá hrundi allt“ Tónlistarmamaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson er tæplega þrítugur og ólst upp við erfiðar heimilisaðstæður í Grafarvogi. Lífið 4. apríl 2023 10:30
Tjörvi tekur við af Hilmari Tjörvi Þórsson hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Sagafilm og hefur hann þegar hafið störf. Undanfarin ár hefur hann verið kvikmyndaframleiðandi í Netop Films og þar á undan var hann framleiðslustjóri í Kvikmyndamiðstöð um margra ára skeið. Hann tekur við starfinu af Hilmari Sigurðssyni sem lét af störfum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 4. apríl 2023 09:49
Lofar spennandi og skemmtilegri keppni Fyrsti þátturinn af Skúrnum kemur inn á Vísi eftir páska. Þar munu sex flytjendur keppa um bestu nýju útgáfuna af gamla góða SS pylsulaginu. Lífið samstarf 4. apríl 2023 09:01
„Þarna fer maður að hafa gaman af því að hafa augu“ „Ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að verja miklum tíma í öræfum Íslands. Samferðafólk mitt hefur haft þakkarverða þolinmæði gagnvart mér og skrásetningu minni,“ segir myndlistarkonan Eva Schram, sem stendur fyrir sýningunni Þegar ljósið deyr, í samvinnu við Listval. Sýningin er staðsett í Norr11 á Hverfisgötu og stendur til 3. maí næstkomandi. Menning 3. apríl 2023 17:31
Högni, Daníel Ágúst, DJ Sóley og Ingvar E. fögnuðu með Snæfríði Ingvars Snæfríður Ingvarsdóttir hélt útgáfupartý á Hótel Holti í síðustu viku, í tilefni af því að hún var að senda frá sér sitt fyrsta tónlistarmyndband. Margt var um manninn og sameinuðust hinar ýmsu listaspírur landsins á þessum glæsilega viðburði. Tónlist 3. apríl 2023 16:13
Eyþór Ingi og Diljá fóru á kostum Á föstudagskvöldið síðasta var á dagskrá nýr þáttur af Kvöldstund með Eyþóri Inga og var gestur þáttarins sjálf Diljá Pétursdóttir. Lífið 3. apríl 2023 10:31
Hlegið og grátið á frumsýningu nýrra þátta Ragnhildar Steinunnar Það var tvöföld gleði í Háskólabíói síðasta fimmtudag þegar fyrsti þáttur í heimildaþáttaröðinni TVÍBURAR var frumsýndur fyrir troðfullum sal. Þættirnir eru hugarfóstur sjónvarpskonunnar Ragnhildar Steinunnar sem eignaðist eineggja tvíbura fyrir fjórum árum með eiginmanni sínum Hauki Inga Guðnasyni. Lífið 3. apríl 2023 09:40
Ryuichi Sakamoto er látinn Japanski raftónlistarfrumuðurinn Ryuichi Sakamoto er látinn 71 árs að aldri. Tónlist 2. apríl 2023 23:40
„Ásgrímsleiðin“, ný leið í Árnessýslu fyrir ferðamenn Sunnlendingar eru stoltir af því að einn færasti listamaður þjóðarinnar, Ásgrímur Jónsson hafi verið fæddur og uppalinn í Flóanum og hafa af því tilefni búið til sérstaka rútuferð, „Ásgrímsleið“ fyrir ferðamenn og aðra þar, sem farið er á söguslóðir Ásgríms í Árnessýslu. Innlent 2. apríl 2023 20:05
Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Bíó og sjónvarp 2. apríl 2023 19:57
Brasilísk stórstjarna hélt upp á afmælið á Íslandi Brasilíska söngkonan Anitta varð þrítug á dögunum. Í gærkvöldi hélt hún veislu á skemmtistaðnum LÚX í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna áfanganum. Lífið 2. apríl 2023 14:14
Hinstu skilaboðin voru þau að hafa áfram gaman „Ég held að þetta verði ógleymanlegt kvöld,“ segir Berglind Häsler, ekkja Svavars Péturs Eysteinssonar heitins, jafnan þekktur sem ástsæli listamaðurinn Prins Póló. Berglind, Björn Kristjánsson og Benni Hemm Hemm eru í listrænni stjórn Havarí og standa fyrir Hátíð hirðarinnar, stórum minningartónleikum fyrir Svavar Pétur á afmælisdegi hans 26. apríl næstkomandi. Blaðamaður ræddi við Berglindi. Tónlist 2. apríl 2023 07:00
Svona var Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 Samband íslenskra framhaldsskóla heldur í Söngkeppni framhaldsskólanna í 33. sinn í kvöld í Hinu Húsinu, miðstöð ungs fólks. Lífið 1. apríl 2023 18:40
Birgir Örn úr Idolinu líklegur til vinsælda Tónlistarmaðurinn Birgir Örn vakti athygli í Idol seríu Stöðvar 2 í vetur en hann komst í átta manna úrslit, þar sem hann flutti frumsamið lag sem ber heitið Found Each Other. Lagið var í þessari viku kynnt inn sem líklegt til vinsælda á Íslenska listanum á FM957. Tónlist 1. apríl 2023 17:01
„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Erlent 1. apríl 2023 15:31
Einhverfufélagið blæs til listasýningar: „Við getum gert allt sem annað fólk getur gert“ Nóg verður um að vera í húsnæði Hamarsins ungmennahúss í Hafnarfirði um helgina þar sem Einhverfufélagið hefur sett upp listasýningu. Menning 31. mars 2023 23:02
Ný kynslóð móðgast yfir Friends: „Megum ekki taka okkur svona alvarlega“ Jennifer Aniston á að baki um þrjátíu ára feril sem gamanleikkona, allt frá hlutverki hennar sem Rachel í Friends til myndarinnar Murder Mystery 2 sem kom út í dag. Aniston segir grín hafa tekið miklum breytingum á síðustu árum, í raun svo miklum að það sé orðin ákveðin kúnst að vera fyndin í dag. Lífið 31. mars 2023 12:00
Fréttablaðið og Hringbraut heyra sögunni til Útgáfu Fréttablaðsins hefur verið hætt og sömuleiðis útsendingu á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Torgi. Rekstri vefmiðlanna DV.is og Hringbraut.is verður haldið áfram. Allir ráðnir starfsmenn Torgs fengu greidd laun í dag á síðasta degi mánaðar. Viðskipti innlent 31. mars 2023 10:42