Segir meiðsli Thiagos ekki næstum því jafn slæm og Vans Dijk en óvíst með miðvikudaginn Það er langt því frá að vera hundrað prósent að Thiago verði með í leiknum gegn Ajax í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið. Þetta sagði Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, í samtali við heimasíðu félagsins. Fótbolti 19. október 2020 23:00
Bruno fær að bera fyrirliðabandið rúmum átta mánuðum eftir komuna Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur staðfest að Bruno Fernandes verði með fyrirliðabandið annað kvöld er liðið mætir PSG á útivelli í Meistaradeildinni. Fótbolti 19. október 2020 20:31
Koeman spilar niður væntingarnar í Meistaradeildinni þrátt fyrir veru Messi Ronald Koeman, stjóri Barcelona, segir að spænski risinn sé ekki líklegasta liðið til þess að vinna Meistaradeildina í ár þrátt fyrir að Lionel Messi sé áfram hjá félaginu. Fótbolti 19. október 2020 19:15
Innkastsþjálfarinn tengir liðin í riðli Liverpool Thomas Grönnemark var í bíltúr með fjölskyldu sinni í Danmörku sumarið 2018 þegar hann fékk óvænt símtal frá Jürgen Klopp. Enski boltinn 19. október 2020 11:01
2 dagar í Meistaradeildina: Gamlir og misvinsælir United-menn mæta aftur á Old Trafford Ángel Di María og Ander Herrera, leikmenn Paris Saint-Germain, mæta sínum gömlu félögum í Manchester United í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefst á þriðjudaginn. Fótbolti 18. október 2020 11:31
Valinn í lið umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kielce frá Póllandi, átti mjög góðan leik er liðið vann sjö marka sigur í síðustu umferðar Meistaradeildar Evrópu. Hefur hann verið valinn í lið umferðarinnar. Handbolti 18. október 2020 09:31
3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Liverpool tókst ekki að verja Meistaradeildartitil sinn en mætir til leiks í ár með ríkjandi Evrópumeistara í sínu liði. Fótbolti 17. október 2020 11:46
4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. Fótbolti 16. október 2020 11:01
Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Handbolti 15. október 2020 20:45
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. Fótbolti 15. október 2020 11:00
Ekkert getur stöðvað Börsunga þessa dagana Barcelona átti í litlum vandræðum með Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði fimm mörk í 18 marka sigri Börsunga, lokatölur 45-27. Handbolti 14. október 2020 20:21
Sigvaldi átti góðan leik í sigri Kielce Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í liði Vive Kielce er liðið lagði Meshkov Brest í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld, lokatölur 34-27 þar sem Sigvaldi skoraði fjögur mörk. Þá vann Álaborg frábæran útisigur á Nantes. Handbolti 14. október 2020 18:31
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. Fótbolti 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. Fótbolti 13. október 2020 11:00
Héldu upp á afmælið með sex mínútna myndbandi af hrærðum Jürgen Klopp Í gær voru liðin fimm ár síðan að Þjóðverjinn Jürgen Klopp settist í knattspyrnustjórastólinn hjá Liverpool. Það er óhætt að segja að það sé ein besta ráðning sögunnar. Enski boltinn 9. október 2020 08:32
Tryggvi Snær átti fínan leik þó Zaragoza hafi tapað Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik fyrir Zaragoza er liðið tapaði fyrir gríska liðinu AEK í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í körfubolta. Gríska liðið vann með 24 stiga mun. Körfubolti 2. október 2020 20:46
Tvö lið sigurstranglegri en Liverpool í Meistaradeildinni Ofurtölvan hjá FiveThirtyEight hefur reiknað út sigurlíkur félaganna í Meistaradeildinni eftir að dregið var í riðla keppninnar í gær. Fótbolti 2. október 2020 10:01
Aron valinn maður leiksins | Haukur fór meiddur af velli Gengi Íslendinganna tveggja í Meistaradeild Evrópu í handbolta var ójafnt í kvöld. Aron Pálmarsson var valinn maður leiksins í sigri Barcelona á Nantes. Haukur Þrastarson fór hins vegar meiddur af velli í sigri Kielce. Handbolti 1. október 2020 20:46
Lewandowski og Harder valin best Dregið var í riðla í Meistaradeild Evrópu í dag og verðlaun veitt fyrir frammistöðu í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Fótbolti 1. október 2020 16:40
Messi og Ronaldo saman í riðli í Meistaradeildinni Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í Genf í Sviss í dag. Fótbolti 1. október 2020 16:24
Sara Björk fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildarinnar Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, fékk ekki verðlaunin sem besti miðjumaður Meistaradeildar kvenna í fótbolta en þessi verðlaun voru afhent í fyrsta sinn í dag. Fótbolti 1. október 2020 16:00
Englandsmeistarar Liverpool gætu lent í mjög erfiðum riðli í Meistaradeildinni Riðladráttur Meistaradeildarinnar fer fram í dag og þar verður spennandi að sjá hversu heppin eða óheppin liðin verða með riðla sína. Fótbolti 1. október 2020 09:30
Sverrir Ingi úr leik | Mikael kominn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Mikael Anderson kom inn af varamannabekk Midtjylland er liðið tryggði sér þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 4-1 sigri á Slavia Prag í kvöld. Sverrir Ingiog félagar í PAOK eru úr leik. Fótbolti 30. september 2020 21:10
Íslendingalið Olympiacos komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu Gríska stórliðið Olympiacos tryggði sæti sitt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Omonia Nicosia frá Kýpur. Fótbolti 29. september 2020 22:01
Dagskráin í dag: Fótbolti frá fjórum löndum á dagskrá ásamt Pepsi Max Mörkunum Það er nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum í dag. Fótboltinn er í fyrirrúmi en við sýnum frá leikjum í Keflavík, Lundúnum, Búdapest San Sebastian og úthverfum Madríd á Spáni. Sport 29. september 2020 06:01
Um 20 þúsund manns sáu Bayern vinna Ofurbikarinn Bayern München vann enn einn bikarinn í kvöld er liðið vann 2-1 sigur á Sevilla eftir framlengdan leik í Ungverjalandi. Fótbolti 24. september 2020 21:36
Valur og Breiðablik örugg í Meistaradeildina Á sama tíma og Ísland hefur hrunið niður styrkleikalista félagsliða karla í fótbolta hjá UEFA er Ísland meðal 12 efstu þjóða á lista kvenna. Fótbolti 24. september 2020 11:30
Dagskráin í dag: Stórleikurinn á Laugardalsvelli, Man. United í deildarbikarnum og Stúkan Fimm beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í kvöld. Þrjár þeirra frá Íslandi en tvær þeirra eru erlendis frá. Sport 22. september 2020 06:01
Aron lék í öruggum sigri Barcelona | Óðinn Þór skoraði fjögur Aron Pálmarsson var á sínum stað í liði spænska stórliðsins Barcelona er liðið vann góðan sigur í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Óðinn Þór Ríkharðsson var einnig í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni. Handbolti 17. september 2020 19:00
Mikael á bekknum er Midtjylland komst áfram | Amanda skoraði Mikael Andersson kom ekki við sögu er FC Midtjylland tryggði sér sæti í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Amanda Andradóttir var á skotskónum í dönsku bikarkeppninni og Andri Rúnar hóf leik á varamannabekk Esjberg í kvöld. Fótbolti 16. september 2020 20:45