Jólavefur Vísis

Jólavefur Vísis

Allt um undirbúninginn, aðventuna, uppskriftir, jólalög og margt fleira.

Fréttamynd

Saddir og sælir sjúkraflutningamenn á Suðurlandi

Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að verða svangir á vaktinni yfir jólahátíðina því félagar í bifhjólasamtökunum Postulunum komu til þeirra með fullt fangað af mat og drykk.

Innlent
Fréttamynd

Í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár

Hjónin Hlöðver Jóhannsson og Ólöf Sigríður Björnsdóttir eiga 70 ára brúðkaups afmæli 26. desember. Ólöf segir ástina umhyggju og væntumþykju. Þeim hefur alla tíð samið vel og segja náttúrulegt jafnræði á milli þeirra.

Lífið
Fréttamynd

Kertasníkir kom til byggða í nótt

Kertasníkir er þrettándi jólasveinninn sem kemur til byggða. Honum þótti góð tólgarkerti og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.

Jól
Fréttamynd

Ein­stæðingum á Sel­fossi boðið í mat á að­fanga­dags­kvöld

Þau Ásta Björk Ólafsdóttir og Sigurður Lárusson ætluðu fyrst að bjóða þeim sem verða einir á aðfangadagskvöld í mat heim til sín en þegar þau sáu að hópurinn yrði svona stór ákváðu þau að fá salinn lánaðan hjá Hvítasunnukirkjunni á Selfossi svo það væri nóg pláss fyrir alla.

Innlent
Fréttamynd

Ketkrókur kom til byggða í nótt

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.

Jól
Fréttamynd

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.

Jól
Fréttamynd

Jólaleyndarmálið er rauðrófusulta

Ragnhildur Vigfúsdóttir markþjálfi gerir mjög góða rauðrófusultu fyrir hver jól og gefur vinum og ættingjum. Ragnhildur lærði uppskriftina þegar hún var au pair í Skotlandi og hún hefur fylgt henni alla tíð síðan eða í 40 ár.

Jól
Fréttamynd

Gluggagægir kom til byggða í nótt

Gluggagægir er sjötti jólasveinninn sem kemur til byggða. Hann gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.

Jól