Samsæriskenningar berast víða - Komst Lyon áfram á svindli? Netheimar loga vegna úrslitanna í leikjum gærkvöldsins í D-riðli Meistaradeildarinnar. Þar komst Lyon áfram í 16-liða úrslitin á ótrúlegan máta en Ajax þarf að spila í Evrópudeild UEFA. Frönsk veðmálayfirvöld hafa opnað rannsókn á málinu. Fótbolti 8. desember 2011 14:15
Mancini: Evrópudeildin er mikilvæg Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið muni leggja mikla áherslu á að vinna Evrópudeild UEFA eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 8. desember 2011 11:30
Lít út fyrir að hafa lent í bardaga á móti báðum Klitschko-bræðrunum í einu Sebastian Kehl, fyrirliði Dortmund, fékk slæmt spark í andlitið í Meistaradeildarleiknum á móti Marseille í gærkvöldi og var borinn útaf eftir aðeins rúmlega hálftíma leik. Stephane Mbia, leikmaður Marseille, fékk gula spjaldið fyrir sparkið en Kehl endaði upp á spítala. Fótbolti 7. desember 2011 23:45
Vidic meiddist í kvöld Man. Utd varð fyrir fleiri en einu áfalli í kvöld því fyrirliðinn, Nemanja Vidic, meiddist illa ofan á allt saman. Fótbolti 7. desember 2011 22:40
Í beinni: Ajax - Real Madrid Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Ajax og Real Madrid í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 7. desember 2011 19:30
Barca-börnin glöddu Guardiola í gær: Óaðfinnanleg frammistaða Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, tefldi fram hálfgerðu unglingaliði í síðasta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikmenn eins og Lionel Messi, Xavi, Andrés Iniesta og fleiri fengu hvíld en í staðinn fengu framtíðarleikmennirnir að prufa sig í deild þeirra bestu. Fótbolti 7. desember 2011 16:45
Enginn frá Man. Utd talaði við fjölmiðla í kvöld Það var ekki hátt risið á leikmönnum Man. Utd eftir niðurlæginguna gegn Basel í kvöld. Enginn frá félaginu talaði við fjölmiðlamenn eftir leikinn. Fótbolti 7. desember 2011 15:36
Mancini: Þetta er enginn heimsendir Leikmenn Man. City gerðu það sem þeir gátu í kvöld. Lögðu Bayern en það dugði ekki til þar sem Napoli vann á sama tíma og komst þar með áfram en City verður í Evrópudeildinni ásamt nágrönnum sínum í United. Fótbolti 7. desember 2011 15:35
Man. Utd og Man. City í Evrópudeildina Bæði Manchesterliðin verða að gera sér það að góðu að spila í Evrópudeild UEFA það sem eftir lifir vetrar eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í vetur. Fótbolti 7. desember 2011 15:29
Ferguson: Einbeiting Rooney í góðu lagi Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé með einbeitinguna í góðu lagi fyrir leikinn mikilvæga gegn Basel í kvöld en hann mun morgun koma fyrir aganefnd UEFA í Sviss vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik með enska landsliðinu í haust. Fótbolti 7. desember 2011 09:30
Lífið heldur áfram þótt við dettum út Tvö efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, nágrannarnir í Manchester City og Manchester United, eiga það á hættu að spila sinn síðasta leik í Meistaradeildinni á tímabilinu í kvöld og komast því ekki áfram í sextán liða úrslitin. Úrslitin ráðast þá í riðlum A til D, en fjögur af átta sætum eru enn laus. Bayern München, Inter Milan, Benfica og Real Madrid eru þegar komin áfram og öll nema portúgalska liðið hafa unnið sinn riðil. Fótbolti 7. desember 2011 07:00
Drogba: Það hjálpar mér að fá að spila Didier Drogba var maður kvöldsins í Meistaradeildinni því hann skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-0 sigri Chelsea á Valencia. Chelsea tryggði sér ekki bara sæti í sextán liða úrslitunum heldur einnig sigur í riðlinum. Fótbolti 6. desember 2011 22:32
Barcelona jafnaði markamet Manchester United í kvöld Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, leyfði sér að hvíla lykilleikmenn í leiknum á móti BATE Borisov í Meistaradeildinni í kvöld en það kom ekki að sök því Barcelona vann 4-0 sigur. Fótbolti 6. desember 2011 22:20
Í beinni: Olympiakos - Arsenal Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Olympiakos og Arsenal í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 6. desember 2011 19:15
Villas-Boas: Svöruðum gagnrýninni í kvöld Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, svaraði gagnrýninni í kvöld með því að stýra sínu liði inn í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir sannfærandi 3-0 sigri á spænska liðinu Valencia. Fótbolti 6. desember 2011 19:15
Bein sjónvarpsútsending: Dortmund - Marseille Vísir er með beina sjónvarpsútsendingu frá viðureign Dortmund og Marseille í F-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 6. desember 2011 19:00
Chelsea stóðst pressuna og vann Valencia | Mörk kvöldsins Chelsea tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og sigur í sínum riðli með 3-0 sigri á spænska liðinu Valenicia á Brúnni í kvöld. Marseille og Zenit St Petersburg komust líka áfram í sextán liða úrslitin í kvöld. Didier Drogba var maður leiksins í kvöld en hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Fótbolti 6. desember 2011 19:00
Dortmund - Marseille í beinni sjónvarpsútsendingu á Vísi Lesendur Vísis eiga von á góðu í kvöld því að viðureign Borussia Dortmund og Marseille í Meistaradeild Evrópu verður sýndur í beinni sjónvarpsútsendingu á vefnum í kvöld. Fótbolti 6. desember 2011 15:30
Ferguson lærir af reynslunni Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri segist ekki geta vanmetið riðlakeppni Meistaradeildarinnar í framtíðinni í ljósi þess að auðugir fjárfestar fjárfesti í auknum mæli í liðum annarra landa. Sport 4. desember 2011 18:45
Platini vill færa Meistaradeildina til að geta spilað HM í Katar um vetur Michel Platini, forseti UEFA, er til í að gera sitt til þess að Heimsmeistarakeppnin í Katar árið 2022 verði spiluð um vetur í staðinn fyrir í sjóðandi eyðurmerkurhita í júní. Til þess þarf að færa til keppnistímabilið í Evrópu og Platini sættir sig við það. Fótbolti 3. desember 2011 19:30
Maradona: Klúðraði Pele kannski lyfjaskammtinum sínum Fjölmiðlarifildi Diego Maradona og Pele eru heimsfræg og nú er eitt í gangi í tengslum við furðulegar yfirlýsingar Pele um að brasilíski leikmaðurinn Neymar væri mun betri en Argentínumaðurinn Lionel Messi. Fótbolti 2. desember 2011 16:45
Pele: Neymar er mun betri en Messi Brasilíumaðurinn Pele heldur áfram að tala niður Argentínumanninn Lionel Messi sem flestir nema kannski hann telja Messi vera besta knattspyrnumann heims. Fótbolti 1. desember 2011 17:30
Fabio Capello: Lét Zlatan að horfa á myndband með Van Basten Fabio Capello, núverandi landsliðsþjálfari Englendinga, var þjálfari Juventus árið 2004 þegar liðið keypti sænska framherjann Zlatan Ibrahimović á sextrán milljónir evra frá Ajax. Fótbolti 1. desember 2011 16:45
Cruyff: Xavi á að fá Gullboltann frekar en Messi Johan Cruyff, fyrrum leikmaður og þjálfari Barcelona og goðsögn innan Katalóníufélagsins, vill frekar sjá Xavi fá Gullbolta FIFA í ár en að Lionel Messi vinni verðlaunin einu sinni enn. Fótbolti 1. desember 2011 16:00
Þetta eru 55 bestu fótboltamenn í heimi Alþjóðaknattspyrnsambandið, FIFA, hefur gefið það út hvaða 55 leikmenn koma til greina í heimslið sambandsins fyrir árið 2011. FIFA mun síðan tilkynna það 9. janúar næstkomandi hvaða ellefu leikmenn komast í úrvalslið ársins. FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna, stendur fyrir kjörinu í samstarfi við FIFA. Fótbolti 1. desember 2011 14:45
Kaka vill ekki fara frá Real Madrid Brasilíumaðurinn Kaka hefur verið orðaður við franska liðið Paris Saint-Germain að undanförnu en spænska blaðið hefur það eftir manni innan herbúða Kaka að leikmaðurinn vilji ekki fara frá Real Madrid. Fótbolti 30. nóvember 2011 17:30
AC Milan mun bara reyna að fá Tevez á láni Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, viðurkenndi það í viðtali við ítalska stórblaðið Gazetta dello Sport að ítalska félagið muni ekki geta keypt Carlos Tevez frá Manchester City. Fótbolti 28. nóvember 2011 13:00
Mancini: Ekki nógu góðir til að vinna Meistaradeildina Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur að því virðist misst trúna á sitt lið í Meistaradeildinni en City-menn þurfa að hafa heppnina með sér ætli þeir sér að komast áfram í sextán liða úrslitin. Fótbolti 25. nóvember 2011 22:30
Carlos Tevez: Ég yrði ánægður að komast til Ítalíu Carlos Tevez er spenntur fyrir því að spila með ítalska liðinu AC Milan ef marka má nýjustu yfirlýsingu umboðsmanns hans Kia Joorabchian en sá umdeildi maður var í viðtali á heimasíðunni Football Italia í dag. Enski boltinn 25. nóvember 2011 18:00
Villas-Boas: Það er til svokallaður Fergie-tími í leikjum Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, gefur ekki mikið fyrir þær fullyrðingar að hann þurfi hjálp í starfi sínu á Stamford Bridge en Chelsea-liðið hefur tapað fjórum af sex síðustu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Enski boltinn 25. nóvember 2011 17:20