Jafnt hjá Chelsea og Juve | Oscar skoraði tvö mörk Brasilíumaðurinn Oscar sýndi í kvöld af hverju Chelsea greiddi fyrir hann vænan skilding. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni. Mörkin dugðu þó ekki til sigurs. Fótbolti 19. september 2012 14:26
Meistaradeildin: Umfjöllun og mörkin úr leik Real Madrid og Man City Meistaradeild Evrópu hófst í gær með miklum látum þar sem að viðureign Real Madrid frá Spáni og Manchester City frá Englandi bar hæst. Lokakafli leiksins var stórkostlegur þar sem að Real Madrid fagnaði 3-2 sigri. Farið var yfir gang mála í leiknum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gær og í innslaginu má sjá umfjöllunina og helstu atvikin úr leiknum. Fótbolti 19. september 2012 12:00
Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan. Fótbolti 19. september 2012 11:45
Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi. Fótbolti 19. september 2012 11:08
Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega? Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega. Fótbolti 19. september 2012 10:00
Mancini: Vonbrigði að tapa þessum stigum Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið sárt að tapa fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hafa náð 2-1 forystu seint í leiknum. Fótbolti 18. september 2012 21:46
Vermaelen: Ekki góðir í seinni hálfleik Arsenal mátti teljast heppið með að sleppa með 2-1 sigur frá Frakklandi í kvöld þar sem liðið mætti Montpellier. Fótbolti 18. september 2012 21:39
Mourinho: Ánægður með viðhorf leikmanna Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur tekið gleði sína á ný eftir frábæran 3-2 sigur liðsins á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 21:05
Aron spilaði í sigri Aron Einar Gunnarsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Cardiff City sem mætti Millwall á útivelli og vann góðan sigur, 2-0. Enski boltinn 18. september 2012 16:44
Arsenal sótti þrjú stig til Frakklands Arsenal vann góðan 2-1 sigur á Frakklandsmeisturum Montpellier á útivelli í kvöld í B-riðli Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. september 2012 16:42
Real lenti tvívegis undir en vann samt Cristiano Ronaldo var hetja Real Madrid sem vann ótrúlegan 3-2 sigur á Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 16:41
Stjörnunar í PSG byrja vel | Öll úrslit kvöldsins Fyrstu átta leikjunum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er nú lokið og var skorað í þeim öllum nema einum. Fótbolti 18. september 2012 15:55
Mourinho: Tímaspursmál hvenær Man. City vinnur Meistaradeildina Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur mikla trú á verkefni Man. City sem hann líkir við uppbyggingu Chelsea er hann stýrði félaginu og fékk mikinn fjárhagslegan styrk frá eigandanum, Roman Abramovich. Fótbolti 18. september 2012 14:45
Meistaradeildin: Eru Man City og Real Madrid dýrustu lið allra tíma? Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í fótbolta er viðureign Spánarmeistaraliðs Real Madrid og Englandsmeistaraliðs Manchester City. Það tók Jose Mourinho tvö ár að landa titlinum með Real Madrid og Roberto Mancini þurfti 2 ½ ár til þess að vinna ensku úrvalsdeildina með Man City. Bæði félögin hafa eytt gríðarlegu fjármagni í leikmannakaup og er talið að dýrustu knattspyrnulið allra tíma muni mætast á Santiago Bernabéu í Madríd í kvöld. Fótbolti 18. september 2012 14:24
Evra verður líklega með gegn Galatasaray Varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Man. Utd er byrjaður að æfa með félaginu á nýjan leik eftir meiðsli og gæti spilað gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun. Fótbolti 18. september 2012 12:30
Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á ný | stórleikir á dagskrá í kvöld Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Keppni í A, B, C og D-riðli hefst í kvöld og verða þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ítarleg umfjöllun um leiki kvöldsins hefst kl. 18. þar sem að Þorsteinn J. mun fara yfir málin með sérfræðingum þáttarins – Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni. Og þeir munu einnig fara yfir allt það markverðasta úr leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 20.45. Fótbolti 18. september 2012 10:00
Mancini: Við viljum vinna alla leiki Tímabilið í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Augu flestra munu beinast að Santiago Bernabéu í Madríd þar sem heimamenn í Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Man. City. Fótbolti 18. september 2012 07:00
Fyrrum forseti Real Madrid: Orð Mourinho hjálpa ekki liðinu Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, hefur gagnrýnt ummæli þjálfarans Jose Mourinho eftir 1-0 tapið á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Real Madrid hefur aðeins náð í fjögur stig í fyrstu fjórum umferðunum og þegar orðið átta stigum á eftir Barcelona. Fótbolti 17. september 2012 19:45
Mancini: Við leikum til sigurs í Madrid Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að leika til sigurs á Santiago Bernabeu á morgun en það er óhætt að Meistaradeildin byrji með risaleik þegar Spánarmeistarar Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Manchester City á morgun. Fótbolti 17. september 2012 18:15
Kolarov er klár í að taka á Ronaldo Serbneski varnarmaðurinn Aleksandar Kolarov hjá Man. City bíður spenntur eftir leiknum gegn Man. City á þriðjudag. Hann er sérstaklega spenntur fyrir því að glíma við Cristiano Ronaldo. Fótbolti 13. september 2012 17:15
Zlatan: PSG getur unnið Meistaradeildina Sjálfstraustið er í botni hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic eins og venjulega. Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær hans nýja félag, PSG, verði orðið eitt besta liðið í Meistaradeildinni. Fótbolti 13. september 2012 13:30
Aguero: City getur vel unnið Real Madrid Argentínumaðurinn Sergio Aguero óttast það ekki að mæta Real Madrid í Meistaradeildinni og segir að Man. City sé með nógu gott lið til þess að vinna spænsku meistarana. Fótbolti 12. september 2012 15:00
Essien: Kallar Mourinho pabba Chelsea hefur lánað Michael Essien til Real Madrid og Essien hittir þar fyrir Jose Mourinho sem keypti hann einmitt til Chelsea fyrir sjö árum síðan. Essien fagnar því að spila aftur fyrir Mourinho sem hann lítur á sem föður. Fótbolti 1. september 2012 22:30
Iniesta valinn besti knattspyrnumaðurinn í Evrópu 2012 Spánverjinn Andrés Iniesta var valinn besti knattspyrnumaður Evrópu 2012 af 53 blaðamönnum frá öllum löndum innan UEFA. Valið fór fram í beinni í Mónakó í kvöld í kjölfarið á drættinum fyrir riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Fótbolti 30. ágúst 2012 17:04
D er Dauðariðillinn | Real og Man. City mætast Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dauðariðillinn er að sjálfsögðu D-riðillinn. Þar mætast meðal annars Real Madrid og Manchester City. Lið Kolbeins Sigþórssonar, Ajax, er einnig í riðlinum sem og Þýskalandsmeistarar Dortmund. Fótbolti 30. ágúst 2012 16:41
Meistarar Englands, Spánar, Ítalíu og Þýskalands gætu lent saman í riðli Það verður dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag og eins og áður er mikil spenna í loftinu enda geta mörg stórlið lent saman í riðla. UEFA er búið að skipta liðunum 32 niður í fjóra styrkleikaflokka og þar vekur athygli að Porto er í efsta flokki frekar en ensku meistararnir í Manchester City. Fótbolti 30. ágúst 2012 09:15
Celtic í Meistaradeildina | Úrslit kvöldsins Skoska liðinu Celtic tókst í kvöld að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í fjögur ár. Fótbolti 29. ágúst 2012 20:52
FCK úr leik | Enginn Íslendingur í Meistaradeildinni FC Kaupmannahöfn tókst ekki að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en liðið tapaði í kvöld fyrir Lille, 2-0, í framlengdum leik. Fótbolti 29. ágúst 2012 18:38
Ótrúlegt klúður kostaði Udinese Meistaradeildarsæti Ítalska félagið Udinese varð af sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa tapað fyrir Braga frá Portúgal í vítaspyrnukeppni í kvöld. Fótbolti 28. ágúst 2012 21:39
Malaga í Meistaradeildina í fyrsta sinn Það verða fjögur spænsk lið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem að Malaga tryggði sér í kvöld áfram úr forkeppninni með markalausu jafntefli gegn Panathinaikos í Grikklandi. Fótbolti 28. ágúst 2012 20:46