Milljónamarkaður ferðaþjónustunnar - keyrum þetta í gang Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. Skoðun 22. febrúar 2021 12:00
Enn að jafna sig á Covid-19 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist enn vera að jafna sig á Covid-19 sjúkdómnum sem hann fékk seinni hluta nóvember. Hann segist ekki óska neinum að smitast af kórónuveirunni. Innlent 22. febrúar 2021 11:41
Opnar á að áhorfendur mæti á leiki hér á landi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að áhorfendur verði innan tíðar leyfðir á íþróttaleikjum hér á landi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Sport 22. febrúar 2021 11:35
Enginn greindist innanlands í gær Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist með veiruna á landamærum og niðurstöðu mótefnamælingar beðið. Innlent 22. febrúar 2021 10:38
Svona var 164. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Fundurinn fer fram í húsakynnum almannavarnadeildar í Katrínartúni. Innlent 22. febrúar 2021 10:01
Þórólfur skilaði tveimur minnisblöðum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilaði í gær tveimur minnisblöðum til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, varðandi aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 22. febrúar 2021 08:04
Óumdeilt mikilvægi menningar í heimsfaraldri Öll höfum við þurft að fara á mis við eitthvað í ástandinu sem hefur einkennt líf heimsbyggðarinnar allrar undanfarið rúmt ár af völdum heimsfaraldurs Covid-19. Skoðun 22. febrúar 2021 07:30
Ósætti eftir að borgarstjóri Lyon tók út kjötmáltíðir í skólum Grégory Doucet, borgarstjóri frönsku borgarinnar Lyon, ákvað að ekkert kjöt yrði á matseðli skóla í borginni til þess að einfalda matarþjónustu skóla vegna kórónuveirufaraldursins. Fiskur og egg er þó áfram hluti af skólamáltíðum, en ákvörðunin hefur farið öfugt ofan nokkra ráðamenn. Erlent 21. febrúar 2021 20:49
Minnisblaðið komið til ráðherra Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað með tillögum að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Innlent 21. febrúar 2021 17:48
Hálf milljón punkta á forsíðunni, einn fyrir hvert tapað líf Hátt í hálf milljón hefur látið lífið í Bandaríkjunum af völdum covid-19 frá því við upphaf faraldursins þar í landi. Stórblaðið New York Times birti af þessu tilefni hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni, sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum sjúkdómsins í landinu. Erlent 21. febrúar 2021 17:45
„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. Innlent 21. febrúar 2021 16:07
Tillögur enn í mótun en býst við að afhenda ráðherra minnisblað í dag Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir stefnir að því að senda Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra endanlegt minnisblað í dag þar sem hann mun gera tillögur að næstu afléttingum takmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Innlent 21. febrúar 2021 15:25
Ísraelar byrja að opna hagkerfið og búið að bólusetja þriðjung þjóðarinnar Ráðamenn í Ísrael felldu í dag niður stóran hluta aðgerða sem ætlað hefur verið að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Fyrirtæki voru opnuð í massavís en búið er að bólusetja rúman þriðjung þjóðarinnar eða um þrjár milljónir manna. Erlent 21. febrúar 2021 14:59
Slökkviliðsmenn féllust í faðma á vaktaskiptum eftir marga mánuði í sundur Tímamót urðu hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í gær þegar útkallslið slökkviliðsins varð að einum sóttvarnahóp á nýjan leik. Í marga mánuði hafa vaktaskipti hjá slökkviliðinu farið fram með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins þar sem gætt var að því að vaktir hittust ekki. Innlent 21. febrúar 2021 12:20
Von á tilslökunum á næstu dögum Heilbrigðisráðherra býst við að fá drög að næstu sóttvarnaraðgerðum frá sóttvarnarlækni í dag. Hún gerir ráð fyrir talsverðum tilslökunum. Ekki er búið að ákveða hvort íslenskir ríkisborgarar sem koma til landsins án neikvæðs PCR-prófs verði sektaðir. Innlent 21. febrúar 2021 11:58
Einn greindist smitaður í sóttkví Einn greindist smitaður af Covid-19 innanlands í gær en viðkomandi var í sóttkví. Ekkert smit greindist á landamærunum. Innlent 21. febrúar 2021 11:29
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. Atvinnulíf 21. febrúar 2021 08:01
Öllum fullorðnum verði boðin bólusetning fyrir 31. júlí Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur lofað því að öllum fullorðnum einstaklingum í Bretlandi standi til boða að láta bólusetja sig fyrir 31. júlí næstkomandi. Hann vill hraða bólusetningum svo hægt sé að grípa til frekari tilslakana. Erlent 20. febrúar 2021 23:45
Mótmæltu fyrirhuguðum bólusetningum Mótmælendur komu saman í borgum víða um Ástralíu í dag og mótmæltu bólusetningum gegn Covid-19, en stefnt er að því að hefja bólusetningar á mánudag með bóluefni Pfizer. Mótmælin voru að mestu friðsæl en nokkrir voru þó handteknir í Melbourne samkvæmt staðarmiðlum. Erlent 20. febrúar 2021 23:19
Talsverður gangur í sölu á flugi til Tenerife Flugsæti eru að seljast upp í ferðir til Tenerife nú um páskana. Harðar aðgerðir á borð við skimanir, sóttkví og neikvætt próf gegn Covid19 virðist lítil áhrif hafa haft á bókanir, segir Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita. Innlent 20. febrúar 2021 20:01
Enginn greindist innanlands og einn á landamærunum Enginn greindist smitaður af Covid-19 hér innanlands í gær og einn greindist á landamærunum. Innlent 20. febrúar 2021 11:10
Úr penna hjúkrunarfræðings Nú í febrúar markar ár frá því að Covid-19 veiran skall á Ísland. Faraldurinn hefur tekið sinn toll og markað sín spor á þjóðina sem og heimsbyggðina alla. Eins átakanlegt og árið hefur verið fyrir land og þjóð þá má einnig draga lærdóm af því sem á undan er gengið. Skoðun 20. febrúar 2021 09:00
Reyndu að fá bólusetningu í dulargervi eldri kvenna Tveimur konum í Flórída-ríki í Bandaríkjunum var vísað frá bólusetningu á miðvikudag eftir að í ljós kom að þær voru ekki eldri borgarar. Konurnar höfðu reynt að klæða sig upp sem eldri konur og voru með sólgleraugu, hanska og silkihúfur. Erlent 19. febrúar 2021 22:03
Sektirnar verði alltaf hærri en kostnaður við að útvega sér vottorð Frá og með deginum í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands að framvísa neikvæðri niðurstöðu úr PCR-prófi við komuna ásamt því að fara í tvöfalda skimun. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli, segir vinnuna tímafreka en dagurinn í dag hafi gengið vel. Innlent 19. febrúar 2021 19:23
Elsti hópurinn boðaður í seinni bólusetningu Allir þeir sem eru níutíu ára og eldri eru boðaðir til seinni bólusetningar gegn kórónuveirunni á þriðjudag. Þeir sem misstu af fyrri bólusetningunni geta einnig mætt til að fá hana. Innlent 19. febrúar 2021 19:21
Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Erlent 19. febrúar 2021 16:18
Loka öllum skólum í Kolding og senda alla eldri en tólf ára í skimun Ríkisstjórn Danmerkur hefur fyrirskipað að loka skuli öllum skólum og stofnunum í bænum Kolding á Jótlandi eftir að mikill fjöldi fólks hefur greinst með kórónuveiruna síðustu daga. Erlent 19. febrúar 2021 14:56
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Sá sem greindist var í sóttkví við greiningu. Smitið er það fyrsta sem greinist hér á landi í eina viku. Innlent 19. febrúar 2021 10:36
Fleiri mega fara á skíði og veitingasala heimiluð Embætti landlæknis og sóttvarnalæknir hafa gefið út nýjar reglur á skíðasvæðum landsins sem taka gildi í dag. Nú mega skíðasvæðin taka við 50 prósent af móttökugetu svæðisins en leyfilegt hlutfall var áður 25 prósent. Innlent 19. febrúar 2021 10:23
Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. Innlent 19. febrúar 2021 07:58