Mary Poppins leikkonan Glynis Johns látin Leikkonan Glynis Johns er látinn hundrað ára að aldri. Leikkonan var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem frú Banks í kvikmyndinni Mary Poppins. Myndin er frá árinu 1964. Í myndinni söng Johns lagið Sister Sufragette og lék móðir barnanna sem Mary Poppins passaði. Lífið 4. janúar 2024 21:29
Skiptir um trúfélag og íhugar að gerast djákni Bandaríski leikarinn Shia Labeouf hefur skráð sig í kaþólsku kirkjuna. Hann íhugar jafnframt að gerast djákni og starfa fyrir kirkjuna. Lífið 4. janúar 2024 13:17
Snjallsímaleikur Kim Kardashian lagður niður Snjallsímaleikur raunveruleikaþáttastjörnunnar Kim Kardashian hefur verið fjarlægður úr smáforritaverslunum helstu snjallsíma. Tíu ár eru síðan leikurinn var gefinn út en Kardashian kveðst ætla að snúa sér að öðrum verkefnum í staðinn. Leikjavísir 3. janúar 2024 19:38
Hópárás gegn 90210 stjörnu náðist á myndband Bandaríski leikarinn Ian Ziering lenti í átökum við mótorhjólagengi á gamlárskvöld. Myndband af átökunum hefur verið birt í fjölmiðlum vestanhafs, en þar má sjá marga ráðast að Ziering sem svarar fyrir sig, en endar á að hlaupa á brott. Lífið 3. janúar 2024 10:37
Kimmel hótar Rodgers lögsókn fyrir ummæli um Epstein-listann Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel hefur hótað lögsókn á hendur Aaron Rodgers, leikstjórnanda New York Jets, eftir að síðarnefndi gaf það í skyn að nafn Kimmel yrði að finna á margumræddum „vinalista“ kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Lífið 3. janúar 2024 08:26
„Ég er glöð að ég fékk að kynnast honum og vinna með honum“ „Hann gat komið öllum til að hlæja. Um leið og hann kom inn í herbergi þá fór fólk að brosa,“ segir bandaríska leikkonan Chloe Lang og á þar við mótleikara sinn úr Lazy Town sjónvarpsþáttunum; Stefán Karl Stefánsson heitinn. Lífið 2. janúar 2024 14:06
Tom Wilkinson látinn Breski leikarinn Tom Wilkinson er látinn. Hann er frægur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Full Monty, Shakespeare in Love og The Best Exotic Marigold Hotel. Hann var 75 ára að aldri. Lífið 30. desember 2023 17:59
Disney kærir bílaþvottastöð í Síle Lucasfilm, fyrirtæki í eigu Disney-samsteypunnar sem framleiddi Stjörnustríðsmyndirnar og myndirnar um Indiana Jones, er að kæra síleska bílaþvottastöð fyrir vörumerkjastuld. Erlent 28. desember 2023 21:13
Segist hafa verið grátbeðinn um að vera með Donald Trump hafnar fullyrðingum leikstjórans Chris Columbus um að hann hafi beitt tuddabrögðum til þess að birtast í örstutta stund í jólamyndinni Home Alone 2: Lost in New York. Lífið 28. desember 2023 16:04
Masterson kominn í fangelsi Leikarinn og nauðgarinn Danny Masterson hefur verið fluttur í almennt fangelsi í Kaliforníu, þar sem hann mun sitja inni í minnst tuttugu og fimm ár. Masterson mun afplána tvöfaldan nauðgunardóm sinn í North Kern fangelsinu í Kaliforníu. Erlent 28. desember 2023 10:33
Æskuheimili Beyoncé brann á jólanótt Æskuheimili tónlistarkonunnar Beyoncé í Houston í Bandaríkjunum brann á jólanótt. Fjölskyldan sem býr í húsinu slapp til allrar hamingju óhullt. Lífið 26. desember 2023 20:42
Ye biðst afsökunar á gyðingaandúð á hebresku Umdeildi rapparinn og fatahönnuðurinn Ye, áður Kanye West, hefur beðið gyðingasamfélagið afsökunar vegna hatursfullra ummæla sem hann hefur síðastliðið ár látið falla um gyðinga. Hann segist nú vonast eftir fyrirgefningu og sjá eftir ummælum sínum. Lífið 26. desember 2023 15:36
Columbus segir Trump hafa heimtað hlutverkið í Home Alone Chris Columbus, leikstjóri fyrstu tveggja Home Alone bíómyndanna, segir Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem fór með aukahlutverk í myndinni, hafa heimtað að fá að koma fram í myndinni gegn því að tekið yrði upp á Plaza hótelinu, sem var þá í hans eigu. Lífið 25. desember 2023 16:56
Vopnuð nágrannakona réðst á Charlie Sheen Bandaríski leikarinn Charlie Sheen varð fyrir líkamsárás á heimili sínu í vikunni. Kona á fimmtugsaldri hefur verið handtekin vegna málsins. Lífið 22. desember 2023 22:45
Ræddu samruna Warner og Paramount David Zaslav og Bob Bakish, æðstu yfirmenn Warner Bros. Discovery og Paramount funduðu í þessari viku um mögulegan samruna fyrirtækjanna tveggja. Forsvarsmenn Paramount vilja selja og forsvarsmenn Warner Bros leita að nýjum samruna. Viðskipti erlent 21. desember 2023 12:03
Grínaðist með gosið og nafn Þorvalds Þórðarsonar „Eins og alltaf, byrjum við á stóru fréttinni frá Íslandi.“ Þetta sagði Stephen Colbert, stjórnandi The Late Show, í upphafi þáttar síns á CBS í gærkvöldi. Þar ræddi hann á léttum nótum um eldgosið á Reykjanesi og nafn Þorvalds Þórðarsonar. Lífið 20. desember 2023 13:42
Þau komu til Íslands 2023 Hópur svokallaðra Íslandsvina stækkaði umtalsvert á árinu sem er að líða. Vegna fjölda funda sem fóru fram hér á landi bættust erlendir stjórnmálaleiðtogar í umræddan hóp. Þá tróð heimsfrægt tónlistarfólk upp á Íslandi á árinu. Aðrir voru komnir á klakann í öðrum erindagjörðum, sumir voru einfaldlega í fríi. Lífið 19. desember 2023 17:29
Avengers: Kang Dynasty í uppnámi eftir sakfellingu Majors Marvel Studios hafa ákveðið að rifta samningi sínum við leikarann Jonathan Majors, eftir að hann var fundinn sekur í gær um að hafa ráðist á kærustu sína, Grace Jabbari. Lífið 19. desember 2023 10:48
Özil gerði grín að DiCaprio: „Arsenal er eldra en 25 ára“ Fyrrverandi fótboltamaðurinn Mesut Özil gat ekki stillt sig um að skjóta á stórleikarann Leonardo DiCaprio eftir nýleg ummæli hans um Arsenal. Enski boltinn 19. desember 2023 08:00
Marvel stjarna dæmd fyrir heimilisofbeldi Marvel stjarnan Jonathan Majors hefur verið dæmd fyrir að hafa ráðist á kærustuna sína. Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir í hálfan mánuð en dómstóll upplýsti um niðurstöðu sína í dag. Lífið 18. desember 2023 20:51
Kendall Jenner og Bad Bunny hætt saman Ofurfyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner og rapparinn Bad Bunny eru hætt saman ef marka má heimildir erlendra slúðurmiðla. Lífið 18. desember 2023 00:10
Fyrsti trommuleikari AC/DC látinn Ástralski trommuleikarinn Colin Burgess, sem var fyrsti slagverksleikari rokkhljómsveitarinnar AC/DC, er látinn. Burgess varð 77 ára gamall. Lífið 16. desember 2023 18:24
Dánarorsök Matthew Perry ljós Leikarinn Matthew Perry sem fór með hlutverk Chandlers Bing í gamanþáttunum Friends lést eftir að hann tók inn ketamín. Efnið er notað sem lyf við þunglyndi og kvíða en einnig sem vímuefni. Lífið 15. desember 2023 21:52
Brooklyn Nine-Nine-stjarnan lést úr lungnakrabbameini Bandaríski leikarinn Andre Braugher, frægur fyrir að hafa farið með hlutverk varðstjórans Raymond Holt í vinsælu gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, lést úr lungnakrabbameini. Hann féll frá þann 11. desember síðastliðinn, 61 árs að aldri. Lífið 14. desember 2023 22:45
Brooklyn Nine-Nine-stjarna látin Bandaríski leikarinn Andre Braugher, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Brooklyn Nine-Nine, er látinn. Hann varð 61 árs gamall. Lífið 13. desember 2023 06:29
Cardi B og Offset hætt saman Rappparið Cardi B og Offset er hætt saman. Þau hafa nokkrum sinnum áður hætt saman en nýlega hefur verið uppi orðrómur um að Offset hafi haldið fram hjá Cardi. Lífið 11. desember 2023 16:00
Barbie og Succession með flestar tilnefningar til Golden Globe Kvikmyndin Barbie er með níu tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, mest allra kvikmynda. Sú þáttaröð sem fékk flestar tilnefningar er Succession, einnig með níu. Lífið 11. desember 2023 14:41
Sniðgekk hávaxna leikara til að spara pening Leikstjórinn James Cameron réði bara aukaleikara sem voru undir 172 sentimetrar á hæð til að leika í Titanic. Þannig gat hann sparað 750 þúsund dollara, rúmar hundrað milljónir króna, við smíðar á kvikmyndasettinu. Lífið 11. desember 2023 13:44
Systir Honey Boo Boo er látin Anna „Chickadee“ Cardwell er látin, 29 ára að aldri. Cardwell var systir raunveruleikaþáttastjörnunnar Alana Thompson, betur þekkt sem „Honey Boo Boo“. Lífið 11. desember 2023 07:37
Leikarinn Ryan O'Neal látinn Bandaríski leikarinn Ryan O'Neal er látinn 82 ára að aldri. Lífið 8. desember 2023 22:21