Heimir: Vorum sjálfum okkur verstir Valur beið lægri hlut fyrir botnliði ÍBV í Bestu deildinni í fótbolta þegar liðin áttust við í Vestmannaeyjum í dag. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 20:16
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Valur 3-2| Fyrsti sigur Eyjamanna í hús ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Bestu deild karla í fótbolta er liðið tók á móti Val. ÍBV kom sér yfir í fyrri hálfleik 1-0 og vann leikinn að lokum 3-2. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 19:30
„Það var rosaleg næring í þessum sigri, það er ekki spurning“ „Þetta er stórkostlegt, loksins fengum við smá sigurvímu. Við gerðum þetta aðeins spennandi svona eins og þetta á að vera,“ sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, eftir fyrsta sigur ÍBV í Bestu deild karla í dag er liðið tók á móti Val. Lokatölur 3-2. Fótbolti 17. júlí 2022 18:37
Umfjöllun og viðtöl: Leiknir R.-KA 0-5 | Þægilegt hjá KA í Breiðholti KA unnu Leikni 0-5 á Domusnovavellinum í 13. umferð Bestu deildar karla í kvöld. Íslenski boltinn 17. júlí 2022 18:33
Umfjöllun: FH 0-3 Víkingur | Sjöundi leikur FH í röð án sigurs FH vann síðast leik fyrir tveimur mánuðum síðan, þann 15. maí gegn ÍBV. FH beið ósigur gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 13. umferð Bestu-deild karla í kvöld, 0-3. Öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg. Íslenski boltinn 16. júlí 2022 21:52
Alls mæta 1600 keppendur á eina alþjóða knattspyrnumót Íslands Dagana 20. til 24. júlí stendur ReyCup yfir í Laugardalnum fyrir 3. og 4. flokk karla og kvenna. ReyCup er stærsta og eina alþjóðlega knattspyrnumót Íslands. Þetta árið taka 1600 keppendur þátt. Íslenski boltinn 16. júlí 2022 12:31
Ísland upp um fimm sæti og fjórða Evrópusætið í sjónmáli Gott gengi íslenskra félagsliða í Evrópukeppnum í knattspyrnu undanfarið hefur skilað landinu upp um fimm sæti á styrkleikalista UEFA. Íslenski boltinn 15. júlí 2022 13:30
Fyrsti sigur Þróttar Vogum í næstefstu deild Þróttur Vogum hafði betur í fyrsta skipti í sögu félagsins í leik í næstefstu deild í fótbotla karla þegar liðið lagði nágranna sína, Grindavík, að velli með tveimur mörkum gegn engu í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í 12. umferð deildarinnar í kvöld. Fótbolti 14. júlí 2022 22:30
„Á heimavelli munum við að sjálfsögðu reyna að lyfta okkur hærra upp á völlinn“ Rúnar Kristinsson ræddi við Vísi fyrir leik KR og pólska liðsins Pogoń Szczecin í síðari leik liðanna í undankeppni Evrópudeildarinnar. Hann segir að leikplanið verði ekkert ósvipað og í fyrri leiknum en hans lið þurfi einfaldlega að gera hlutina betur. Íslenski boltinn 14. júlí 2022 09:01
„Þetta er alveg galið“ Sparkspekingarnir í Stúkunni ræddu mikilvægu málin í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti sínum á mánudaginn síðastliðin. Fótbolti 13. júlí 2022 23:30
Víkingur mætir liði frá Wales í Sambandsdeildinni Víkingur féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir samanlagt 6-5 tap gegn sænska stórliðinu Malmö. Víkingar fara því næst í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu þar sem næsti mótherji er The New Saints frá Wales. Fótbolti 13. júlí 2022 23:01
Óskar Hrafn: Þurfum að stíga á bensíngjöfina Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, telur að liðið lærði mikið af fyrri leiknum við Santa Coloma sem Blikar unnu 0-1 í Andorra. Blikar þurfa að auka hraðann gegn þeim í næsta leik. Fótbolti 13. júlí 2022 22:01
Mörkin: Karl Friðleifur skoraði tvö er Víkingur skaut Malmö skelk í bringu Karl Friðleifur Gunnarsson skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar er Víkingur og Malmö gerðu 3-3 jafntefli í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Malmö fór áfram með 6-5 sigri samanlegt en Víkingar geta borið höfuðið hátt eftir tvo frábæra leiki. Hér að neðan má sjá mörkin úr leik gærdagsins. Fótbolti 13. júlí 2022 20:00
„Við teljum okkur vera með góðan mannskap en höfum ekki náð því besta út úr öllum” Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir sína menn ekki vera í leit að liðsstyrk þó svo að mikil meiðsli herji nú á leikmannahóp liðsins. Hann segir einfaldlega að allir hjá félaginu þurfi að líta í spegil og bæta sig. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 18:36
Stúkan fór yfir varnarleik KA: „Vandræðagangurinn var töluverður hjá þeim“ Undanfarin ár hefur varnaleikurinn verið aðalsmerki KA-manna í Bestu-deild karla í fótbolta, en hann virðist ekki vera jafn sterkur og áður. Sérfræðingar Stúkunnar fóru yfir varnarleik liðsins í seinasta þætti. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 17:01
Óli Valur mættur til Sirius Besta deild karla í fótbolta heldur áfram að missa skemmtikrafta úr deildinni. Fyrr í morgun var staðfest að Kristall Máni Ingason væri búinn að skrifa undir hjá Rosenborg og nú hefur sænska úrvalsdeildarfélagið IK Sirius staðfest komu Óla Vals Ómarssonar. Fótbolti 13. júlí 2022 09:30
Kristall Máni semur við Rosenborg: Nær tveimur leikjum í viðbót með Víkingum Norska stórliðið Rosenborg hefur staðfest að Kristall Máni Ingason er genginn í raðir félagsins. Tilkynning þess efnis og kynningarmyndband var birt á samfélagsmiðlum félagsins í morgun. Íslenski boltinn 13. júlí 2022 07:30
Víkingar allra landsmanna eiga erfitt verkefni fyrir höndum Víkingur mætir Malmö í síðari leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Víkingar eiga á brattan að sækja eftir fyrri leikinn gegn Svíþjóðarmeisturunum en einvígið er vel á lífi þökk sé marki ofur-varamannsins Helga Guðjónssonar undir lok leiks ytra. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 12:00
Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 11:00
Heimir um hugarfar Valsmanna: „Sá hlutur sem er að skaða okkur hvað mest“ Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, gat ekki leynt vonbrigðum sínum er hann ræddi við Gunnlaug Jónsson eftir 0-3 tap sinna manna á heimavelli gegn Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Hann sagði Valsmenn vera sjálfum sér verstir. Íslenski boltinn 12. júlí 2022 10:01
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan-Leiknir R. 0-3 | Leiknismenn völtuðu yfir Stjörnuna í fyrri hálfleik Leiknismenn sóttu þrjú stig í Garðabæinn í kvöld þegar þeir sigruðu Stjörnuna í Bestu deild karla í knattspyrnu. Lokatölur 3-0 en öll mörk Leiknis komu í fyrri hálfleik þar sem þeir léku við hvern sinn fingur. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 22:08
„Þetta var iðnaðarsigur“ „Mér líður dásamlega, það er ekki annað hægt, 1-0 sigur í hörkuleik. Þetta gæti ekki byrjað betur,“ sagði Brynjar Gauti Guðjónsson, leikmaður Fram, í sínum fyrsta leik fyrir félagið þegar liðið vann FH 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 21:49
Umfjöllun og viðtal: Valur 0-3 Keflavík | Einum fleiri gengu Keflvíkingar á lagið Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda í kvöld, 0-3. Keflavík komst yfir í fyrri hálfleik úr vítaspyrnu sem kostaði heimamenn rautt spjald að auki. Gestirnir lokuðu leiknum svo í síðari hálfleik eftir mikla orrahríð að marki Vals. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Fram-FH 1-0 | FH-ingar sigraðir í Grafarholti Fram tók á móti FH í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 8. og 9. sæti deildarinnar með aðeins 10 stig að loknum 11 umferðum. Eina mark leiksins kom eftir 50 mínútna leik og var það Tiago Manuel Da Silva Fernandes á skotskónum fyrir Framara. Lokatölur 1-0. Fótbolti 11. júlí 2022 20:53
Gummi Tyrfings mætti á rútunni aftur á Selfoss Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Tyrfingsson skrifað í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Selfoss. Guðmundur mætti að sjálfsögðu á grænni rútu frá afa sínum. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 17:31
Arftaki Kristals Mána fundinn: „Glaður og spenntur, það eru orðin tvö“ Danijel Dejan Djuric er genginn í raðir Íslands- og bikarmeistara Víkings. Hann kemur úr unglingastarfi Midtjylland í Danmörku en þessi ungi leikmaður lék með Blikum áður en hann fór út í atvinnumennsku árið 2019. Íslenski boltinn 11. júlí 2022 16:01
Umfjöllun og Viðtöl: Víkingur 3-2 ÍA | Íslandsmeistararnir hefndu fyrir tapið á Skaganum Íslands- og bikarmeistarar Víkings fengu Skagamenn í heimsókn í 12. umferð Bestu-deild karla í fótbolta. Eini sigurleikur Skagamanna hingað til í sumar kom gegn Víkingum í 2. umferð á Skipaskaga en meistararnir náðu að hefna fyrir það tap með 3-2 sigri í dag. Íslenski boltinn 9. júlí 2022 19:45
Umfjöllun: KA 4-3 ÍBV | Frábært sigurmark skilaði heimasigri í markaleik KA vann mikilvægan heimasigur á botnliði ÍBV á Akureyri í dag. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og sjö mörk litu dagsins ljós en það var Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði sigurmark heimamanna. Íslenski boltinn 9. júlí 2022 18:00
Ísak Snær fagnaði eins og Kristall Máni: „Smá æsing í þetta“ Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, fagnaði því sem reyndist sigurmark Breiðabliks gegn Santa Coloma með því að herma eftir fagni Kristals Mána Ingasonar, leikmanns Víkings, í Malmö. Íslenski boltinn 8. júlí 2022 15:01
Óli Valur mögulega á leið til Svíþjóðar Sænska úrvalsdeildarfélagið Sirius hefur mikinn áhuga á Óla Val Ómarssyni, hægri bakverði Stjörnunnar og einni skærustu stjörnu Bestu deildar karla í fótbolta. Fótbolti 6. júlí 2022 14:01