Fögnuður Vals og Leiknis ekki á borð aganefndar Framkvæmdastjóri KSÍ mun ekki vísa meintum brotum Vals- og Leiknismanna á sóttvarnareglum til aga- og úrskurðanefndar sambandsins. Íslenski boltinn 4. nóvember 2020 09:31
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. Innlent 4. nóvember 2020 08:39
Íslandsvinur framkvæmdi fágæta lungnaígræðslu á Covid-sjúklingi Einn skurðlækna, sem framkvæmdi fyrstu lungnaígræðslu sem gerð hefur verið á Covid-sjúklingi í Svíþjóð, er mikill „Íslandsvinur“ og hefur síðustu viku starfað á Landspítala við skurðaðgerðir. Innlent 3. nóvember 2020 21:00
Þakklát fyrir að mega mæta í skólann og gríman því lítið tiltökumál Nemendur í Réttarholtsskóla kippa sér lítið upp við að þurfa að bera grímu alla daginn. Þau eru fegin að fá að mæta í skólann. Innlent 3. nóvember 2020 20:20
Margt þarf að ganga upp til að greiðslur berist fyrir mánaðarmót Stefnt er að því að samþykkja frumvarp um tekjufallsstyrki fyrir lok vikunnar. Úrræðið hefur verið útvíkkað verulega. Veitingamenn óttast gjaldþrot í greininni og segja vanta meiri fyrirsjáanleika í aðgerðir stjórnvalda. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 19:31
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. Innlent 3. nóvember 2020 18:16
Finnst furðulegt að Víðir leggi mat á faraldurinn í fjölmiðlum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gerir athugasemdir við að Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum hafi sagt við fjölmiðla í dag að tölur yfir smit gærdagsins gætu verið vísbending um að byrjað sé að hægja á faraldrinum. Innlent 3. nóvember 2020 17:09
Eiga ekki að leika við aðra en bekkjarfélaga Embætti landlæknis og Almannavarnir minna forráðamenn barna á að draga úr tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þeim hertu aðgerðum sem eru í gangi í skólum og íþróttafélögum. Innlent 3. nóvember 2020 16:01
45 ábendingar til meðferðar vegna grímulausra vagnstjóra Alls hafa 45 ábendingar sem borist hafa Strætó um að bílstjórar vagna á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki með grímur eða noti þær ekki rétt, verið teknar til meðferðar frá því að grímuskylda var tekin upp í strætisvögnum 5. október síðastliðinn. Innlent 3. nóvember 2020 15:16
Átta smitaðir í hópsýkingu í Hvassaleiti Átta hafa greinst með Covid-19 í hópsýkingu sem kom upp í íbúðum fyrir eldri borgara í Hvassaleiti í síðustu viku. Tekin verða sýni hjá öllum íbúum á morgun. Innlent 3. nóvember 2020 15:11
Ósvífni Ég hélt ég yrði ekki eldri þegar ég sá svellkalt dæmi um ósvífni íslenskra viðskiptavina í gær. Fréttamiðlar hér og hvar hafa sagt okkur sögur af ógeðfelldum lýð sem eys úr skálum reiðinnar yfir saklaust afgreiðslufólk út af reglum stjórnvalda. Ekki hélt ég að við fengjum dæmi um svoleiðis í beinni útsendingu. Skoðun 3. nóvember 2020 14:00
Vísað út eftir að hafa neitað að bera grímu Starfsmenn Nexus í Glæsibæ þurftu á laugardaginn að neita viðskiptavini um inngöngu vegna annars en óláta, ölvunar eða vímu eða þá fyrri stuldar í fyrsta sinn í 28 ár. Viðskipti innlent 3. nóvember 2020 13:34
Tugir í sóttkví eftir smit í skammtímavistun fyrir fatlaða á Akureyri Starfsmaður í skammtíma- og frístundaþjónustu fyrir fatlaða á Akureyri hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi starfaði í Þórunnarstræti 99 og hefur starfsemi þar verið lögð af á meðan smitrakning fer fram. Innlent 3. nóvember 2020 13:17
Forseti Hæstaréttar með meiðyrðamál fyrir réttinum Jón Steinar Gunnlaugsson segir mál Benedikts Bogasonar á hendur sér setja dómstóla landsins í uppnám Innlent 3. nóvember 2020 12:43
34 einstaklingar sektaðir vegna brota á reglum um sóttkví Mál 34 einstaklinga eru komin í sektarmeðferð vegna brota á reglum um sóttkví. Þá er mál eins einstaklings komið í sektarmeðferð vegna brota á reglum um einangrun. Innlent 3. nóvember 2020 12:37
Fyrsta vísbending um að það sé að hægjast á faraldrinum Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir marktæka breytingu á þeim fjölda sem greindist með kórónuveiruna í gær miðað við fjöldann sem greindist fyrir helgi. Innlent 3. nóvember 2020 11:31
Umfangsmeiri tekjufallsstyrkir ættu að verða að lögum fyrir lok vikunnar Frumvörp um tekjufalls- og lokunarstyrki voru afgreidd úr efnahags- og viðskiptanefnd í morgun með einróma samþykki. Innlent 3. nóvember 2020 11:23
27 greindust með kórónuveiruna í gær Alls greindust 27 með kórónuveiruna í gær. Rúmlega sextíu prósent af þeim sem greindust voru í sóttkví. Innlent 3. nóvember 2020 11:00
Sautjánda andlátið vegna Covid-19 Einn sjúklingur lést á síðasta sólarhring á Landspítala vegna Covid-19. Innlent 3. nóvember 2020 09:50
Ók á móti umferð á Laugavegi og átti að vera í einangrun Maðurinn má eiga von á sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög. Innlent 3. nóvember 2020 07:40
Covidþreytan í vinnunni og góð ráð Fjögur einkenni Covidþreytu sem þú mögulega upplifir að sé að hafa áhrif á þig í vinnunni og nokkur góð ráð. Atvinnulíf 3. nóvember 2020 07:01
Hátt í 10% íbúa Dalvíkurbyggðar í sóttkví: „Okkur tekst að sigrast á þessu eins og öðru“ Öll leikskólabörn og starfsfólk leikskólans Krílakots á Dalvík eru í sóttkví eftir að fimm starfsmenn leikskólans greindust með covid-19. Alls eru nú 178 í sóttkví í Dalvíkurbyggð sem nemur hátt í 10% íbúa sveitarfélagsins. Innlent 2. nóvember 2020 23:31
Kendall Jenner gagnrýnd fyrir hundrað gesta hrekkjavökupartý Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum í dag fyrir að halda upp á afmælið sitt í miðjum heimsfaraldri. Afmælisveisla Jenner var með hrekkjavökuþema og samkvæmt People.com voru um hundrað gestir í veislunni. Lífið 2. nóvember 2020 23:19
Þurftu að yfirbuga ógnandi ökumann sem sagðist smitaður af kórónuveirunni Lögregla stöðvaði ökumann í Hafnarfirði klukkan 15:30 í dag vegna gruns um ölvunarakstur. Innlent 2. nóvember 2020 19:18
Heimilismaður smitaðist á hjúkrunarheimilinu Mörk Að höfðu samráði við smitsjúkdómalækna hefur viðkomandi verið lagður inn á Landspítala og viðbúnaðarstig virkjað á hjúkrunarheimilinu. Innlent 2. nóvember 2020 18:47
Ekki útilokað að gripið verði fyrr til harðra aðgerða Víðir Reynisson segir ekki útilokað að gripið verði til harðra aðgerða strax ef smitum fer aftur að fjölga í kjölfar tilslakana. Innlent 2. nóvember 2020 18:38
„Rektu Fauci, rektu Fauci“ kölluðu stuðningsmenn Trump Donald Trump Bandaríkjaforseti gaf í skyn á kosningafundi með stuðningsmönnum sínum í Flórída að hann hygðist reka Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðing Bandaríkjastjórnar. Erlent 2. nóvember 2020 18:09
Biður presta að bjóða skólunum húsnæði kirkjunnar Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, hvetur presta og sóknarnefndir landsins til að bjóða fram aðstoð kirkjunnar á þessum fordæmalausu tímum verði það til að koma að lausn þess vanda sem blasir við skólastjórnendum og skólastarfi. Innlent 2. nóvember 2020 17:07
Hvetur ríki til að auka ríkisútgjöld í Covid-kreppunni Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti í dag stærstu hagkerfi heims til þess að auka ríkisútgjöld til þess að vegna upp á móti efnahagssamdrætti vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Dragi ríkin saman seglin nú gæti það valdið enn meiri efnahagslegum hörmungum. Viðskipti erlent 2. nóvember 2020 16:25
Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. Innlent 2. nóvember 2020 16:16