Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“ Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka. Íslenski boltinn 22. október 2024 13:09
Áfram á Íslandi og ætlar sér markametið Viðar Örn Kjartansson segir að sér líði vel á Akureyri en óvíst er hvort að hann spili áfram með KA í Bestu deildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 22. október 2024 11:02
Telja líklegt að Gylfi hætti: „Held að hann sé bara í fótbolta út af landsliðinu“ Sérfræðingar Stúkunnar eiga allt eins von á því að Gylfi Þór Sigurðsson leggi skóna á hilluna eftir leik Vals og ÍA í lokaumferð Bestu deildar karla um næstu helgi. Þeir segja að minna hlutverk hans í íslenska landsliðinu hafi mögulega áhrif á ákvörðun hans. Íslenski boltinn 22. október 2024 09:03
„Auðvitað smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann“ Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að verða fljótur að greiða upp skuld sína við búlgarska félagið CSKA 1948. FIFA dæmdi Viðar í sex mánaða keppnisbann sem hann getur losnað úr með því að greiða skuldina. Íslenski boltinn 22. október 2024 08:01
Orri Sigurður kallar leikmann Fram ræfil Orri Sigurður Ómarsson, leikmaður Vals í Bestu deild karla í fótbolta, og jafnframt bróðir Ómars Inga Guðmundssonar, þjálfara HK, tók ekki vel í það þegar derhúfa Ómars Inga var slegin af honum eftir dramatískan 2-1 sigur á Fram í næstsíðustu umferð deildarinnar. Íslenski boltinn 22. október 2024 07:01
Fá annað tækifæri: Lengd framlengingar kærð Á miðvikudag mætast KA og Stjarnan að nýju á Akureyri í leik um Íslandsmeistaratitilinn í C-liða keppni 4. flokks drengja en þar spila drengir fæddir 2010 og 2011. Ekki verður allur leikurinn leikinn upp á nýtt heldur aðeins framlenging leiksins. Þá þarf KA að greiða ferðakostnað Stjörnunnar. Íslenski boltinn 21. október 2024 21:32
Miðasala fyrir úrslitaleikinn í Víkinni fer fram á morgun Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sigur í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Miðasala fyrir þennan stærsta leik sumarsins hefst á morgun og reikna má með að færri komist að en vilja. Íslenski boltinn 21. október 2024 20:32
Örlög HK ráðast í Laugardal Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal. Íslenski boltinn 21. október 2024 16:15
Daníel, Hilmar Árni og Þórarinn Ingi kveðja Leikjahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar, Daníel Laxdal, leikur sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Íslenski boltinn 21. október 2024 11:35
Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim. Íslenski boltinn 21. október 2024 10:03
Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari. Íslenski boltinn 21. október 2024 09:01
„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“ Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins. Íslenski boltinn 21. október 2024 08:02
„Ég trúi þessu ekki ennþá“ Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni. Íslenski boltinn 20. október 2024 22:39
„Ég reyndi að standa mig eins og í öllum öðrum leikjum“ Matthias Præst Nielsen var í undarlegum aðstæðum í kvöld þegar hann lék með núverandi liði sínu Fylki, gegn framtíðarliði sínu KR. Matthias klæddi sig í treyju KR undir lok félagaskiptagluggans í sumar og skrifaði undir samning, sem tekur gildi þegar tímabilinu lýkur næstu helgi. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið en reyndi að standa sig eins og í öllum öðrum leikjum. Íslenski boltinn 20. október 2024 21:49
Uppgjörið: Fylkir - KR 0-1 | KR fagnaði sigri gegn tíu Fylkismönnum KR stökk yfir lækinn og vann Fylki með einu marki gegn engu. Fylkismenn misstu mann af velli í fyrri hálfleik. Vitað var fyrirfram að þeir væru fallnir og KR væri búið að bjarga sér frá falli. Íslenski boltinn 20. október 2024 18:31
Uppgjörið: HK - Fram 2-1 | Flautumark heldur vonum HK á lífi HK vann hádramatískan sigur á Fram í neðri hluta Bestu deildar karla í kvöld en sigurmarkið kom í uppbótartíma. Íslenski boltinn 20. október 2024 18:31
Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Íslenski boltinn 20. október 2024 10:31
Besti dómarinn í deildinni á von á sínu þriðja barni Bergrós Lilja Unudóttir var valin besti dómarinn í Bestu-deild kvenna í sumar. Hún varð sjálf að hætta knattspyrnuiðkun eftir höfuðhögg en vildi handa tengingu við íþróttina með því að dæma. Næsta tímabil er aftur á móti í uppnámi hjá dómaranum. Fótbolti 20. október 2024 10:00
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Draumaúrslitaleikurinn verður að veruleika Breiðablik vann 2-1 sigur gegn Stjörnunni og draumaúrslitaleikurinn gegn Víkingi í lokaumferðinni verður að veruleika. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið og tryggði heimamönnum stigin þrjú. Íslenski boltinn 19. október 2024 18:56
„Þarft að vinna uppi á Skaga til þess að verða Íslandsmeistari“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson sótti mikilvæg þrjú stig á æskuslóðir sínar á Akranes þegar lærisveinar hans hjá Víkingi kreistu fram sigur í ótrúlegum sjö mara leik sem hafði upp á ofboðslega margt að bjóða. Fótbolti 19. október 2024 18:05
„Óskiljanlegt að setja Erlend í þetta verkefni" Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var einkar ósáttur við störf dómara leiks ÍA og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í dag. Jón Þór tíndi til tvö atriði sem hann var sérstaklega óánægður með. Þá var Jón Þór hundfúll með að Erlendur Eiríksson væri settur í það verkefni að vera fjórði dómari þessa leiks. Fótbolti 19. október 2024 17:03
„Gæti verið minn síðasti leikur á laugardaginn“ „Ég bara veit það ekki. Veit ekki hvað ég mun gera eftir tímabilið, þarf bara að setjast niður eftir næstu helgi og spá í því hvað mig langar að gera,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Vals og markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi. Lokaleikur tímabilsins gegn ÍA næstu helgi gæti orðið hans síðasti á ferlinum. Íslenski boltinn 19. október 2024 16:41
Uppgjörið og viðtöl: ÍA - Víkingur 3-4 | Danijel Dejan Djuric tryggði Víkingi dramatískan sigur Víkingur vann afar dramatískan 4-3 sigur þegar liðið sótti ÍA heim á Akranes í næstsíðuustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Það var Danijel Dejan Djuric sem skoraði sigurmark Víkings á lokaandartökum leiksins. Íslenski boltinn 19. október 2024 15:56
Uppgjörið KA - Vestri 2-1| Elfar Árni afgreiddi Vestra Elfar Árni Aðalsteinsson var maður dagsins þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra í neðri hluta úrslitakeppninnar en Vestramenn hefðu nánast bjargað sér frá falli með sigri. Íslenski boltinn 19. október 2024 15:55
Uppgjörið : FH - Valur 1-1 | Gylfi klúðraði víti og FH stal stigi í uppbótartíma Valur gerði 1-1 jafntefli við FH í Kaplakrika. Allt stefndi í þægilegan sigur Vals þar til í uppbótartíma, sem var í meira lagi fjörugur. FH jafnaði þökk sé sjálfsmarki, Gylfi Þór Sigurðsson fékk síðan tækifæri til að tryggja sigur en klikkaði úr vítaspyrnu. Íslenski boltinn 19. október 2024 13:17
Fanney seld fyrir upphæð sem „ekki hefur sést“ og Tinna kemur í staðinn Valsmenn hafa nú staðfest söluna á landsliðsmarkverðinum Fanneyju Ingu Birkisdóttur til sænska úrvalsdeildarfélagsins Häcken, og hafa aldrei selt knattspyrnukonu fyrir hærri upphæð. Tinna Brá Magnúsdóttir kemur frá Fylki og fyllir í hennar skarð. Íslenski boltinn 18. október 2024 19:32
Fanney sögð á leið til Svíþjóðar Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir er sögð hafa samið við lið Häcken í Svíþjóð. Íslenski boltinn 18. október 2024 14:01
Tvær breytingar á Bandaríkjahópnum Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur neyðst til að gera tvær breytingar á landsliðshópnum sem tekst á við Bandaríkin í tveimur æfingaleikjum síðar í mánuðinum. Fótbolti 18. október 2024 11:02
Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Íslenski boltinn 18. október 2024 08:03
Ómar Björn áfram í Bestu deildinni Sóknarmaðurinn Ómar Björn Stefánsson hefur skrifað undir samning til þriggja ára við Knattspyrnufélag ÍA og spilar því áfram í Bestu deildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 17. október 2024 18:58
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti