Rúnar: Það er mikið í húfi og við þurfum að standa okkur KR-ingar heimsækja Stjörnuna í kvöld í 25. umferð Bestu deildar karla í fótbolta og verða helst að vinna ætli þeir sér að vera með í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 28. september 2023 14:15
Blaðamannafundurinn fyrir fimmtíu milljóna króna leikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi fyrir úrslitaleik Aftureldingar og Vestra um sæti í Bestu deild karla. Íslenski boltinn 28. september 2023 13:32
Utan vallar: Á fleygiferð upp Rushmore-fjall íslenskra þjálfara Eftir erfiða og heldur sérstaka byrjun á þjálfaraferlinum er Arnar Gunnlaugsson sigurvegari íslensks fótbolta þessi dægrin. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar og Arnar er á góðri leið með að klífa upp á topp Rushmore-fjalls íslenskra þjálfara. Íslenski boltinn 28. september 2023 10:01
Íslandsmeistaraþjálfarinn framlengir til 2026 Pétur Pétursson hefur framlengt samning sinn um að þjálfa áfram lið Vals í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 28. september 2023 08:20
Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. Íslenski boltinn 27. september 2023 12:36
Úrslitaleikur Lengjudeildarinnar sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport Laugardaginn 30. september mætast Vestri og Afturelding í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi ÍA upp í Bestu deild karla. Íslenskur Toppfótbolti, Lengjan og Sýn hafa náð samningum um að Stöð 2 Sport sýni leikinn og verður hann í opinni dagskrá í boði Lengjunnar. Íslenski boltinn 26. september 2023 13:00
Sjáðu mörkin úr toppslagnum, sýningu Eggerts, glæsimörkin í Árbænum og öll hin Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildar karla í gær. Íslenski boltinn 26. september 2023 10:00
Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Íslenski boltinn 26. september 2023 08:01
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. Íslenski boltinn 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. Íslenski boltinn 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. Íslenski boltinn 25. september 2023 20:06
„Gæti ekki hugsað mér að vera neins staðar annars staðar“ Kári Árnason yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingum segir að samheldni innan félagsins hafi skilað því á þann stað sem það er í dag. Tímabilið karla- og kvennamegin hefur verið lyginni líkast. Íslenski boltinn 25. september 2023 19:31
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik 3-1 Víkingur | Nýkrýndir Íslandsmeistarar töpuðu á Kópavogsvelli Fráfarandi Íslandsmeistarar Breiðabliks tóku á móti nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkinga á Kópavogsvelli í 24. umferð Bestu deildar karla. Blikar þurftu nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um Evrópusæti og tókst að tryggja sér öll þrjú stigin gegn erkifjendum sínum. Nánari umfjöllun, viðtöl og myndir berast inn á Vísi innan skamms. Íslenski boltinn 25. september 2023 18:30
Skemmdarverk unnin í Grindavík: „Ljóst að tjónið er mikið og kostnaðarsamt“ Gríðarlegar skemmdir hafa verið unnar á áhorfendastúkunni við aðalvöll knattspyrnudeildar UMFG. Frá þessu greinir deildin í færslu á samfélagsmiðlum og er þar sagt að tjónið sé mikið og kostnaðarsamt. Íslenski boltinn 25. september 2023 15:31
Hallgrímur Mar búinn að jafna stoðsendingametið KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson jafnaði í gær stoðsendingametið á einu tímabili í efstu deild þegar hann gaf sína þrettándu stoðsendingu í Bestu deildinni í sumar. Íslenski boltinn 25. september 2023 14:00
Allir titlarnir í sögu úrslitakeppninnar hafa unnist í sófanum Víkingar urðu í gær þriðja liðið á síðustu fjórum árum sem verður Íslandsmeistari í sófanum í úrvalsdeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 25. september 2023 13:31
Sjáðu atvikið: Sindri slapp með gult eftir fólskulegt brot | „Eins og hver önnur líkamsárás“ Sindri Snær Magnússon, leikmaður Bestu deildar liðs Keflavíkur, getur prísað sig sælan með að hafa sloppið aðeins með gult spjald frá leik liðsins gegn HK í gær eftir groddaralega tæklingu á fyrirliða HK, Leifi Andra Leifssyni. Íslenski boltinn 25. september 2023 13:00
Víkingar bjóða upp á fría drykki á bílastæðinu við Kópavogsvöll Víkingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í gær þökk sé hagstæðum úrslitum í leik KR og Vals en Víkingar ætla að halda upp á áfangann í kvöld þegar þeir heimsækja erkifjendurna í Breiðabliki. Íslenski boltinn 25. september 2023 12:31
Þorlákur hættur með Þór Þorlákur Árnason er hættur þjálfun karlaliðs Þórs Ak. í fótbolta eftir tveggja ára starf. Íslenski boltinn 25. september 2023 09:30
Umfjöllun og viðtal: Fylkir - KA 2-4 | Árbæingum mistókst að slíta sig frá fallsætunum Fylkir tók á móti KA í annarri umferð neðri hluta Bestu deild karla nú í dag. Fyrir leikinn var KA með 32 stig í efsta sæti neðri hluta deildarinnar á meðan Fylkir var tveimur sætum neðar en þó aðeins einu stigi frá fallsæti. Svo fór að lokum að KA vann mjög góðan 4-2 sigur sigur og styrki stöðu sína í 7. sætinu í leiðinni. Íslenski boltinn 24. september 2023 19:00
Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar. Íslenski boltinn 24. september 2023 18:27
Davíð Smári: Pínu lukka með okkur í dag en betra liðið fór áfram Vestri vinnur einvígi sitt gegn Fjölni 2-1 samanlagt eftir baráttuleik í Grafarvogi sem endaði með 1-1 jafntefli og tveimur rauðum spjöldum. Þeir munu spila úrslitaleik gegn Aftureldingu á Laugardalsvelli næsta laugardag, sigurvegari þess leiks mun leika í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Íslenski boltinn 24. september 2023 17:50
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - HK 2-1 | Fyrsti sigur Keflvíkinga síðan annan í páskum Keflvíkingar unnu ansi kærkominn sigur gegn HK 2-1 og eru enn á lífi í botnbaráttunni. Sami Kamel skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti sigur Keflvíkinga í deildinni síðan í fyrstu umferð. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:40
Umfjöllun: Afturelding örugglega í úrslitaleikinn Afturelding vann sannfærandi sigur á Leikni, 3-0, í seinni leik liðanna um umspilssæti. Sigurinn þýðir að Afturelding spilar við Vestra í úrslitaleiknum um sæti í deild þeirra bestu þann 30. september. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:31
Umfjöllun: Laugardalsvöllur bíður Vestra Vestri er á leiðinni í umspil á Laugardalsvelli um sæti í efstu deild að ári eftir 1-1 jafntefli gegn Fjölni í dag. Liðið mætir þar Aftureldingu sem lagði Leikni örugglega í dag, 3-0. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:12
Umfjöllun og viðtal: KR - Valur 2-2 | Víkingar Íslandsmeistarar eftir jafntefli í Vesturbænum Víkingur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2023. Þetta varð ljóst eftir að KR og Valur gerðu jafntefli í Vesturbænum í dag. Valsmenn geta því ekki lengur náð Víkingum að stigum. Íslenski boltinn 24. september 2023 16:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 1-3 | Stjarnan komst upp fyrir FH í baráttunni um sæti í Evrópukeppni Stjarnan lagði FH að velli með þremur mörkum gegn einu þegar liðin áttust í 24. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kaplakrikavelli í dag. Íslenski boltinn 24. september 2023 15:52
Umfjöllun: ÍBV - Fram 2-2 | Mikil dramatík í botnslag í Eyjum ÍBV og Fram skildu jöfn í leik liðanna í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Íslenski boltinn 23. september 2023 16:15
Víkingar þakka þeim sem brugðust hratt við og segja stuðningsmanninn við góða heilsu Undir lok leiks Víkings og KR í gærkvöld kom upp atvik þar sem áhorfandi í stúkunni þurfti á læknisaðstoð að halda. Sá er nú við góða heilsu. Íslenski boltinn 21. september 2023 13:31
Evrópuævintýri Breiðabliks: Upphafið í Þrándheimi Í kvöld mætast Maccabi Tel Aviv og Breiðablik í 1. umferð riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Íslenskt karlalið hefur aldrei áður komist jafn langt í Evrópu. Fótbolti 21. september 2023 12:01