Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Golden Sta­te NBA meistari árið 2022

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með 13 stiga mun í sjötta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildairnnar í nótt, lokatölur 103-90 Warriors í vil. Um var að ræða fjórða sigur Golden State sem er þar með orðið NBA meistari árið 2022.

Körfubolti
Fréttamynd

Dúsir í rúss­nesku fangelsi fram yfir mánaðamót

Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta.

Körfubolti
Fréttamynd

Stríðs­mennirnir einum sigri frá sigri í NBA deildinni

Golden State Warriors lagði Boston Celtics með tíu stiga mun í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta. Lokatölur í nótt 104-94 sem þýðir að Golden State er 3-2 yfir í einvíginu og aðeins einum sigri frá því að landa NBA meistaratitlinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ari tekur við ÍR

Ari Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari nýliða ÍR í Subway-deild kvenna í körfubolta. Ari tekur við af Kristjönu Eir Jónsdóttur sem hætti nýverið með liðið.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron vill eiga lið í Vegas

Það virðist sem LeBron James sé farinn að huga að því hvað hann geri þegar körfuboltaskórnir fara upp í hillu. Hann vill nefnilega eiga lið í NBA-deildinni og það á að vera staðsett í Las Vegas.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ef hann vill spila þá er hann meira en vel­kominn“

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Íslandsmeistara Vals í Subway-deild karla í körfubolta, býst ekki við því að Pavel Ermolinskij muni leika með liðinu á næstu leiktíð. Finnur Freyr tekur þó fram að Pavel, sem var aðstoðarþjálfari liðsins í vetur, sé velkomið að halda áfram óski hans þess.

Körfubolti
Fréttamynd

Seinagangur KR kostaði tæplega hálfa milljón

Öll lið hafa gengið frá skráningargjaldi til Körfuknattleikssambands Íslands fyrir þátttöku í deildum sambandsins í vetur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ staðfestir að KR var of seint að borga, sem kostaði Vesturbæinga skildinginn.

Körfubolti