Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Skelfilegur árangur hjá Mancini í Meistaradeildinni

    Roberto Mancini, þjálfari Galatasaray, á flottan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann hefur unnið titla sem þjálfari bæði á Ítalíu og Englandi en einhverra hluta vegna ganga hlutirnir ekki upp hjá honum í Meistaradeildinni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Sjáið Kobe stelast inn á mynd af Messi

    Kobe Bryant og Lionel Messi eru tveir af þekktustu íþróttamönnum heims. Kobe hefur verið einn besti körfuboltamaður í heimi í langan tíma og Messi er að flestra mati besti knattspyrnumaður heims.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Atlético betra en Barcelona og Real Madrid

    Atlético Madrid ætlar að blanda sér í hina hefðbundnu baráttu Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í vetur og gefur ekkert eftir hvort sem er í deild eða Evrópukeppni.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Motta: PSG vinnur Meistaradeildina

    Thiago Motta miðjumaður Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain í fótbolta er ekki í nokkrum vafa með að PSG standi uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu í vor. Hann segist að auki ekkert sjá eftir því að hafa valið Ítalíu fram yfir heimaland sitt Brasilíu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi heim til Argentínu í meðferð

    Lionel Messi er á heimleið. Hann spilar ekki fleiri leiki með Barcelona á árinu og á morgun flýgur hann heim til Argentínu til að fá meðferð við meiðslunum sem hafa hrjáð hann í vetur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Vidal sá um FCK

    Arturo Vidal skoraði öll þrjú mörk Juventus í mikilvægum 3-1 sigri liðsins á FC Kaupmannahöfn í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Danirnir eru fyrir vikið úr leik í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ragnar glímir við Carlos Tevez

    Landsliðsmennirnir Ragnar Sigurðsson og Rúrik Gíslason verða báðir í eldlínunni með danska liðinu FC Kaupmannahöfn í Meistaradeild Evrópu í kvöld en þá fara fram síðari leikirnir í fimmtu og næstsíðustu umferð riðlakeppninnar. FCK mætir þá stórliði Juventus í Tórínó í afar mikilvægum leik í B-riðli.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Flugvél Manchester United í vandræðum í lendingu

    Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn Manchester United lentu í óskemmtilegri lífsreynslu í gær þegar flugvél þeirra hætti skyndilega við lendingu í Köln en liðið var á leiðinni í Meistaradeildarleik sinn við Bayer Leverkusen.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Við stjórnuðum leiknum

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefði gjarnan viljað gera fyrr út um leikinn gegn Marseille í kvöld en var vitanlega ánægður með niðurstöðuna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van Persie og Vidic ekki með

    David Moyes, stjóri Manchester United, hefur staðfest að þeir Robin van Persie og Nemanja Vidic munu báðir missa af leik liðsins gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu á morgun.

    Fótbolti