Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Um­fjöllun: Rúmenía - Ís­land 82-70 | Kaflaskiptur tapleikur þegar Helena bætti leikjametið

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætti Rúmeníu ytra í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2025. Íslenska liðið byrjaði mjög vel og lék fantagóðan varnarleik lengst af leik en sóknarleikurinn vildi ekki fylgja með og úr því varð að Ísland tapaði með 12 stiga mun í Constanta. Helena Sverrisdóttir bætti leikjametið fyrir íslenska landsliðið og skoraði fjögur stig í 80. landsleik sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Kjartan Atli feginn: „Ég læri af þessu“

„Þetta hafðist. Þetta voru frábærir þrír leikhlutar en svo stífleiki í fjórða,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, eftir nauman sjö stiga sigur gegn Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 86-79. Hann var sýnilega feginn að hafa landað sigrinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Er­lendu leik­menn Grinda­víkur vel upp­lýstir: „Nóttin var ekkert eðli­leg“

Ólafur Ólafs­­son, fyrir­­liði Grinda­víkur í körfu­­boltanum, segir vel haldið utan um er­­lendu leik­­mennina í liðinu sem eru flestir að finna fyrir al­­menni­­legri jarð­­skjálfta­­virkni í fyrsta sinn á ævinni þessa dagana. Órói hefur gert vart um sig á svæðinu en Ólafur sjálfur er ró­­legur yfir stöðunni og svaf hann af sér skjálfta næturinnar.

Körfubolti
Fréttamynd

„Sér­­­stakt að vera allt í einu kippt út úr þessu“

Dag­ný Lísa Davíðs­dóttir var árið 2022 valin besti leik­­maður efstu deildar kvenna í körfu­­bolta og var hún á sama tíma reglu­­legur hluti af ís­­lenska lands­liðinu. Undir lok ársins 2022 meiddist hún hins vegar í leik með Fjölni. Meiðslin hafa haldið henni fjarri körfu­­bolta­vellinum og ó­­víst er hve­­nær hún snýr aftur.

Körfubolti