Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Glamúrinn var sannarlega í fyrirrúmi á laugardagskvöld þegar stórstjörnur heimsins komu saman í sínu fínasta pússi á galakvöldi Academy Museum í Los Angeles. Tíska og hönnun 21. október 2024 20:00
Kynlífsatriðin alls ekki óþægileg Leikkonan Laura Dern segist hafa eignast vin til lífstíðar í mótleikara hennar Liam Hemsworth en tvíeykið leikur á móti hvort öðru í nýju Netflix myndinni Lonely Planet. Dern lýsir því jafnframt yfir að hún hafi upplifað sig mjög örugga með Hemsworth við tökur á krefjandi senum, til dæmis þegar það kom að kynlífsatriðunum. Lífið 21. október 2024 16:02
Með „bleikt kókaín“ í blóðinu þegar hann lést Bráðabirgðarkrufning á líki breska söngvarans Liam Payne hefur leitt í ljós að hann hafði neytt nokkra tegunda fíkniefna þegar hann lést. Meðal þeirra eru MDMA, ketamín og metamfetamín og kókaín. Lífið 21. október 2024 14:55
Lawrence ólétt í annað sinn Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence hefur tilkynnt að hún sé ólétt af sínu öðru barni. Lífið 21. október 2024 00:00
Cheryl kvartar yfir fjölmiðlaumfjöllun um Liam Payne Cheryl Ann Tweedy, söng- og sjónvarpskona og barnsmóðir Liam Payne, hefur tjáð sig í fyrsta sinn um dauða Liams í færslu á Instagram í dag. Nú muni sonur þeirra aldrei sjá föður sinn aftur. Lífið 18. október 2024 21:53
Bar fyrir sig að hafa eitt sinn verið í strákabandi Hótelgestur á CasaSur Palermo sem var einn sá síðasti til að eiga samskipti við breska söngvarann Liam Payne lýsir því að söngvarinn hafi verið hegðað sér einkennilega og óþægilega við aðra hótelgesti skömmu áður en hann fór upp á herbergi sitt þar sem hann féll svo af svölunum. Hann þóttist kyrkja einn gestanna, rústaði tölvunni sinni og bar fyrir sig að hann hefði eitt sinn verið í strákabandi. Lífið 18. október 2024 16:53
Rekinn af útgáfunni stuttu fyrir andlátið Bandaríska útgáfufyrirtækið Universal Music sagði upp samningi sínum við breska söngvarann Liam Payne nokkrum dögum fyrir andlát hans. Þá var hann án umboðsmanns. Lífið 18. október 2024 09:59
Fjölskylda Liam Payne biður um andrými Fjölskyldumeðlimir breska söngvarans Liam Payne hafa gefið frá sér yfirlýsingu vegna andláts hins 31 árs gamla söngvara. Þau segjast vera harmi slegin og biðja fjölmiðla um að gefa sér rými til að syrgja. Þá hafa heilbrigðisyfirvöld í Argentínu gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau segja að ómögulegt hafi verið að bjarga söngvaranum. Lífið 17. október 2024 12:53
Símtal í neyðarlínu varpar ljósi á atburðarásina Starfsfólk á hóteli þar sem breski söngvarinn Liam Payne lést í gærkvöldi hringdi á neyðarlínu skömmu fyrir andlátið vegna hegðunar söngvarans sem sagður var láta öllum illum látum á milli þess sem hann væri meðvitundarlaus vegna fíkniefnaneyslu. Erlendir miðlar hafa í dag birt upptöku af símtalinu. Lífið 17. október 2024 10:19
Harðlega gagnrýnd fyrir að birta myndir af líki Liam Payne Starfsfólk bandaríska slúðurmiðilsins TMZ hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir umfjöllun sína um andlát breska söngvarans Liam Payne. Miðillinn birti myndir af líki hans en hefur nú fjarlægt þær. Lífið 17. október 2024 09:43
Loka Sæbraut á laugardag vegna kvikmyndatöku Sæbraut verður lokað frá klukkan 8 á laugardagsmorgun til klukkan 13 sama dag vegna kvikmyndatöku á Hollywoodmynd um leiðtogafund Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev í Höfða árið 1986. Sæbrautinni verður lokað frá Borgartúni og að Snorrabraut. Búast má við umferðartöfum vegna lokunarinnar. Lífið 17. október 2024 09:28
Elskar að vera á níræðisaldri og eiga ungbarn Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist elska að vera nýbakaður pabbi. Hann er 84 ára gamall og eignaðist son í júní í fyrra og vonast að endurminningar sínar muni koma syni sínum vel. Lífið 16. október 2024 15:56
Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Réttarhöld yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean „Diddy“ Combs hefjast 5. maí næstkomandi. Þetta sagði dómari í New York í gær. Erlent 11. október 2024 08:36
Geymdi lík sonar síns í tvo mánuði Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, geymdi lík sonar síns, Benjamin Keough tónlistarmanns, á heimili sínu í Calabasa í Kaliforníu, í tvo mánuði eftir andlát hans og hlúði á því. Lífið 9. október 2024 11:32
Hafi enn verið hreinn sveinn Lisa Marie Presley segir að tónlistarmaðurinn Michael Jackson hafi sagt sér að hann væri hreinn sveinn þegar þau byrjuðu saman árið 1994. Hann var þá 35 ára en hún 25 ára. Jackson lést árið 2009. Lífið 8. október 2024 15:31
Móðir Whitney Houston látin Bandaríska söngkonan Cissy Houston, Grammy-verðlaunahafi og móðir tónlistarkonunnar Whitney Houston, er látin, 91 árs að aldri. Hún átti farsælan feril sem söngkona og kom meðal annars fram með stórstjörnunu, Arethu Franklin og Elvis Presley. Lífið 8. október 2024 09:20
Skilnaður handan við hornið hjá Kanye og Biöncu Rapparinn Kanye West og arkitektinn Bianca Censori eru sögð vera á barmi skilnaðar eftir tveggja ára hjónaband. Ekki hefur sést til hjónanna saman meðal almennings í tvær vikur. Lífið 7. október 2024 22:20
Náði að sættast við bróður sinn fyrir andlátið Stórstjarnan Madonna birti einlæga færslu á Instagram síðu sinni í gærkvöldi þar sem hún minnist bróður síns Christopher Ciccone sem féll nýverið frá eftir baráttu við krabbamein. Hún segir meðal annars að þau systkinin hafi ekki talað saman í einhver ár en hafi þó náð sáttum eftir að Christopher veiktist. Lífið 7. október 2024 11:02
Uppruni stjarnanna óþekktur: „Hver andskotinn hefur verið að setja þetta inn?“ Auglýsing Sambíóanna hefur vakið athygli vegna fjölda fimm stjörnu dóma sem myndin Joker: Folie á Deux er sögð fá. Á síðum sem safna saman bíódómum hefur enginn gagnrýnandi gefið henni slíkan dóm. Rekstrarstjóri Sambíóanna veit ekki hvaðan stjörnurnar koma og gat ekki svarað fyrir auglýsinguna. Innlent 6. október 2024 21:32
Covidsmitaður Al Pacino var nær dauða en lífi Bandaríski stórleikarinn Al Pacino segist hafa verið nær dauða en lífi árið 2020 þegar hann var smitaður af Covid-19. Lífið 6. október 2024 15:10
Dolly gefur 135 milljónir vegna Helenu Bandaríska söngkonan Dolly Parton tilkynnti á föstudag að hún ætlar að gefa eina milljón Bandaríkjadala í hjálparstarf vegna fellibylsins Helenu sem reið yfir Bandaríkin í síðustu viku. Lífið 6. október 2024 11:14
Eminem verður afi Bandaríski rapparinn Eminem er að verða afi í byrjun næsta árs. Hann tilkynnti gleðifréttirnar í nýju tónlistarmyndbandi við lagið Temporary, sem hann vann með söngkonunni Skylar Grey. Lífið 4. október 2024 11:08
Elt á röndum með drónum Bandaríska söngkonan Lana Del Rey er orðin langþreytt á því að hún og nýbakaður eiginmaður hennar krókódílamaðurinn Jeremy Dufrene eru elt á röndum með drónum. Söngkonan segir að nágrannapar séu sökudólgar í málinu, nágrannapar sem starfi sem papparassar. Lífið 3. október 2024 14:34
Læknir játar sök í tengslum við dauða Matthew Perry Læknir sem ákærður er fyrir að hafa átt þátt í fíkniefnatengdum dauða leikarans Matthew Perry hefur játað sök í málinu. Erlent 3. október 2024 07:01
Barnabarn Kurt Cobain og Tony Hawk í heiminn Francis Bean Cobain dóttir tónlistarmannsins Kurt Cobain og Riley Hawk sonur hjólabrettagoðsagnarinnar Tony Hawk hafa eignast sitt fyrsta barn saman. Um er að ræða strák sem kom í heiminn 17. september. Lífið 2. október 2024 15:51
„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tíska og hönnun 2. október 2024 13:04
Fór of nálægt arineldi og kveikti í andlitinu sínu Stórstjarnan Britney Spears deildi á dögunum afar óheppilegu atviki sem hún lenti í fyrr á árinu þar sem hún endaði á að missa hluta af hári sínu, augnhárum og augabrúnum. Lífið 1. október 2024 16:31
Þraukuðu saman í tvo mánuði Love Island sigurvegararnir Mimii Ngulube og Josh Oyinsan eru hætt saman tveimur mánuðum eftir að hafa farið alla leið í elleftu seríu af bresku raunveruleikaþáttunum vinsælu sem teknir eru upp á Mallorca í Miðjarðarhafi. Lífið 1. október 2024 14:45
Draumkennt brúðkaup á Sardiníu Ástralska leikkonan Rebel Wilson og Ramona Agruma giftu sig undir berum himni á ítölsku eyjunni Sardiníu síðastliðinn laugardag. Hjónin deildu fallegum myndum frá brúðkaupsdeginum á Instagram. Lífið 30. september 2024 17:00
Lætur nettröllin ekki hafa áhrif á sjálfsmyndina „Það tekur auðvitað á að lesa andstyggilegar athugasemdir um líkamann minn,“ segir breska stórstjarnan og leikkonan Florence Pugh. Pugh leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og jákvæðri líkamsímynd en segir að það geti verið erfiðara þegar fólk leyfir sér að hrauna yfir hana á Internetinu. Lífið 30. september 2024 10:31