Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Ísak: Mér er drullusama hvað Höttur gerir

Það þurfti tvær framlengingar til að skera úr um hvort Valur eða ÍR myndi vinna leik þeirra í 20. umferð Subway deildar karla í körfuknattleik sem fram fór á Hlíðarenda fyrr í kvöld. Ísak Máni Wium, þjálfari ÍR, kvaðst vera stoltur af liði sínu í kvöld og að sínir menn ætluðu að vinna síðustu tvo leiki sína til að halda sér upp. Valur vann leikinn 102-97 og ÍR þarf á þessum tveimur sigurleikjum að halda til að halda sér uppi.

Körfubolti
Fréttamynd

„Liðs­heildin varnar­lega var það sem skaraði fram úr“

Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur í Subway-deild kvenna í körfubolta, var ekki beinlínis brosandi út að eyrum en augljóslega ánægður með sigur síns liðs gegn Val, 70-55, í toppslag deildarinnar fyrr í kvöld. Í viðtali við fréttamann Vísis eftir leik lýsti hann fyrst yfir ánægju með varnarleik síns liðs.

Körfubolti
Fréttamynd

Okla­homa að valda Lakers og Dallas vand­ræðum

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks lagði Kevin Durant-laust lið Phoenix Suns nokkuð þægilega. Los Angeles Lakers sneri aftur á sigurbraut og þá vann Oklahoma City Thunder góðan endurkomusigur á Brooklyn Nets. Sá sigur lagði stein í götu Dallas Mavericks sem og Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Topp­liðið þarf að sigra Vals­grýluna

Keflavík og Valur, topplið Subway-deildar kvenna í körfubolta,. Keflavík trónir sem stendur á toppi deildarinnar með 21 sigur og aðeins þrjú töp. Þar á eftir koma Valskonur með 20 sigra og fjögur töp. Það sem er einkar athyglisvert við þessa tölfræði er að tvö af þremur töpum Keflavíkur hafa komið gegn Val.

Körfubolti
Fréttamynd

Forsetinn fagnaði með Álftnesingum: „Nú er um að gera að njóta“

„Þetta er mikið afrek fyrir ekki stærra sveitarfélag leyfi ég mér að segja þótt að við auðvitað tilheyrum nú Garðabæ við Álftnesingar,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og stuðningsmaður Álftaness, eftir að liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögunni fyrr í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

„Hann elskar Krýsuvíkurleiðina“

Sigtryggur Arnar Björnsson átti frábæran leik með Tindastól í sigri í spennuleik á móti Haukum í síðustu umferð Subway deildar karla í körfubolta. Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu landsliðsmannsins.

Körfubolti