„Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Keflavík tók á móti KR í 5. umferð Bónus deild karla í Blue höllinni í kvöld. Keflavík hafði fyrir leikinn í kvöld tapað þremur leikjum í röð en komust aftur á sigurbraut í kvöld með sex stiga sigri, 94-88. Körfubolti 1. nóvember 2024 21:54
Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Þór Þorlákshöfn lagði Hauka að velli 82-81 þegar liðin leiddu saman hesta sína í fimmtu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld. Þór Þorlákshöfn komst upp að hlið Njarðvík og Tindastóli með þessum sigri en Haukar eru ásamt ÍR án sigurs á botni deildarinnar. Körfubolti 1. nóvember 2024 20:48
Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs í NFL, vill eignast fleiri íþróttafélög. Núna er hann með augum á kvennakörfuboltaliði. Körfubolti 1. nóvember 2024 17:16
Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Slagsmál brutust út í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í kvöld. DeAndre Kane setti sig í hlutverk sáttamiðlara meðan sjúkraþjálfari Grindavíkur ýtti í leikmann Stjörnunnar. Körfubolti 31. október 2024 22:48
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Stjarnan vann Grindavík 104-98 í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Heimamenn hafa unnið alla fimm leikina í upphafi tímabils og sitja í efsta sæti Bónus deildar karla. Körfubolti 31. október 2024 22:34
Baldur: Yrði hissa ef minn sjúkraþjálfari myndi fara í svona baráttu Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Grindavík 104-98. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með sigurinn en þótti það ansi sérstakt að sjúkraþjálfari Grindavíkur hafi tekið þátt í slagsmálum sem brutust út meðal leikmanna. Sport 31. október 2024 22:11
Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. Körfubolti 31. október 2024 22:10
„Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Njarðvík tók á móti Val í 5. umferð Bónus deild karla í IceMar-höllinni í kvöld. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu en það voru heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur með sjö stigum í kvöld 101-94. Körfubolti 31. október 2024 21:56
„Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Ísak Wium þjálfari ÍR sagði lengsta góða kafla liðsins í vetur ekki hafa dugað gegn Álftnesingum í kvöld. ÍR tapaði sínum fimmta leik í röð eftir skelfilegan fjórða leikhluta. Körfubolti 31. október 2024 21:34
Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Álftanes vann sinn annan sigur í röð í Bónus-deild karla eftir 93-87 sigur á ÍR í Forsetahöllinni í kvöld. ÍR er enn án sigurs eftir fimm leiki í deildinni. Körfubolti 31. október 2024 20:58
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Njarðvík tók á móti Val í IceMar höllinni í kvöld þegar fimmta umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Bæði lið hafa verið á flottri siglingu í síðustu leikjum og var það Njarðvík sem hafði betur 101-94 í kvöld. Körfubolti 31. október 2024 18:31
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59. Körfubolti 31. október 2024 18:31
LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Bronny James, sonur LeBrons, er kominn á blað í NBA. Hann skoraði sín fyrstu stig í deildinni þegar Los Angeles Lakers tapaði fyrir gamla liði pabba hans, Cleveland Cavaliers, 134-110. Körfubolti 31. október 2024 15:45
Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna „Ég fann nafn og vil koma því út strax. Þetta er eitthvað að gerjast leikurinn,“ segir Pavel Ermolinskij um Gaz-leik kvöldsins, þar sem Valsmenn fá Njarðvíkinga í heimsókn á Hlíðarenda. Bæði liðin hafa verið að komast á skrið í síðustu umferðum. Körfubolti 31. október 2024 14:02
Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Það var hiti í fólki eftir dramatískan endi á leik Grindavíkur og Keflavíkur í Bónus-deild kvenna í körfubolta, og þjálfari Keflvíkinga kallaði „fuck off!“ að leikmanni Grindavíkur. Körfubolti 31. október 2024 13:30
Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Benedikt Guðmundsson hefur valið fimmtán leikmenn fyrir leikina við Slóvakíu og Rúmeníu í undankeppni Evrópumóts kvenna í körfubolta. Fimm leikmenn hafa gengið úr skaftinu frá síðasta leik í keppninni. Körfubolti 31. október 2024 12:03
Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Þór Akureyri lagði Tindastól með sjö stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur 102-95. Körfubolti 30. október 2024 23:00
Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Tinna Guðrún Alexandersdóttir, leikmaður Hauka, var ein af ástæðum þess að leikur Vals og Hauka í Bónus deild kvenna í körfuknattleik varð ekki spennandi nema í fyrsta leikhluta. Leikurinn endaði 69-84 fyrir Hauka sem eru einar á toppi deildarinnar. Körfubolti 30. október 2024 21:27
Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao Basket lentu ekki í teljandi vandræðum gegn Balkan Botevgrad frá Búlgaríu í Evrópubikar FIBA í körfubolta. Það sama verður ekki sagt um Elvar Má Friðriksson og félaga í gríska liðinu Maroussi. Körfubolti 30. október 2024 20:17
Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Haukar unnu sannfærandi sigur á Valskonum í Bónus deild kvenna fyrr í kvöld. Varnarleikur gestanna kæfðu nánast allar sóknaraðgerðir heimakvenna sem töpuðu alltaf meiri og meiri vilja eftir því sem leið á leikinn. Lokatölur 69-84 og Haukar verða einar á toppnum í landsleikjahléinu. Körfubolti 30. október 2024 18:31
Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Andri Geir Gunnarsson var gestur í Körfuboltakvöldi Extra á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. Hann er hvað þekktastur fyrir hlaðvarpið Steve Dagskrá sem hann heldur úti ásamt Vilhjálmi Hallssyni. Körfubolti 30. október 2024 11:32
Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Joe Mazzulla gerði Boston Celtics að NBA meisturum í sumar en hann vill sjá breytingar á reglum í leikjum NBA deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 30. október 2024 10:31
Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Alexis Morris, leikmaður Grindavíkur, var hetja liðsins þegar Grindavík lagði Keflavík í háspennuleik í Smáranum í kvöld. Morris Skoraði 34 stig og seinustu tvö stigin frá henni tryggðu sigurinn fyrir heimakonur í leiknum sem endaði 68-67. Körfubolti 29. október 2024 22:22
Dinkins sökkti Aþenu Brittany Dinkins var stigahæst þegar Njarðvík lagði nýliða Aþenu í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Njarðvík 70-63. Körfubolti 29. október 2024 21:00
Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Sameiginlegt lið Hamars frá Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn, Hamar/Þór, gerði sér lítið fyrir og sóttu sigur í Garðabæinn þegar liðið lagði Stjörnuna með tveggja stiga mun í Bónus-deild kvenna í körfubolta, lokatölur í Garðabæ 82-84. Körfubolti 29. október 2024 20:16
Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Grindavík vann frábæran sigur á Keflavík háspennuleik í Smáranum í kvöld í Bónus deild kvenna. Munurinn ekki nema eitt stig og réðst á lokasekúndunum. Lokastaðan 68-67 og Grindavík jafnaði Keflavík að stigum í deildinni. Körfubolti 29. október 2024 19:31
Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Kvennadeild NBA hefur verið í mikilli sókn í ár og slegið öll met yfir áhorf og aðsókn á leiki. Það er líka ljóst að eigendur félaganna í deildinni sýna enga miskunn þegar kemur að þjálfarastöðunni. Körfubolti 29. október 2024 15:33
Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Dwyane Wade kveðst ánægður með styttuna af sér sem var afhjúpuð fyrir utan heimavöll Miami Heat. Styttan þykir ekkert sérstaklega lík honum. Körfubolti 29. október 2024 11:32
Körfuboltakvöld: Tilþrif 4. umferðar Að venju var farið yfir tíu bestu tilþrif síðustu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta í Körfuboltakvöldi. Körfubolti 28. október 2024 23:31
Lögmál leiksins: Þetta er eins og í Kolaportinu Sérfræðingarnir í Lögmálum leiksins velta fyrir sér stöðu Golden State Warriors í þætti kvöldsins. Þeir segja liðið lélegt, þó að í því sé einn besti maður deildarinnar, og augljóslega í leit að heppilegum leikmannaskiptum. Körfubolti 28. október 2024 17:18