Festa kaup á áttatíu íbúðum fyrir eldra fólk Leigufélag aldraðra og Brák íbúðafélag hafa komist að samkomulagi um að Brák kaupi öll þrjú fjölbýlishús Leigufélags aldraðra sem eru samtals 80 hagkvæmar leiguíbúðir fyrir eldra fólk. Með kaupunum er ætlunin að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni og renna styrkari stoðum undir rekstur íbúðanna og áframhaldandi útleigu þeirra til tekju- og eignalægra eldra fólks. Viðskipti innlent 13. desember 2024 23:07
„Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Borgarstjóri segir hæð og útlit á umdeildu vöruhúsi í Breiðholti hafa komið sér algjörlega í opna skjöldu. Hann vill kanna hvort hægt sé að lækka húsið. Innlent 13. desember 2024 22:55
„Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús. Innlent 13. desember 2024 06:53
Tíminn til að njóta Sjómannadagsráð afhenti á árinu tvö ný hús með leiguíbúðum á Skógarvegi í Reykjavík. Alls eru þetta 87 íbúðir í tveimur samtengdum húsum fyrir fólk 65 ára og eldra. Fyrra húsið var afhent í júlí og það seinna í október og eru bæði húsin tengd lífsgæðakjarnanum Sléttunni þar sem hægt er að sækja fjölbreytta þjónustu. Skoðun 12. desember 2024 14:02
Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum. Innlent 11. desember 2024 21:03
Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Hekla fasteignir hefur keypt fasteign að Drápuhlíð 14 til 16 þar sem áður var heilsugæsla. Félagið er í eigu forstjóra Heklu, Friðberts Friðbertssonar. Heilsugæslan flutti í Skógarhlíð sumarið 2023. Eignina keypti Friðbert af Reykjavíkurborg og ríkissjóði á um 341 milljón. Viðskipti innlent 11. desember 2024 15:02
Galið að lán miðist við stýrivexti Seðlabankans „Til að bæta gráu ofan á svart, þá miðast óverðtryggð og allt að því verðtryggð lán á Íslandi að stórum hluta til við stýrivexti Seðlabankans. Í mínum huga er þetta alveg galið. Seðlabankavextir eru sú prósenta sem að fjármálastofnanir fá fyrir að leggja pening inn í Seðlabankann til sjö daga í senn. Vaxtakjör íslenskra heimila, óverðtryggðra og óbeint verðtryggðra vaxta miðast við sjö daga innlán hverju sinni. Það segir sig nokkuð sjálft að þegar þú ert að líta á þessar sveiflur að þá eru miklu meiri sveiflur í skammtíma vöxtum.“ Innlent 8. desember 2024 18:09
Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Hagfræðingur leggur til að stjórnvöld geri Seðlabanka Íslands kleift að nota lánakvóta til að ná niður verðbólgu og vaxtastigi. Mikilvægt sé að bankinn geti náð markmiðum sínum með öðrum hætti en tíðum og miklum stýrivaxtabreytingum. Þannig væri auðveldara að halda lánsvöxtum bæði lægri og stöðugri. Viðskipti innlent 8. desember 2024 15:25
Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Hildur Ýr Viðarsdóttir formaður Húseigendafélagsins segir að á þessum árstíma fjölgi alltaf fyrirspurnum til félagsins um skreytingar við hús. Fólk velti því fyrir sér hversu mikið megi skreyta og hvort eitthvað sé of mikið. Þá sé einnig kvartað yfir of miklum skreytingum og spurt um reglur um til dæmis samræmdar skreytingar og kostnað við skreytingarnar. Innlent 4. desember 2024 21:57
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Nú brestur á sá tími árs þar sem jólaskreytingar standa sem hæst. En má skreyta út í hið óendanlega? Eru einhver takmörk fyrir því hversu mikið og hvernig má skreyta? Skoðun 4. desember 2024 07:34
Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu konu sem taldi sig eiga rétt á helmingsafslætti stimpilgjalds vegna fyrstu kaupa íbúðarhúsnæðis. Var það vegna eignarhlutar í íbúðarhúsnæði, sem hún hlaut í arf á barnsaldri, að virði 45.000 króna. Innlent 3. desember 2024 17:23
Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Það er átakanlegt að hlusta á kappræður fjölmiðla og fullyrðingar stjórnmálaflokka um húsnæðismál. Þar sem flokkar ýmist fyrra sig ábyrgð eða kenna öðru um það neyðarástand sem hér ríkir í húsnæðismálum. Skoðun 29. nóvember 2024 13:02
Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Meðal kosningaáherslna Flokks fólksins í yfirstandandi kosningabaráttu er að stofna nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd. En er hægt að taka það upp á Íslandi? Stutta svarið er nei. Skoðun 29. nóvember 2024 11:23
Er nóg að bara brjóta land? Margir flokkar tala nú fyrir því að eina leiðin til að rétta af húsnæðismarkaðinn sé að brjóta land. Það hljómar mjög vel í flestra eyru enda þarf eflaust hvort eð er að brjóta land einhvern tímann fyrir komandi kynslóðir. En myndi það raunverulega hafa áhrif eins og staðan er í dag? Skoðun 28. nóvember 2024 17:31
Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Alls hafa 914 umsóknir um kaup á húsnæði í Grindavík verið samþykktar hjá fasteignafélaginu Þórkötlu. Afhending hefur farið fram í 822 tilvikum. Þá hefur fasteignafélaginu borist 17 umsóknir um svokallaða hollvinasamninga vegna eigna sem þau hafa keypt í Grindavík. Í október á þessu ári þáðu 571 einstaklingur frá Grindavík leigustuðning en þeim hefur fækkað um nærri helming frá því í febrúar þegar 901 þáði slíkan stuðning. Innlent 27. nóvember 2024 11:47
Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Uppbygging húsnæðis síðustu árin og jafnvel áratugina hefur jafnan byggst á gífurlegri þörf. Af þeirri ástæðu hefur verið blásið til tímabundins átaks og lagt mikinn þunga í uppbyggingu húsnæðis. Skoðun 27. nóvember 2024 08:22
Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Það er óhætt að segja að það ríki neyðarástand á húsnæðismarkaði. Vaxandi fjöldi heimila er að sligast undan vaxtakostnaði og þúsundir leigjenda eru á biðlistum eftir íbúð hjá óhagnaðardrifnum leigufélögum til að flýja íþyngjandi leiguverð. Skoðun 27. nóvember 2024 08:01
Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna 22. nóvember birtist áhugaverð grein á vef RÚV – grein sem enginn virðist tala um, en fjallar samt um það sem við ættum öll að vera að kjósa um. Skoðun 26. nóvember 2024 20:32
Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Nemendur í fjórða bekk Laugarnesskóla í Reykjavík munu flytja tímabundið í húsnæði KSÍ vegna framkvæmda í aðalbyggingu skólans. Innlent 26. nóvember 2024 16:10
Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Foreldrum barna í leikskólanum Laugasól var tilkynnt í gær að járnbending húsnæðis leikskólans væri ekki góð. Verkfræðistofur leggja til að húsið verði rifið. Innlent 26. nóvember 2024 15:18
Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Vinstri græn leggja höfuðáherslu á umbætur í húsnæðismálum fyrir ungt fólk fyrir þessar kosningar. Þótt ýmislegt hafi gengið vel á Íslandi, þá er einn hópur sem hefur setið eftir umfram aðra. Kaupmáttur fólks á aldrinum 30-39 ára hefur staðið í stað í tuttugu ár. Skoðun 26. nóvember 2024 07:00
Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Framsókn hefur á síðustu árum verið í forystu um stórtækar umbætur í húsnæðismálum sem hafa haft víðtæk áhrif á íslenskan húsnæðismarkað. Séreignarstefnan blómstrar með Framsókn en aldrei fleiri hafa átt eigið húsnæði – nú um 80% Íslendinga og aldrei fleira ungt fólk hefur eignast sitt eigið húsnæði. Skoðun 25. nóvember 2024 09:20
Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ójöfnuður milli kynslóða fer vaxandi á Íslandi og hagvöxtur undanfarinna ára hefur dreifst ójafnt milli aldurshópa. Kaupmáttur meðaltals ráðstöfunartekna hjá fólki á aldrinum 30-39 ára er sá sami í dag og hann var fyrir 20 árum meðan kaupmáttur hefur aukist umtalsvert hjá öðrum aldurshópum. Skoðun 24. nóvember 2024 13:02
Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Mikil eftirspurn er eftir íbúðum á Suðurlandi og er verð á nýjum íbúðum í Ölfusi, Hveragerði og Árborg að nálgast sama verð og á nýjum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Í Árborg er nú tvö þúsund og fimm hundruð íbúðir í byggingu eða í deiliskipulagsferli og aðrar tvö þúsund íbúðir eru á teikniborðinu. Innlent 23. nóvember 2024 15:03
Óstjórn í húsnæðismálum Óstjórn í húsnæðismálum Reykjavíkurborgar náði vonandi botninum á íbúafundi sem haldinn var í Rimaskóla í Grafarvogi þann 12.nóvember síðastliðinn. Þar opinberuðust enn og aftur vinnubrögð borgarmeirihlutans. Skoðun 22. nóvember 2024 16:03
Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Há vaxtaprósenta gerir ekkert nema flytja peninga úr vösum tekjulágra í vasa þeirra tekjuháu. Hún lækkar hvorki verðbólgu né skapar stöðugleika. Í raun kynda háir stýrivexti frekar undir verðbólgu, eins og nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz hefur bent á, sérstaklega þar sem húsnæðisverð er inni í vísitölu neysluverðs. Skoðun 22. nóvember 2024 08:01
Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Landssamband eldri borgara heldur í dag kosningafund með frambjóðendum allra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Fundurinn hefst klukkan 16 og lýkur klukkan 18. Innlent 21. nóvember 2024 15:01
„Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar eru „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út á fasteignamarkaðnum. Viðskipti innlent 21. nóvember 2024 06:29
Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Á eftirhrunsárunum var hægt að gera góða „díla“ í fasteignakaupum. Verð var lágt og gjarnan undir byggingakostnaði. Á þessum tímum ríkti þórðargleði hjá fjárfestum sem sáu fram á mikinn hagnað bæði af leigu og sölu húsnæðis. Skoðun 20. nóvember 2024 18:03
Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ég hef lengi verið að tjá mig um húsnæðismarkaðinn út frá framboðshliðinni. Ég skrifaði meistararitgerð í fjármálahagfræði árið 2016 þar sem ég bar saman framleiðni á byggingamarkaði hér og í Noregi. Þessar tölur byggðu á byggingarárunum 2012 -2014. Skoðun 19. nóvember 2024 14:04