Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

„Við komum okkur alveg í séns hérna í lokin en tíminn var heldur betur knappur“

Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var eðlilega mjög svekktur eftir tap FH gegn Íslandsmeisturum Vals í Kaplakrika nú í kvöld. FH spilaði mjög vel á köflum en Valsarar gerðu út um leikinn á 15 mínútna kafla í seinni hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk með skömmu millibili. FH-ingar náðu hins vegar að klóra í bakkann og skoruðu tvö mörk í lokin en lengra komst FH ekki.

Fótbolti
Fréttamynd

Um­fjöllun og við­tal: FH - Valur 2-3 | Vals­­konur halda í við Blika á toppnum

Spútniklið FH tók á móti Val í 11. umferð Bestu deildar kvenna nú í kvöld. Fyrir leikinn sat FH í fjórða sæti með 17 stig á meðan Valur var í öðru sæti með 20 stig, jafn mörg og Breiðablik sem sat á toppnum. Eftir afar bragðdaufar sextíu mínútur fengum við fimm mörk síðasta hálftímann og var það Valur sem fór með 3-2 sigur af hólmi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sextán ára hetjan: „Þetta er algjör draumur“

„Þetta er svo geggjað, að við séum í Lengjudeildinni og séum að fara á Laugardalsvöll. Þetta er æðislegt,“ segir Sigdís Eva Bárðardóttir, hin 16 ára hetja Víkinga sem skoraði bæði mörk liðsins þegar það tryggði sér sæti í bikarúrslitum í fyrsta sinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Búið að úti­loka um að brot sé að ræða

Brynjar Gauti Guðjónsson, varnarmaður Fram í Bestu deild karla, yfirgaf Úlfarsárdal í sjúkrabíl eftir að meiðast í 3-2 sigri liðsins á HK. Hann meiddist á öxl í leiknum og óttuðust menn það versta skömmu eftir að flautað var til leiksloka.

Íslenski boltinn