Strákarnir í Seinni bylgjunni hita upp fyrir úrslitakeppnina og gera upp tímabilið Úrslitakeppni Olís-deildar karla hefst á morgun og að því tilefni verður Seinni bylgjan með veglegan upphitunarþátt í dag. Handbolti 20. apríl 2022 13:16
Guðni Th. um aðstöðuleysi á Íslandi: „Þjóðarhöll stendur ekki undir nafni ef hana má ekki nota“ Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða stöðu þjóðarleikvanga Íslands í boltaíþróttum. Hann vill nýja þjóðarhöll hið fyrsta. Sport 20. apríl 2022 12:00
Markadrottningin utan hóps í kvöld Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn mæta Svíum í kvöld í næstsíðasta leik Íslands í undankeppni EM kvenna í handbolta. Handbolti 20. apríl 2022 11:24
„Ætlum að treysta á það að við munum eiga okkar besta dag“ Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tekur á móti því sænska á Ásvöllum í dag í seinasta heimaleik liðsins í undankeppni EM 2022. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, segir að íslensku stelpurnar eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Handbolti 20. apríl 2022 08:01
Valskonur sóttu tvo leikmenn yfir hátíðarnar Valskonur eru þegar farnar að styrkja sig fyrir átök næsta tímabils í Olís-deild kvenna í handbolta. Yfir páskahelgina var staðfest að þær Sara Dögg Hjaltadóttir og Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir væru gengnar í raðir Vals. Handbolti 19. apríl 2022 16:30
Danir fjalla um aðstöðuleysi Íslendinga Svo virðist sem þrumuræða Guðmundar Guðmundssonar, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, um aðstöðuleysi íslenskra landsliða hafi ekki aðeins vakið athygli hér heima fyrir. Frændur okkar Danir hafa nú fjallað um það aðstöðuleysi sem hér ríkir. Handbolti 18. apríl 2022 12:30
Þjóðarhöll eða þjóðarskömm? Það var sannarlega frábært að fylgjast með íslenska karlalandsliðinu í handbolta vinna sigur á Austurríki í gær. En á sama tíma var það sorglegt að Guðmundur Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfari, þyrfti að nýta augnablikið í sigurreifu viðtali eftir leik til þess að ávíta stjórnvöld fyrir aðstöðuleysi landsliðsins. Skoðun 17. apríl 2022 15:00
Lærisveinar Erlings köstuðu frá sér HM-sætinu Eringur Richardsson og lærisveinar hans í hollenska landsliðinu verða ekki með á HM í handbolta í janúar á næsta ári eftir sjö marka tap á heimavelli gegn Portúgal, 35-28. Handbolti 17. apríl 2022 14:43
Spilaði fyrsta landsleikinn í 816 daga: „Yndislegt að koma inn á“ Haukur Þrastarson lék í gær sinn fyrsta landsleik síðan 22. janúar 2020, eða í 816 daga, þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Handbolti 17. apríl 2022 11:00
Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður á HM Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM sem fram ferí Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Handbolti 17. apríl 2022 10:35
Reiður út í íslensk stjórnvöld: „Móðgandi hvernig þeir koma fram við þetta landslið okkar“ Þrátt fyrir að íslenska karlalandsliðið hafi tryggt sér sæti á HM 2023 með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, sauð á Guðmundi Guðmundssyni eftir leik. Landsliðsþjálfarinn sendi stjórnvöldum tóninn og sagði ótækt að Ísland ætti ekki þjóðarhöll. Handbolti 17. apríl 2022 08:00
Seinni bylgjan: Lið tímabilsins í Olís-deildinni Olís-deild kvenna lauk nú fyrir helgi og sérfræðingar Seinni bylgjunnar gerðu tímabilið upp. Handbolti 16. apríl 2022 23:01
Lítið um óvænt úrslit í umspilinu Þýskaland, Serbía, Króatía og Ungverjaland verða með á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs. Handbolti 16. apríl 2022 22:01
Myndir: Mikil gleði þegar áhorfendur fengu loks að mæta á leik hjá Strákunum okkar Í fyrsta sinn í rúm tvö ár gat íslenska karlalandsliðið í handbolta spilað fyrir framan áhorfendur þegar það mætti Austurríki í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Handbolti 16. apríl 2022 19:32
„Að sigla þessu svona örugglega finnst mér sýna mikið styrkleikamerki “ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, var gríðarlega sáttur eftir 8 marka sigur, 34-26, á Austurríki í dag. Með sigrinum er Ísland búið að tryggja sér sæti á HM í handbolta sem fer fram í janúar. Handbolti 16. apríl 2022 18:30
„Klæddi ég hann úr? Eitthvað aðeins“ Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í vörninni þegar Ísland vann Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna um sæti á HM 2023. Handbolti 16. apríl 2022 18:24
„Fékk gæsahúð mörgum sinnum“ Guðmundur Guðmundsson var hæstánægður eftir að Ísland tryggði sér sæti á HM með átta marka sigri á Austurríki, 34-26, í seinni leik liðanna í umspili í dag. Handbolti 16. apríl 2022 18:16
Umfjöllun: Ísland - Austurríki 34-26 | Leiðin greið á enn eitt stórmótið Ísland er komið á sitt sjötta heimsmeistaramót í röð eftir stórsigur á Austurríki, 34-26, á Ásvöllum í seinni leik liðanna í umspili um sæti á HM í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Ísland vann einvígið, 68-56 samanlagt. Handbolti 16. apríl 2022 17:46
Seinni bylgjan: „Umgjörðin er svo sannarlega til staðar á Selfossi“ Selfyssingar munu leika í Olís-deild kvenna í handbolta á næstu leiktíð eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill66-deild kvenna á dögunum. Svavar Vignisson, þjálfari liðsins, viðurkennir að markmiðið hafi ekki endilega verið að vinna deildina. Handbolti 16. apríl 2022 14:30
Haukur og Daníel koma inn í íslenska hópinn Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson hefur gert tvær breytingar á íslenska hópnum fyrir seinni leikinn gegn Austurríki í umspili um laust sæti á HM í handbolta. Handbolti 16. apríl 2022 12:16
Elvar Örn ekki með á morgun vegna meiðsla Íslenska landsliðið í handbolta verður án lykilmanns í leiknum mikilvæga gegn Austurríki á morgun í HM umspilinu. Handbolti 15. apríl 2022 20:00
Sú markahæsta búin að semja í Svíþjóð Stórskyttan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Önnered. Handbolti 15. apríl 2022 12:00
Lovísa: Þungu fargi létt að losa KA/Þórsgrýluna Lovísa Thompson gerði sér lítið fyrir og skoraði 17 mörk þegar Valur lagði KA/Þór að velli í lokaumferð Olísdeildar kvenna í handbolta kvenna í kvöld. Handbolti 14. apríl 2022 18:51
Umfjöllun og viðtöl: Valur – KA/Þór 29-23 | Lovísa frábær þegar Valur hirti annað sætið af KA/Þór Valur náði að hirða annað sæti í Olísdeild kvenna í handbolta af KA/Þór með 29-23 sigri í leik liðanna í lokaumferð deildarkeppninnar í Origo-höllinni að Hlíðarenda í kvöld. Handbolti 14. apríl 2022 18:39
„Þetta var mjög döpur frammistaða“ Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, var svekktur eftir tólf marka tap á móti Stjörnunni í síðasta leik Olís-deildar kvenna í handbolta í dag. Haukar lentu undir strax í byrjun leiks og áttu erfitt með að koma sér almennilega inn í leikinn. Lokatölur 32-20. Handbolti 14. apríl 2022 17:58
HK hafði betur í botnslagnum HK sótti Aftureldingu heim í seinustu umferð Olís-deildar kvenna í dag þar sem gestirnir úr Kópavogi unnu nauman eins marks sigur, 24-25. Handbolti 14. apríl 2022 17:34
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan – Haukar 32-20| Öruggur sigur Stjörnunnar á Haukum Stjarnan og Haukar mættust í lokaumferð Olís-deildar kvenna í handbolta. Stjörnukonur tóku stjórnina snemma leiks og unnu öruggan tólf marka sigur, 32-20. Handbolti 14. apríl 2022 15:15
Eyjakonur höfðu betur gegn deildarmeisturunum í lokaleik tímabilsins ÍBV vann nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti nýkrýndum deildarmeisturum Fram í lokaleik Olís-deildar kvenna í dag, 24-22. Handbolti 14. apríl 2022 14:31
„Ég spilaði fínan leik“ Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, var ánægður með sigurinn á sterku liði Austurríkis í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Lokatölur 30-34. Handbolti 13. apríl 2022 20:00
„Hefði viljað fá fleiri mörk“ Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefði viljað vinna stærri sigur á Austurríki í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023 í dag. Leikar fóru 30-34 en Ísland náði mest sjö marka forskoti í leiknum. Handbolti 13. apríl 2022 19:30