Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    „Svona er víst fótboltinn“

    Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar hefjast í kvöld með risaleik þegar Manchester City tekur á móti Barcelona í uppgjöri tveggja af sigurstranglegri liðum keppninnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Cavani frá næstu vikurnar

    Edison Cavani, úrúgvæski landsliðsmaðurinn og leikmaður PSG í Frakklandi meiddist í 2-0 sigri PSG gegn Bordeaux á föstudaginn. Niðurstöður læknisskoðunar hafa leitt í ljós að Cavani verði frá að minnsta kosti í þrjár vikur.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo: Messi gerir mig að betri leikmanni

    Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid og besti leikmaður í heimi á síðasta ári, viðurkennir að samanburðurinn við Lionel Messi og keppnin um hver sé besti fótboltamaður heims hjálpi honum sjálfum að verða betri leikmaður.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Zlatan: Ég kæmi frítt til Borussia Dortmund

    Zlatan Ibrahimovic og Jurgen Klopp, þjálfari Borussia Dortmund, göntuðust fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar þeir hittust á verðlaunahátíð FIFA á mánudagskvöldið þar sem umræðuefnið var möguleg koma Zlatans til Dortmund.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi

    Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldinho áfram í Brasilíu

    Ekkert varð af endurkomu Brasilíumannsins Ronaldinho í evrópska boltann þar sem að hann hefur framlengt samning sinn við Atletico Mineiro í heimalandinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern niðurgreiðir "dýra" Arsenal-miða

    Evrópumeistarar Bayern München og Arsenal mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næsta mánuði og Þjóðverjarnir ætla að bregðast við háu miðaverði á Emirates-leikvanginum með því að greiða niður miðaverð fyrir stuðningsmenn sína.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Messi: Ég vil enda ferilinn hjá Barcelona

    Argentínumaðurinn Lionel Messi er byrjaður að spila á ný með Barcelona eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla en hann kom inná sem varamaður og skoraði tvö mörk í 4-0 sigri á Getafe í gærkvöldi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real Madrid vann eyðimerkur-einvígið

    Stórliðin Real Madrid frá Spáni og Paris Saint-Germain frá Frakklandi mættust í dag í æfingaleik í Katar en bæði liðin voru í æfingabúðum við Persaflóann um áramótin. Real Madrid vann leikinn 1-0 og kom markið í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bayern München auðveldlega í úrslitaleikinn

    Bayern München vann öruggan 3-0 sigur á kínverska liðinu Guangzhou í undanúrslitum Heimsmeistarakeppni félagsliða í Marokkó í kvöld. Bayern München mætir annaðhvort Raja Casablanca frá Marokkó eða Atlético Mineiro frá Brasilíu í úrslitaleiknum en hinn undanúrslitaleikurinn er spilaður á morgun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Drogba: Ég verð á heimavelli í báðum leikjum

    Didier Drogba mun snúa aftur á Stamford Bridge með liði sínu, Galatasaray, í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Man. City og Arsenal fengu gríðarlega erfið verkefni en Man. Utd datt í lukkupottinn á ný.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Þessum liðum geta ensku liðin mætt í 16 liða úrslitunum

    Það verða fjögur lið í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar í fótbolta á mánudaginn. Arsenal fór áfram upp úr sínum riðli í kvöld en áður höfðu Chelsea, Manchester United og Manchester City tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.

    Fótbolti