Næsti Dumbledore fundinn Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Bíó og sjónvarp 13. febrúar 2025 15:16
Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Danski leikstjórinn Lars von Trier, sem greindist með Parkinson árið 2022, hefur verið lagður inn á hjúkrunarheimili. Lífið 13. febrúar 2025 10:43
Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rapparinn Kendrick Lamar vakti vægast sagt athygli og umtal með hálfleiksatriði sínu á Ofurskálinni í fyrradag. Það er mikil hugsun á bak við allt sem hann gerir og var klæðaburður hans þar ekki undanskilinn. Tíska og hönnun 11. febrúar 2025 14:30
Það besta og skrýtnasta í dýrasta auglýsingaplássi veraldar Auglýsingar í sjónvarpi standa enn fyrir sínu á öld samfélagsmiðla, ekki síst í tengslum við risaviðburði eins og bandarísku Ofurskálina í nótt. Þetta er mat sköpunarstjóra hjá auglýsingastofunni Ennemm. Við rýnum með honum í Ofurskálarauglýsingar, sem geta kostað auglýsendur marga milljarða. Viðskipti innlent 10. febrúar 2025 21:02
Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Það hefur vart farið fram hjá neinum að Ofurskálin fór fram í nótt þar sem Fíladelfíu ernirnir eða Philadelphia Eagles tryggðu sér sigur á móti Kansas borgar stjórunum eða Kansas City Chiefs. Margar af stjörnum heims létu sig ekki vanta og Kendrick Lamar tryllti lýðinn í hálfleiks atriðinu. Lífið 10. febrúar 2025 16:01
Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Bandaríski rapparinn Kendrick Lamar átti sviðið í hálfleik Ofurskálarinnar í nótt. Beðið var eftir komu hans með mikilli eftirvæntingu og kynnti stórleikarinn Samuel L. Jackson hann svo á svið í hlutverki bandaríska erkifrændans Sam. Lífið 10. febrúar 2025 10:16
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. Gagnrýni 10. febrúar 2025 07:00
Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Hæfileikabúntið og Akureyringurinn Þorsteinn Sindri Baldvinsson, betur þekktur sem Stony, segir að fyrirhuguð þriggja mánuð búseta í Los Angeles hafi orðið að súrrealískum tíu árum. Á þessum tíu árum hefur hann landað hlutverkum í hinum ýmsu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum en síðast lék hann í verkefnum með stjörnum eins og David Schwimmer og Will Ferrell. Lífið 8. febrúar 2025 07:02
Segist vera nasisti sem elskar Hitler Kanye West hefur á síðustu klukkutímum sagst vera nasisti og elska Adolf Hitler. Hann segir gyðingahatur bull sem gyðingar bjuggu til og hann ætli aldrei aftur að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Lífið 7. febrúar 2025 16:10
Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu. Lífið 6. febrúar 2025 11:30
Þriðja barn Gisele komið í heiminn Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur eignast sitt þriðja barn og það fyrsta með Jiu-jitsu-þjálfaranum Joaquim Valente. Lífið 6. febrúar 2025 10:19
Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í tíunda áratugar þáttaröðinni 90201, fer hispurslaust yfir fortíð sína í hlaðvarpi sem hún heldur úti. Hún hefur verið óhrædd við að deila sögum af fyrrum ástmönnum sínum og í nýjasta þættinum segir hún frá eftirminnilegum kossi hennar og írsku stórstjörnunnar Colinn Farrell. Lífið 5. febrúar 2025 16:01
Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Stærstu stjörnur í heimi voru óhræddar við að taka áhættu á rauða dreglinum í gær þegar Grammy verðlaunahátíðin fór fram í 67. skipti. Ef marka má fataval stjarnanna má gera ráð fyrir að tískan í ár fari bæði í ögrandi og listrænar áttir. Tíska og hönnun 3. febrúar 2025 12:04
Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi. Lífið 3. febrúar 2025 08:25
Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari vann til Grammy-verðlauna í nótt fyrir flutning sinn á Goldberg-tilbrigðum Johanns Sebastian Bach. Hann vann til verðlauna í flokki klassískra einleikshljóðfæraleikara. Lífið 3. febrúar 2025 07:15
Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðin er á enda hjá tónlistarkonunni Beyoncé Knowles-Carter en hún varð loksins hlutskörpust í valinu á bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum í nótt. Lífið 3. febrúar 2025 06:45
Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Leikkonan Lily Collins og leikstjórinn Charlie McDowell eignuðust dóttur með hjálp staðgöngumóður fyrr í vikunni. Lífið 1. febrúar 2025 14:08
Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin. Hún var 78 ára þegar hún lést. Talsmaður hennar hefur staðfest andlát hennar en hún lést í London. Fjölskylda hennar var með henni. Lífið 30. janúar 2025 19:59
Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Bandaríski leikarinn Will Ferrell ætlar að umbreyta Eurovision kvikmyndinni sem sló í gegn árið 2020 í söngleik á Broadway. Hann segist einfaldlega ekki geta slitið sig frá Eurovision. Lífið 29. janúar 2025 14:33
Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa Myndefni af þeim Justin Baldoni og Blake Lively á setti kvikmyndarinnar It Ends With Us sýnir fram á nauðsyn þess að svokallaðir nándarráðgjafar starfi á kvikmyndasettum. Þetta segir nándarráðgjafinn Ita O'Brien sem er frumkvöðull á þessu sviði. Lífið 27. janúar 2025 16:01
Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 Ný mynd um Michael Jackson er skyndilega í lausu lofti, rétt eftir að tökur kláruðust, vegna klásúlu í dómsátt popparans við fjölskyldu tánings sem sakaði popparann um áreitni árið 1993. Málið átti að vera lykilatriði í myndinni en umfjöllun um það brýtur í bága við samning Jackson og fjölskyldunnar. Lífið 27. janúar 2025 00:20
Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Paul Reubens, sem er þekktastur fyrir að leika Pee-wee Herman, hefur komið út úr skápnum í nýrri heimildamynd um líf leikarans sem lést fyrir tveimur árum síðan. Lífið 25. janúar 2025 21:43
Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Tilnefningar til Razzie-verðlaunanna svokölluðu voru kynntar í dögunum, í sömu viku og tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar. Bíó og sjónvarp 23. janúar 2025 17:33
Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Tilkynnt var fyrir skemmstu hvaða kvikmyndir hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í ár. Þar kennir ýmissa grasa en kvikmyndin Emilia Pérez er tilnefnd í flestum flokkum, alls þrettán talsins sem er met fyrir mynd þar sem enska er ekki aðaltungumálið. Framlag Íslands í ár kvikmyndin Snerting hlaut ekki náð fyrir augum akademíunnar. Lífið 23. janúar 2025 14:12
Snerting ekki tilnefnd til Óskars Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna, kvikmyndin Snerting eftir Baltasar Kormák hlaut ekki náð fyrir augum Akademíunnar í ár. Myndin var á stuttlista og var meðal fimmtán bestu erlenda mynda sem eftir voru á lista en fyrir skemmstu var tilkynnt hvaða fimm myndir í flokknum verða tilnefndar til Óskarsins. Lífið 23. janúar 2025 13:44
Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Í ljós kemur í dag hvaða kvikmyndir verða tilnefndar til Óskarsverðlauna á hátíðinni sem fram fer þann 3. mars næstkomandi. Meðal mynda sem eru á lista og gætu verið tilnefndar er íslenska kvikmyndin Snerting sem er meðal fimmtán mynda á stuttlista erlendra mynda. Lífið 23. janúar 2025 12:00
Gervais minnist hundsins úr After Life Breski grínistinn Ricky Gervais hefur greint frá því að hundurinn sem fór með hlutverk Brandy í þáttunum After Life sé allur. Lífið 23. janúar 2025 08:52
Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og leikstjórinn Robert Eggers leiða saman hesta sína á nýjan leik og hafa skrifað nýjan varúlfahrylling. Bíó og sjónvarp 22. janúar 2025 22:32
Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lögmenn bandaríska leikarans og leikstjórans Justin Baldoni hafa birt myndband af setti kvikmyndarinnar It Ends With Us þar sem þau Blake Lively leika saman í rómantísku atriði. Að sögn lögmanna hans sýnir myndbandið fram á að hann hafi ekki kynferðislega áreitt leikkonuna líkt og hún hefur sakað hann um. Lögmenn leikkonunnar segja að myndbandið styðji ásakanir hennar. Lífið 22. janúar 2025 09:51
Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber hætti um stund að fylgja eiginkonu sinni Hailey Baldwin á samfélagsmiðlinum Instagram. Þá fylgir hann tengdaföður sínum ekki lengur á miðlinum, Hollywood stjörnunni Stephen Baldwin. Hann segir að einhver hafi brotist inn á aðganginn og hætt að fylgja eiginkonunni. Lífið 21. janúar 2025 16:31