„Samkvæmt óupplýstu, fáfróðu og groddalegu fólki þá geta konur ekki unnið“ Nikki Spoelstra, fyrrverandi eiginkona Erik Spoelstra – þjálfara Miami Heat í NBA-deildinni í körfubolta, hefur tjáð sig um orðróma þess efnis að hún hafi „klúðrað“ skilnaðinum en Erik fékk nýjan samning hjá Heat upp á mörg hundruð milljónir að skilnaðurinn var staðfestur. Körfubolti 12. janúar 2024 07:00
„Síðasta mínútan var svolítið grindvísk“ Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var afar sáttur með sigur Suðurnesjaliðsins gegn Álftanesi í kvöld. Úrslitin réðust undir lokin eftir að gestirnir höfðu leitt lengst af. Körfubolti 11. janúar 2024 22:16
„Það er ekki óheiðarlegt að tala við vini sína“ Haukar heimsóttu toppbaráttulið Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þegar 14.umferð Subway deilda karla hélt áfram göngu sinni í kvöld. Haukar freistuðu þess að komast á sigurbraut og reyna rífa sig aðeins frá botnbaráttunni. Byrjuðu þeir leikinn vel og sýndu viðbrögð sem Maté Dalmay þjálfari Hauka vonaðist til að sjá fyrir leik. Körfubolti 11. janúar 2024 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Hamar - Valur 89-111 | Fimmti sigur Vals í röð Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Þetta var fimmti sigur Vals í röð sem er á toppnum í Subway deildinni. Körfubolti 11. janúar 2024 21:56
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Álftanes 87-84 | Dramatískur endir í Smáranum Grindvík vann sannkallaðan seiglusigur gegn Álftanes í Subway-deildinni í kvöld. Gestirnir leiddu nær allan tímann en Grindvíkingar náðu sigrinum undir lokin. Körfubolti 11. janúar 2024 21:56
„Ætluðum að kvitta fyrir hlutina sóknarlega í stað þess að spila vörn“ Valur vann 22 stiga útisigur gegn Hamri 89-111. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var ánægður með sóknarleikinn en fannst ýmislegt vanta upp á í varnarleiknum. Sport 11. janúar 2024 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 81-77 | Hafnfirðingar í hörku botnbaráttu eftir enn eitt tapið Njarðvík lagði Hauka með fjögurra stiga mun í Subway-deild karla í körfubolta. Um er að ræða fjórða tap Hauka í röð sem eru í bullandi fallbaráttu um þessar mundir. Njarðvík er aftur á móti í fínum málum í 2. til 3. sæti deildarinnar. Körfubolti 11. janúar 2024 21:05
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Höttur 78-86 | Óþarflega naumur sigur gestanna Höttur vann átta stiga sigur gegn Breiðablik í 13. umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 78-86. Sigurinn var óþarflega naumur, því Hattarmenn leiddu með 27 stiga mun fyrir lokaleikhlutann. Körfubolti 11. janúar 2024 20:18
„Héldum að við værum of kúl til að klára þetta á fullu“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var hóflega sáttur með sigur sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld. Körfubolti 11. janúar 2024 19:52
„Hún var eins og sprengja inn á vellinum“ Elísabet Thelma Róbertsdóttir átti frábæra innkomu í Íslandsmeistaralið Vals í Subway deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðið kom til baka með frábærum lokaleikhluta og vann langþráðan sigur. Körfubolti 11. janúar 2024 16:30
David Okeke fór ekki í hjartastopp á Króknum David Okeke er byrjaður að spila aftur með Haukum í Subway deild karla í körfubolta en meint hjartastopp hans á Sauðárkróki hans í nóvember var hvorki það né hjartaáfall. Nú vitum við meira hvað gerðist hjá miðherjanum öfluga í þessum leik. Körfubolti 11. janúar 2024 12:30
Haukar segja sína hlið á laugardagsfundinum með Everage Everage Lee Richardson er og verður áfram leikmaður Breiðabliks. Haukar hafa lokað málinu enda leikmaðurinn á samningi hjá Breiðabliki. Haukar sýndu honum áhuga og ræddu við hann en segjast þá hafa fengið þær upplýsingar að hann væri að laus hjá Breiðabliki. Svo var hins vegar ekki. Körfubolti 11. janúar 2024 11:01
Hjalti: Gott að finna gleði og ánægju aftur Valur komst aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var ánægður með sigurinn. Sport 10. janúar 2024 21:35
Martin snýr aftur til Berlínar Martin Hermannsson hefur í sameiningu við Valencia rift samningi sínum við félagið og gengið aftur til liðs við Alba Berlin. Hann skrifar undir samning sem gildir út tímabilið 2025–26. Körfubolti 10. janúar 2024 21:23
Jaka: Liðsheildin okkar skilaði þessu Jaka Brodnik var að vonum kampakátur með sigur sinna manna og gerði liðsheild Keflvíkinga að umtalsefni í viðtalinu við blaðamann Vísis. Keflvíkingar unnu leikinn með 13 stigum, 99-86, en Stólarnir leiddu lungan úr leiknum. Jaka skoraði 12 stig og þar af 10 í seinni hálfleik. Körfubolti 10. janúar 2024 21:21
Umfjöllun, viðtöl og myndir : Fjölnir - Valur 75-80 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Vals komust aftur á sigurbraut eftir fimm stiga útisigur gegn Fjölni 75-80. Valur hafði tapað fjórum leikjum í röð og sigurinn var afar kærkominn. Körfubolti 10. janúar 2024 20:55
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 99-86 | Keflavík sneri taflinu við í seinni og vann Keflvíkingar náðu að snúa við taflinu í sigurleik sínum gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í Sláturhúsinu í kvöld. Stólarnir frusu við jörðina sóknarlega í fjórða leikhluta og heimamenn gengu á lagið og náðu í sigurinn. Lokatölur 99-86 og Keflvíkingar komnir upp að hlið Valsmanna sem spila á morgun. Körfubolti 10. janúar 2024 18:31
Hitti hálfleiksskotinu og græddi milljónir Einn heppinn aðdáandi á leik Los Angeles Lakers gegn Toronto Raptors var í hálfleik valinn til þess að skjóta í körfuna frá miðjum vellinum. Hann gerði sér lítið fyrir, hitti skotinu og labbaði út hundrað þúsund dollurum ríkari, andvirði þess er um 13,7 milljónir íslenskra króna. Körfubolti 10. janúar 2024 17:31
Spoelstra fær nýjan átta ára risasamning Erik Spoelstra, þjálfari Miami, hefur komist að samkomulagi við NBA körfuboltafélagið um að framlengja samning sinn um átta ár. Körfubolti 10. janúar 2024 16:31
Biðlar til Draymonds Green að láta dómarana í friði Steve Kerr, þjálfari Golden State Warriors, hefur beðið Draymond Green vinsamlegast um að láta dómara NBA-deildarinnar í friði það sem eftir lifir tímabilsins. Körfubolti 10. janúar 2024 15:45
Ívar: Everage er ekki óánægður og ekki á förum frá Blikum Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, er ekki sáttur við umræðu um leikmann hans Everage Richardson í Körfuboltakvöldi Extra í gær og í framhaldinu síðan frétt um þá umræðu inn á Vísi í dag. Körfubolti 10. janúar 2024 12:32
Everage Richardson sagður vilja komast frá Breiðabliki til Hauka Framtíð körfuboltamannsins Everage Lee Richardson var til umræðu í gær í þættinum Subway Körfuboltakvöldi Extra en heimildarmenn þáttarins segja að þessi öflugi leikmaður vilji losna úr Smáranum. Körfubolti 10. janúar 2024 09:31
Hver byrjar, hver fer á bekkinn og hverjum er kastað út í sveit? Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru í skemmtilegan leik í síðasta þætti þar sem Stefán Árni Pálsson, stjórnandi þáttarins, gaf sérfræðingunum það verkefni að velja á milli leikmanna. Körfubolti 9. janúar 2024 23:30
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Haukar 86-83 | Rafmagnaðar lokamínútur í Smáranum Grindavík setti smá pressu á topplið Subway deildar kvenna með sigri á Haukum í Smáranum í kvöld í æsispennandi leik þar sem bæði lið áttu möguleika á sigrinum. Körfubolti 9. janúar 2024 23:26
„Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur“ Grindvíkingar spiluðu sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði í Subway-deild kvenna í kvöld þegar liðið tók á móti Haukum. Boðið var upp á ansi sveiflukenndan leik sem varð svo æsispennandi í lokin en það voru heimakonur sem reyndust sterkari á svellinu þegar á reyndi. Lokatölur í Smáranum 86-83. Körfubolti 9. janúar 2024 23:07
Góð byrjun nýliðanna dugði ekki til Keflavík vann góðan tuttugu stiga sigur er liðið heimsótti nýliða Snæfells í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, 67-87. Körfubolti 9. janúar 2024 21:21
Nýkominn til baka eftir langt bann en tímabilinu er nú lokið Aðeins þremur vikum eftir að hann sneri aftur eftir langt bann er tímabilinu lokið hjá Ja Morant, skærustu stjörnu Memphis Grizzlies í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 9. janúar 2024 15:30
Ánægður með ungu strákana í Njarðvík: „Fannst þeir hálfpartinn bera þetta uppi“ Ungu strákarnir í Njarðvíkurliðinu fengu mikið hrós í síðasta þætti Subway Körfuboltakvölds. Körfubolti 9. janúar 2024 14:30
Stjórn KKÍ úrskurðar að Danielle verði íslenskur leikmaður Danielle Rodriguez, leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna í körfubolta, er komin með íslenskan ríkisborgararétt en það var aftur á móti óvissa um það hvort hún væri áfram skráður erlendur leikmaður hjá KKÍ þar sem hún hóf tímabilið sem slíkur. Körfubolti 9. janúar 2024 09:16
Lögmál leiksins: „Hann er ekki framtíðin“ „Nei eða Já“ var á sínum stað í Lögmál leiksins í gærkvöld. Þar var farið yfir stöðu Jonathan Kuminga hjá Golden State Warriors, hvort Memphis Grizzlies komist í umspil, ekki lengur hægt að bera saman tölfræði fortíðar og nútíðar og að lokum Kevin Durant. Körfubolti 9. janúar 2024 07:00