Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Real Madrid neitar því að Bale sé með brjósklos

    Real Madrid segir ekkert til í frétt Marca í morgun um að Gareth Bale sé kominn með brjósklos en velski vængmaðurinn hefur ekki spilað mikið með spænska stórliðinu síðan að Real Madrid gerði hann að dýrasta knattspyrnumanni heims.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - FC Zorkiy 1-2

    Þór/KA mátti sætta sig við tap, 1-2, á heimavelli í dag gegn rússneska liðinu FC Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það var Húsvíkingurinn Hafrún Olgeirsdóttir sem skoraði mark norðankvenna í lok leiksins og minnkaði þar muninn í 1-2.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Rooney, komdu til Parísar og spilaðu með mér

    Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic vill að Wayne Rooney verði liðsfélagi sinn hjá franska félaginu Paris Saint Germain fari svo að enski landsliðsmaðurinn yfirgefi Manchester United. Zlatan ræddi þetta í viðtali við The Sun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ég bjóst við meiri mótspyrnu frá City

    Arjen Robben, leikmaður Bayern Munchen, var sáttur eftir sigurinn gegn Manchester City í gær en liðið vann 3-1 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Manchester-borg.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Robben: Spiluðum stórkostlega fyrstu 70 mínúturnar

    Arjen Robben og félagar í Bayern Munchen fóru illa með Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld og hollenski vængmaðurinn var óviðráðanlegur á hægri kantinum í 3-1 sigri. Bayern hefði getað skorað miklu fleiri mörk þegar liðið yfirspilaði City-menn fram eftir leik en undir lok leiksins náði enska liðið aðeins að bíta frá sér.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Moyes var óánægður með slakar sendingar í kvöld

    Danny Welbeck skoraði mark Manchester United í 1-1 jafntefli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. United var yfir í 58 mínútur en sá á eftir tveimur stigum í lokin. BBC talaði við Danny Welbeck og David Moyes eftir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

    Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo skoraði tvö í hundraðasta Evrópuleiknum

    Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk þegar Real Madrid vann 4-0 sigur á liði Ragnars Sigurðssonar og Rúriks Gíslasonar á Santiago Bernabéu í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Ronaldo lék þarna sinn hundraðasta Evrópuleik og hélt upp á það með stæl en Ángel di María skoraði einnig tvennu fyrir spænska liðið í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern München fór illa með Manchester City

    Evrópumeistarar Bayern München sýndu allar sínar bestu hliðar í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fór illa með enska liðið Manchester City í 3-1 sigri á Etihad-leikvanginum í Manchester-borg.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Íslendingar á Bernabéu í kvöld

    Fjölmargir leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en þar ber helst að nefna stórleik Manchester City og Evrópumeistara Bayern München í Manchester.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Juan Mata: Chelsea þurfti á þessu að halda

    Juan Mata er kominn í náðina hjá Jose Mourinho og var í byrjunarliði liðsins í 4-0 útisigri á Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Þetta var nauðsynlegur sigur hjá Chelsea eftir tap á móti Basel í fyrsta leik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fàbregas tryggði Barcelona sigur í Glasgow

    Cesc Fàbregas skoraði sigurmark Barcelona í kvöld þegar liðið sótti þrjú stig til Glasgow með því að vinna 1-0 sigur á Celtic í leik liðanna í H-riðli í Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Balotelli tryggði AC Milan jafntefli í uppbótartíma

    Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn í kvöld þegar Ajax var hársbreidd frá því að vinna ítalska stórliðið AC Milan í leik liðanna í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. Mario Balotelli tryggði AC Milan 1-1 jafntefli með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.

    Fótbolti