Íslenski boltinn

Íslenski boltinn

Fréttir, beinar lýsingar, úrslit og myndbönd úr efstu deildum í fótbolta á Íslandi.

Fréttamynd

Gunn­leifur og Kjartan fylla skarð Ás­mundar

Breiðablik hefur ráðið þá Gunnleif Gunnleifsson og Kjartan Stefánsson inn í meistaraflokks kvenna teymið. Það verða því fjórir þjálfarar sem munu stýra Blikum út tímabilið í Bestu deild kvenna þar sem Ana Cate og Ólafur Pétursson voru fyrir í teyminu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir Guð­jóns­son: Á­gætt bara að sleppa með 3-0

„Ég hefði ekki getað gagnrýnt neinn í hálfleik fyrir að leggja sig ekki fram. Við lögðum okkur fram og spiluðum góðan fótbolta, góð færi, en eins og oft áður í sumar erum við sjálfum okkur verstir,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 0-3 tap gegn KA í Kaplakrika í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Kjóstu leik­mann mánaðarins í Bestu deild karla

Þrír leik­menn frá Stjörnunni, tveir frá Víkingi Reykja­vík, einn frá FH, einn Framari og einn leik­maður Breiða­bliks eru til­nefndir í kjörinu á besta leik­manni ágúst­mánaðar í Bestu deild karla í fót­bolta. Til­kynnt var um til­nefningarnar í Stúkunni á Stöð 2 Sport á dögunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ó­trú­leg endur­koma Eyja­manna í Kórnum

HK leiddi með tveimur mörkum þegar skammt var til leiksloka í viðureign liðsins gegn ÍBV í Kórnum í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöld. Eyjamenn eru hins vegar ekki þekktir fyrir að leggja árar í bát og jöfnuðu metin á einhvern ótrúlegan hátt. Mörk leiksins má sjá hér að neðan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni

Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur.

Fótbolti