Hljómi eins og öskubakki Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki. Lífið 5. september 2024 17:00
Enginn kaupmáli: Búa sig undir það versta Ben Affleck og Jennifer Lopez búa sig nú bæði undir hið versta, að allt fari í bál og brand þegar skilnaður þeirra gengur í gegn. Ástæðan er sú að sögn bandarískra slúðurmiðla að þau undirrituðu engan kaupmála áður en þau giftu sig árið 2022. Lífið 4. september 2024 10:34
Lana Del Rey og krókódílamaður vekja athygli Söngkonan Lana Del Rey virðist vera að slá sér upp með nýjum gaur ef marka má myndir sem náðust af henni um helgina. Sá heppni heitir Jeremy Dufrene og er skipstjóri frá Louisiana sem sem sérhæfir sig í krókódílatúrum. Lífið 1. september 2024 15:09
Lymskuleg skot Love Island stjörnu Love Island stjörnurnar Matilda Draper og Sean Stone eru hætt saman. Örfáum klukkustundum eftir að hafa opinberað það skýtur Matilda lymskulega á sinn fyrrverandi á samfélagsmiðlum í gegnum eigin reikninga og reikninga vinkvenna sinna. Lífið 29. ágúst 2024 16:34
Sver af sér ásakanir um framhjáhald Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tommy Fury segir ásakanir þess efnis sem birst hafa á samfélagsmiðlum um að hann hafi haldið framhjá fyrrverandi kærustu sinni Molly-Mae Hague hryllilegar. Hann segir síðustu vikur hafa tekið gríðarlega á sig. Lífið 29. ágúst 2024 13:35
Hefur ekki lengur efni á bensíni Fyrrverandi kvikmyndastjarnan Armie Hammer segist ekki lengur eiga efni á bensíni. Því hafi hann ákveðið að selja trukkinn sem hann keypti sér árið 2017 og skipta honum út fyrir minni bíl. Lífið 28. ágúst 2024 16:15
Kynda undir orðróm um ástarsamband Hollywood goðsagnirnar Meryl Streep og Martin Short virðast vera að stinga saman nefjum. Þau segja hinsvegar ekkert vera á milli þeirra en bandarískir slúðurmiðlar keppast við að flytja fregnir af því að vel hafi farið á með leikurunum á frumsýningu sjónvarpsþáttanna Only Murders in the Building. Lífið 28. ágúst 2024 14:00
Dásamar Charlie XCX þrátt fyrir orðróminn Tónlistarkonan og nýkrýnda popp prinsessan Charlie XCX hefur sjaldan verið vinsælli og platan hennar Brat var að mati margra stærsta popp plata sumarsins. Hún er því á margra vörum og hafa meðal annars komið upp slúðursagnir að eitt lag af plötunni sé um Taylor Swift. Tónlist 27. ágúst 2024 13:32
Missti móður sína og systur sama daginn Bæði móðir og systir bandarísku söngkonunnar Mariah Carey létust um helgina. Dánarorsök þeirra eru enn ókunn. Lífið 26. ágúst 2024 22:50
Chappell Roan biður um frið: „Konur skulda ykkur ekki skít“ Tónlistarkonan og rísandi stjarnan Chappell Roan hefur átt viðburðaríkt sumar og er í dag ein vinsælasta tónlistarkona í heimi með smelli á borð við Good luck babe og Hot to go. Velgengnin og frægðin sem henni fylgir er þó ekki alltaf tekin út með sældinni. Tónlist 26. ágúst 2024 14:02
Þriggja daga ævintýralegt brúðkaup á Amalfi Breski leikarinn Ed Westwick og leikkonan Amy Jackson giftu sig við glæsilega athöfn á ítölsku eyjunni Amalfi um helgina. Brúðkaupið stóð yfir í þrjá daga og var ævintýri líkast. Lífið 26. ágúst 2024 13:01
Hollywood-leikstjóri nýtur lífsins á Íslandi Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard er nú á Íslandi og nýtur lífsins. Á reikningi sínum á samfélagsmiðlinum X segir hann frá því að hann sé á landinu ásamt eiginkonu sinni, Cheryl. Við færsluna setur hann myllumerkin Iceland, eða Ísland, og bucketlist, eða laupalisti. Svo spyr hann hvort fólk vilji sjá fleiri myndir. Lífið 21. ágúst 2024 18:22
Var búinn að gefast upp Jennifer Lopez hafði íhugað það vel og vandlega hvort hún ætti að sækja um skilnað við eiginmanninn Ben Affleck. Þegar á hólminn var komið var Affleck búinn að gefast upp á hjónabandinu, hafði engan áhuga á að bæta það og taldi söngvarinn því ekki aftur snúið. Lífið 21. ágúst 2024 16:13
Jennifer Lopez sækir um skilnað Mikið hefur verið rætt og ritað um stormasamt samband Hollywood-stjarnanna Jennifer Lopez og Ben Affleck undanfarið. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um margra vikna skeið um að sambandi þeirra sé svo gott sem lokið. Nú virðist sem að sá orðrómur hafi verið staðfestur. Lífið 20. ágúst 2024 23:26
Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum. Lífið 19. ágúst 2024 15:10
Frægir kynnar á ráðstefnu Demókrata Kerry Washington, Tony Goldwyn, Mindy Kaling og Ana Navarro verða kynnar á ráðstefnu Demókrataflokksins sem hefst í Chicago í Illinois á morgun. Ráðstefnan stendur alla vikuna og mun hvert þeirra vera kynnir eina kvöldstund. Lífið 18. ágúst 2024 23:25
Brad Pitt stoppaði í hamborgara í Dalakofanum Leikarinn Brad Pitt er á landinu og fékk sér hamborgara í Dalakofanum í Laugum í Reykjadal í gær. Ingibjörg Arna Friðgeirsdóttir starfar í Dalakofanum og er ein þeirra sem afgreiddi leikarann í gær. Hún segir hann hafa verið afar kurteisan og að honum hafi þótt hamborgarinn góður. Lífið 18. ágúst 2024 18:09
Ekki búið spil Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru enn saman, þvert á það sem slúðurmiðlar greindu frá í gær. Umboðsmenn Dakota þvertaka fyrir sögusagnir um að þau væru á leið hvort í sína áttina. Lífið 17. ágúst 2024 12:17
Búið spil Bandaríska leikkonan Dakota Johnson og breski tónlistarmaðurinn Chris Martin eru hætt saman. Þau voru trúlofuð og búin að vera saman í rúm sjö ár en hafa ákveðið að halda í sitthvora áttina. Lífið 16. ágúst 2024 15:43
Fimm ákærðir í tengslum við andlát Perry Fimm hafa verið handteknir og ákærðir í tengslum við andlát leikarans Matthew Perry. Meðal þeirra eru þrír læknar en allir ákærðu eru sagðir hafa selt Perry ketamín og lagt sig fram um að leyna því hvað dró hann til dauða. Lífið 15. ágúst 2024 18:07
Handtekinn í tengslum við andlát Matthew Perry Einstaklingur hefur verið handtekinn í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum í tengslum við andlát Hollywood leikarans Matthew Perry. Perry lést eftir að hann tók inn of stóran skammt af ketamíni. Lífið 15. ágúst 2024 14:59
Ástin blómstrar í fjarlægð frá sviðsljósinu Raunveruleikastjarnan, förðunarmógúllinn og áhrifavaldurinn Kylie Jenner man ekki eftir sjálfri sér án frægðarinnar. Hún prýðir forsíðu breska Vogue þar sem hún deilir því meðal annars hve mikilvægt það er fyrir henni að halda ástarsambandi sínu og hjartaknúsarans Timothée Chalamet frá sviðsljósinu. Lífið 14. ágúst 2024 15:01
Ofurskvísur heimsins í íslenskri skóhönnun Áhrifavaldar Danmerkur flykktust að þegar hönnuðurinn Katrín Alda frumsýndi nýja KALDA skólínu í Kaupmannahöfn á tískuvikunni og andrúmsloftið einkenndist af hátískustemningu. Blaðamaður var á svæðinu og ræddi við Katrínu Öldu. Tíska og hönnun 13. ágúst 2024 18:00
Blake Lively umdeild forsíðustúlka septemberblaðsins Súperstjarnan og leikkonan Blake Lively prýðir forsíðu septemberblaðs Vogue sem er jafnframt alltaf stærsta útgáfa ársins hjá tímaritinu. Forsíðan minnir á gamaldags Hollywood glamúr og hafa netverjar tjáð skiptar skoðanir á þessu vali. Lively hefur sömuleiðis verið gagnrýnd fyrir markaðssetningu á nýrri kvikmynd sem hún fer með aðalhlutverk í. Lífið 13. ágúst 2024 13:30
Sást með huldumanni Mjaðmir kólumbísku söngkonunnar Shakiru ljúga engu og heldur ekki bros hennar en söngkonan knáa sást á stefnumóti með huldumanni í Miami borg í Bandaríkjunum í síðustu viku. Erlendir slúðurmiðlar hafa keppst við að fjalla um stefnumótið en myndir náðust af söngkonunni úti að borða með kappanum, sem ekki sést framan í. Lífið 9. ágúst 2024 16:12
Óvinsæll í vinahópnum Ben Affleck varð aldrei vinsæll meðal nánustu vina og samstarfsmanna Jennifer Lopez, sem sættu sig einungis við að besta vinkona þeirra væri gift leikaranum. Meðal þeirra sem tóku leikarann aldrei í sátt var umboðsmaðurinn Benny Medina en hann hefur haft Lopez á sínum snærum um árabil. Lífið 9. ágúst 2024 15:13
Upplifir sig niðurlægða Jennifer Lopez er sársvekkt og upplifir sig niðurlægða af Ben Affleck sem er sagður vilja bíða með að skilja opinberlega við hana, til þess að hlífa henni. Þetta er fullyrt í umfjöllun bandaríska slúðurmiðilsins PageSix. Lífið 6. ágúst 2024 15:48
Lynch ólíklegur til að leikstýra aftur vegna Covidhræðslu Bandaríski leikstjórinn David Lynch glímir við langvinna lungnaþembu og hefur gefið það í skyn að hann muni ekki koma til með að leikstýra á ný. Hann hættir sér ekki út vegna hræðslu við það að veikjast af sýkingum líkt og Covid. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 23:40
Stórstjörnur í kvikmynd um fundinn í Höfða Leikarar á borð við Jeff Daniels, Jared Harris og J.K. Simmons eru væntanlegir hingað til lands í byrjun október til að leika í kvikmynd um fund Ronald Reagans fyrrverandi Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbatsjov fyrrverandi leiðtoga Sovétríkjanna í Höfða í Reykjavík. Bíó og sjónvarp 5. ágúst 2024 20:42