Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Fjórir greindust innanlands

Fjórir greindust með kórónuveiruna sem veldur Covid-19 innanlands í gær og greindust þeir allir hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Geðheilsa og Covid-19

Það var mikið rætt um Covid-19 í tengslum við geðheilsu fyrr í vetur þegar faraldurinn stóð sem hæst hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Skapsmunir

Það er ekki til vinsælda fallið að gagnrýna Kára Stefánsson. Síst af öllu að atyrða hann fyrir að láta skapsmuni ráða við örlagaríkar ákvarðanir. Enda er Kári vinsæll og veit af því og minnir okkur reglulega á hvað Íslensk erfðagreining hefur varið mörgum milljörðum króna í viðbrögð við kórónuveirunni.

Skoðun
Fréttamynd

Andstæðingar Víkings í sóttkví

Olimpija Lju­blj­ana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Rannsaka langvarandi afleiðingar af Covid-19

Vísbendingar eru um að einn af hverjum fjórum sem fá Covid-19 stríði við langvarandi veikindi. Íslenskir covid-sjúklingar hafa verið beðnir að taka þátt í rannsókn á áhrifum sjúkdómsins

Innlent
Fréttamynd

Vísindamenn segja erfitt að treysta bóluefni Rússa

Vísindamenn eru sumir hverjir undrandi yfir tilkynningu Vladimírs Pútín Rússlandsforseta um það að heilbrigðisyfirvöld í landinu hafi lagt blessun sína yfir bóluefni gegn kórónuveirunni sem þróað var í Rússlandi.

Erlent
Fréttamynd

Búið að af­lýsa Akur­eyrar­vöku

Það verður engin Akureyrarvaka í ár. Er það ákvörðun Akureyrarbæjar að aflýsa Akureyrarvöku sem að þessu sinni var fyrirhuguð á afmæli bæjarins þann 29. ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Svona var 101. upplýsingafundur almannavarna

Boðað hefur verið til upplýsingafundar í dag vegna kórónuveirufaraldursins. Fundurinn hefst klukkan 14.03 og verður hann í beinni útsendingu á Vísi, sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og á Bylgjunni.

Innlent