Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Terry fengi ekki að taka á móti bikarnum í München

    John Terry fyrirliði enska liðsins Chelsea verður í leikbanni þegar liðið leikur til úrslita í Meistaradeild Evrópu þann 19. maí gegn FC Bayern München. Terry mun ekki fá leyfi til þess að sitja á varamannabekknum í leiknum og knattspyrnusamband Evrópu þarf að gefa sérstakt leyfi ef Terry á að fá að taka móti Meistaradeildarbikarnum í leiklok fari svo að Chelsea verði Evrópumeistari.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Real Madrid - Bayern München

    Bayern München tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Real Madrid í vítaspyrnukeppni í æsispennandi viðureign í spænsku höfuðborginni í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Heynckes: Töfrum líkast

    Jupp Heynckes, gamalreyndi þjálfari Bayern München, var í skýjunum eftir að hans menn tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Schweinsteiger: Við erum búnir á því

    Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern München sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að skora úr fimmtu spyrnu liðsins í vítaspyrnukeppninni gegn Real Madrid í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Okkar tími er kominn

    Cristiano Ronaldo er sannfærður um að Real Madrid geti unnið upp 2-1 forskot Bayern München frá fyrri leik liðanna í Meistaradeildinni en seinni leikurinn fer fram í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry bað stuðningsmenn Chelsea og leikmenn afsökunar

    John Terry fyrirliði Chelsea bað stuðningsmenn liðsins afsökunar á hegðun sinni í undanúrslitaleiknum gegn Barcelona í gærkvöld. Terry fékk rautt spjald í fyrri hálfleik fyrir brot gegn Alexis Sanchez og léku Englendingarnir því einum færri í um 55 mínútur. Chelsea náði með ótrúlegum hætti að tryggja sig áfram í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með því að ná 2-2 jafntefli og sigra 3-2 samanlagt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mourinho er sannfærður um sigur Real Madrid gegn FC Bayern

    Jose Mourinho þjálfara spænska liðsins Real Madrid er sannfærður um að leikmenn liðsins standist prófið gegn FC Bayern München í kvöld í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þýska liðið FC Bayern hafði betur í fyrri leiknum 2-1 sem fram fór í München en staða Real Madrid er alls ekki slæm eftir að hafa skorað mark á útivelli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola: Messi verður lengi að jafna sig

    Lionel Messi leikmaður Barcelona var miður sín eftir að lið hans féll úr keppni í Meistaradeild Evrópu í gær. Argentínumaðurinn klúðraði vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 2-1 á Nou Camp gegn enska liðinu Chelsea og hann var ekki til staðar á fundi með fréttamönnum eftir leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistaradeildarmörkin: Barcelona - Chelsea

    Chelsea tryggði sér sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu með því að ná 2-2 jafntefli gegn Barcelona í ótrúlegum leik á Nývangi í kvöld. Þorsteinn J. og gestir hans fóru ítarlega yfir gang mála.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Okkar bestu leikmenn missa af úrslitaleiknum

    "Við erum ánægðir með að hafa komist áfram en við verðum að halda ró okkar - vegna þess að okkar bestu leikmenn verða ekki með í úrslitaleiknum,“ sagði Didier Drogba, sóknarmaður Chelsea, eftir leikinn gegn Barcelona í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lampard: Sjaldan liðið betur

    Frank Lampard segir að frammistaða Chelsea í kvöld hafi verið óviðjafnanleg og að tilfinningin eftir leikinn sé ein sú besta sem hann hafi upplifað á ellefu ára ferli sínum hjá Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry baðst afsökunar

    John Terry, fyrirliði Chelsea, bað liðsfélaga sína afsökunar fyrir að hafa brugðist þeim í leiknum gegn Barcelona í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Er stærð grasmottunnar á Nou Camp bara góð lygasaga?

    Margir fótboltasérfræðingar hafa skrifað um það á undanförnum dögum að það verði erfitt fyrir vörn Chelsea að halda aftur af sóknarþunga Barcelona á Nou Camp þar sem að heimavöllur Barcelona er mun breiðari en Stamford Bridge í London.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Torres telur að Chelsea eigi möguleika gegn Barcelona

    Fernando Torres framherji enska liðsins Chelsea segir að leikmenn liðsins ætli sér að komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Spánverjinn verður væntanlega á varamannabekk Chelsea í kvöld gegn Barcelona á Nou Camp en Chelsea vann fyrri leikinn 1-0 í London.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Guardiola stólar á Pique í baráttunni gegn Drogba

    Pep Guardiola, þjálfari spænska liðsins Barcelona, mun að öllum líkindum velja þann kostinn að setja varnarmanninn Gerard Pique í byrjunarliðið gegn Chelsea á morgun í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Chelsea er 1-0 yfir eftir fyrri leikinn sem fram fór á Stamford Bridge í London þar sem að Didier Drogba skoraði mark Chelsea.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba með gegn Barcelona á þriðjudaginn

    Didier Drogba, leikmaður Chelsea, verður með liðinu gegn Barcelona í seinni leik undanúrslita Meistaradeildar Evrópu, sem leikinn verður á þriðjudaginn. Drogba virðist vera við fulla heilsu eftir að hann tók þátt á æfingu liðsins í dag.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rooney sendi Drogba pillu á Twitter

    Það virðist eitthvað hafa farið í taugarnar á Wayne Rooney, leikmanni Manchester United, hversu oft Didier Drogba lá meiddur í grasinu í leik Chelsea og Barcelona á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Terry: Ein besta frammistaða Chelsea

    John Terry, fyrirliði Chelsea, var í skýjunum eftir sigur liðsins á Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Didier Drogba skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea en liðin mætast aftur í næstu viku, þá í Barcelona.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba sá um Evrópumeistarana

    Didier Drogba var hetja Chelsea þegar að liðið gerði sér lítið fyrir og vann Evrópumeistara Barcelona, 1-0, í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

    Fótbolti