Fjallaði um afleiðingar bráðnun jökla á Himalajasvæðinu Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti í morgun setningarræðu á samráðsþingi sem haldið er í Bútan um hætturnar sem hraðar loftslagsbreytingar skapa á Himalajasvæðinu. Innlent 5. febrúar 2015 13:57
Árið 2014 er heitasta árið frá upphafi mælinga 1880 Ekkert ár hefur mælst jafnheitt og árið 2014 frá því mælingar hófust árið 1880. Desember hefur sömuleiðis aldrei mælst hlýrri. Þetta staðfestir bandaríska sjávar- og loftslagseftirlitsstofnunin NOAA í nýrri skýrslu. Erlent 17. janúar 2015 00:01
Hitastig á Norðurskautinu hækkar tvöfalt hraðar en annars staðar Vísbendingar eru um að hafísinn geti horfið að mestu á næstu áratugum. Innlent 27. desember 2014 13:31
Borgar tvöfalt í hjartanu Starf Gísla Rafns Ólafssonar sem yfirmaður neyðarmála hjá NetHope felst í að mæta fyrstur á svæðið þar sem hörmungar geisa. Frá því í haust hefur hann barist við útbreiðslu ebólu og er útnefndur maður ársins hjá Time fyrir framlag sitt. Innlent 20. desember 2014 09:00
Ódýr aðgerð og skilar fljótt miklu Ísland sótti það fast á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir nokkrum árum að endurheimt votlendis væri tæk aðgerð til að standa við skuldbindingar í loftslagsmálum. Hér heima ríkti þögn um málið þó fjölmörg rök stæðu til annars. Málið virðist loks komið á dagskrá löggjafans. Innlent 18. desember 2014 10:29
Samkomulagi náð á framlengdum fundi Fulltrúar 194 þjóða funduðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Líma í Perú. Illa gekk að komast að niðurstöðu og dróst fundarhald um tvo daga. Erlent 15. desember 2014 08:00
Losar 226% meira en iðnaður og samgöngur samtals Rök fyrir stóraukinni endurheimt votlendis sem ræst hefur verið fram á Íslandi er gríðarleg losun gróðurhúsalofttegunda frá uppþurru landinu. Losun framræsts lands hér er metin 7,74 milljónir tonna CO2-ígilda. Innlent 13. desember 2014 10:45
Grófum 33.000 kílómetra af skurðum en landið illa nýtt Hátt í helmingur alls votlendis á Íslandi hefur verið ræstur fram. Verulegur hluti þess lands er ekki nýttur. Þetta inngrip í náttúruna hefur víðtæk áhrif á hana og endurheimt lands er talin aðkallandi umhverfismál. Innlent 11. desember 2014 09:00
Ætlar að verða hlýjasta árið Árið 2014 virðist ætla að verða hlýjasta ár sögunnar, samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá Alþjóðaveðurstofnuninni sem kynntar voru á loftslagsráðstefnunni í Líma í gær. Erlent 4. desember 2014 07:00
Græða þarf upp yfir milljón hektara lands Hagstætt veðurfar undanfarinna ára ræður því að jarðvegseyðingu er haldið í skefjum. Vinna við endurheimt gróðurlendis er hins vegar í mýflugumynd. Yfir milljón hektara lands utan hálendisins þarf að klæða að nýju. Innlent 3. desember 2014 07:00
Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Japönsk stjórnvöld notuðu einn milljarð dala, sem þeir höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að verja í baráttuna gegn hlýnun jarðar, til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Skýrar reglur virðist vanta um meðferð fjárins. Erlent 2. desember 2014 07:00
Hleypur Kjöl fyrir umhverfismál Vill vekja athygli á hlýnun jarðar og safna skólastyrkjum. Lífið 24. nóvember 2014 10:30
Plastpokar eru umhverfisvænstu umbúðirnar Þær fréttir bárust frá Sauðárkróki, að kjarnakonum þar í bæ hefði tekist að minnka notkun plastpoka og stefna nú á plastpokalausan bæ. Það væri gott, ef allir væru jafn meðvitaðir um verndun umhverfisins og konurnar á Króknum Skoðun 13. nóvember 2014 07:00
Ís, list og mannleg tilvera Listin er lykillinn og vísindin eru áhaldið sem tryggja munu mannkyni undursamlega framtíð hér á jörð. Skoðun 5. nóvember 2014 11:22
Telur olíuvinnslu á Drekasvæðinu ekki áhættunnar virði Stephen Macko, jarðefnafræðingur og prófessor við Virginíu-háskóla í Bandaríkjunum, spyr hvort Íslendingar séu tilbúnir að taka þá áhættu sem óhjákvæmilega felst í olíuvinnslu. Viðskipti innlent 5. nóvember 2014 10:21
Mannkynið er að falla á tíma vegna loftslagsvandans Mannkynið er að falla á tíma til að afstýra víðtækum og óafturkræfum breytingum á loftslagi heimsins vegna kolefnisútblásturs. Draga verður kerfisbundið úr notkun jarðefnaeldsneytis og hætta því alfarið fyrir næstu aldamót. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Innlent 2. nóvember 2014 21:09
Náttúruverndarsamtökin: Ræða Sigmundar markar stefnubreytingu Forsætisráðherra sagði Ísland stefna að framtíð án jarðefnaeldsneytis í ræðu sinni á loftslagsfundi SÞ. Innlent 23. september 2014 17:32
Góð mæting í kröfugöngu þrátt fyrir slæmt veður Loftslagsganga Reykjavíkur var haldin í gær. Innlent 22. september 2014 07:00
Krefjast þess að Ísland víki frá stóriðjustefnu sinni Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Kárastíg klukkan 14 í dag og niður á Austurvöll þar sem kröfufundur verður haldinn. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, People's Climate March. Innlent 21. september 2014 11:20
Hættu að henda peningum í ruslið Íslendingar henda mat fyrir 30 milljarða á hverju ári. Heilsuvísir 7. ágúst 2014 11:00
Júnímánuður sá heitasti sem mælst hefur Samkvæmt niðurstöðum Haf- og loftslagsrannsóknastofnun Bandaríkjanna var nýliðinn júnímánuður sá hlýjasti á jörðinni frá því mælingar hófust. Erlent 22. júlí 2014 16:10
Landgræðsla hluti nýrra þróunarmarkmiða "Það er mikilvægt að landgræðslumál fái aukinn sess í þróunarstarfi til þess að koma í veg fyrir afleidd vandamál á borð við matvælaskort, meiriháttar fólksflutninga og átök sem geta orðið vegna landeyðingar og þurrks.“ Innlent 10. júlí 2014 07:00
Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. Innlent 1. júlí 2014 21:42
Býður stórfé takist að sanna að hlýnun jarðar sé ekki af mannavöldum Eðlisfræðiprófssorinn Christopher Keating er kominn með nóg af þeim sem efast um hlýnun jarðar sé mannanna verk. Erlent 26. júní 2014 14:32
Þriðjungs samdráttur fyrir 2020 Á næstu sex árum er Íslendingum gert að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um þriðjung, að undanskilinni stóriðjulosun, en hún tilheyrir kolefnismarkaði Evrópuþjóða. Innlent 21. júní 2014 19:43
Mikil aukning vindorku í Noregi Augu manna hafa verið að opnast fyrir því að í vindinum gæti falist auðlind sem nýta má á hagkvæman hátt til raforkuvinnslu. Landsvirkjun hefur bent á að vindorka gæti orðið þriðja stoðin í raforkuframleiðslu landsmanna og tilraunir á Hafinu ofan Búrfells lofa góðu. Skoðun 16. júní 2014 07:00
„Súrnun sjávar ógnar efnahag Íslands“ Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent frá sér ályktun varðandi súrnun sjávar. Innlent 12. júní 2014 11:38
Um loftslagsbreytingar Ísinn á suðurpólnum hefur ekki mælst meiri í 30 ár.(1,2) Í ágúst á síðasta ári var ísþekjan á norðurpólnum 29% stærri en í ágúst árið 2012. Samfelld ísþekjan sem þakti norðurpólinn þá svaraði til meira en helmingsins af stærð Evrópu. Skoðun 11. júní 2014 07:00
Þessi dásamlega pláneta Manneskju sem hefur ævinlega lifað við hestaheilsu er kannski eðlilegt að taka þessari heilsu eins og sjálfsögðum hlut, líkt og sólinni sem kemur upp í austri dag hvern. En ekkert í þessu lífi er sjálfsagt eða sjálfgefið. Skoðun 2. maí 2014 08:52
Nýjar höfuðstöðvar Apple nota eingöngu endurnýjanlega orku Húsið er hringlaga og er hannað sérstaklega með umhverfisvernd í huga. Viðskipti erlent 22. apríl 2014 12:43