Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Keppni hætt vegna veðurs

Keppni á PGA-Meistaramótinu í golfi var frestað um klukkan ellefu í kvöld vegna þrumuveðurs á Baltusrol-vellinum í New Jersey og hefur verið ákveðið að hefja leik aftur á morgun. Sjónvarpsstöðin Sýn mun vera með beina útsendigu á morgun og hefst útsending klukkan 14:00. Þegar leik var hætt var Phil Mickelson frá Bandaríkjunum með forsytu.

Sport
Fréttamynd

Phi Mickelson efstur - Tiger slapp

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson lék á 65 höggum í dag og er efstur eftir tvo hringi á  PGA-Meistaramótinu í golfi. Hann er samtals á 8 höggum undir pari og hefur þriggja högga forskot á Jerry Kelly sem er í öðru sæti. Þrír kylfingar deila þriðja sætinu, þeir Rory Sabbatini, Davis Love III og Lee Westwood, á 4 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Woods byrjar illa á PGA

Tiger Woods, stigahæsti kylfingur heims, byrjaði ekki vel á PGA-meistaramótinu í golfi sem hófst á Baltusrol-vellinum í New Jersey í gærkvöld. Tiger lék fyrsta hringinn á fimm höggum yfir pari og er í 113. sæti, en 97 af hundrað stigahæstu kylfingum heims taka þátt í mótinu.

Sport
Fréttamynd

Holukeppnin hófst í morgun

Undanúrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitil karla og kvenna í holukeppni í golfi hófust á Hvaleyrarvelli í morgun. Í gær varð að fresta keppni vegna veðurs. Í undanúrslitum í karlaflokki mætast Stefán Már Stefánsson og Pétur Óskar Sigurðsson úr GR og þá eigast við Magnús Lárusson úr GKJ og Óttó Sigurðsson úr GKG.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur og Ottó Íslandsmeistar

Kylfingurinn Ragnhildur Sigurðardóttir sigraði Þórdísi Geirsdóttur í úrslitaleik Íslandsmótsins í holukeppni í dag og varði þar með titil sinn. Í karlaflokki sigraði Ottó Sigurðsson GKG Pétur Óskar Sigurðsson.

Sport
Fréttamynd

Holukeppni frestað vegna roks

Vegna hvassviðris var undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni í golfi frestað í morgun. Ávörðun verður tekin í hádeginu um framhaldið. Pétur Óskar Sigurðsson og Stefán Már Stefánsson, báðir úr GR, og Magnús Lárusson, GKJ, og Ottó Sigurðsson, GKG, keppa í undanúrslitum í karlaflokki. Í kvennaflokki mætir Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, Nínu Björku Geirsdóttur, GKJ, og Þórdís Geirsdóttir, Keili, keppir við Önnu Lísu Jóhannsdóttur.

Sport
Fréttamynd

Ólöfu Maríu gengu illa í dag

Ólöf María Jónsdóttir er í 34.-39. sæti á oOpna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Eftir 13 holur í dag er Ólöf María á sjö höggum yfir pari og því samtals á 16 höggum yfir pari. Annika Sörenstam hefur forystu, er á pari eftir 6 holur í dag og samtals á fjórum höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Ólöf lék á 20 yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir hafnaði í 45.-49. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Ólöfu gekk afar illa í dag og lék samtals á á 20 höggum yfir pari og því samtals á 308 höggum. Hins sænska Annika Sörenstam sigraði mótið á 4 höggum undir pari og Natalie Gulbis frá Bandaríkjunum varð önnur á 3 undir pari.

Sport
Fréttamynd

Beckman með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Ólöf meðal efstu kvenna í Svíþjóð

Ólöf María Jónsdóttir er í 9.-12. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Hún lék sjö fyrstu holurnar í morgun á einu yfir pari og er samtals á þremur yfir pari. Suzann Petterson Noregi og Gladys Nocera Frakklandi hafa forystu, eru á tveimur undir pari.

Sport
Fréttamynd

Mayfair með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Keppt er eftir Stableford-fyrirkomulaginu en þetta er eina mótið í PGA-röðinni sem það er gert. Billy Maifair er með 15 punkta og annar er Brand Jobe með 13 punkta. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Móti enn frestað vegna rigningar

Fresta varð keppni í gær á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado vegna ausandi rigningar. Enn eina ferðina gripu veðurguðirnir í taumana en þetta er tuttugasta árið í röð sem ekki er hægt að hefja keppni á þessu móti á réttum tíma.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á einu undir

Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék vel á fyrsta degi Evrópumótsins á Barsebake-vellinum við Malmö í dag en hún var á einu höggi undir pari á 71 höggi. Annika Sörenstam, sem er gestgjafi mótsins, var tveimur höggum undir pari eftir 15 holur.

Sport
Fréttamynd

88 ára á 88 höggum

88 ára gamall Íslendingur, Stefán Þorleifsson, náði þeim ótrúlega árangri um síðustu helgi að leika 18 holu golfhring á jafnmörgum höggum og árin hans, eða 88 höggum. Afar fáheyrt er að maður á þessum aldri leiki golf svo vel eins og Stefán sem afrekaði þetta á golfmóti Golfklúbbs Norðfirðinga.

Sport
Fréttamynd

Unglingar valdir í golflandsliðið

Staffan Johansson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið fjóra kylfinga til að keppa á Evrópumóti karla sem fram fer í Belgíu dagana 17. - 20. ágúst n.k.  Keppt verður á Antwerpen "Rinkven" golfvellinum.  Íslensku keppendurnir eru Heiðar Davíð Bragason GKJ, Kristján Þór Einarsson GKJ, Magnús Lárusson GKJ og Ólafur B. Loftsson NK.

Sport
Fréttamynd

Magnús Lárusson vann Einvígið

Magnús Lárusson úr golfklúbbnum Kili sigraði í Einvíginu á Nesvelli annað árið í röð í gær þar sem tíu bestu kylfingar landssins öttu kappi í árlegu góðgerðarmóti. Magnús vann félaga sinn Sigurpál Geir Sveinsson úr Kili á síðustu holu. Íslandsmeistarinn , Heiðar Davíð Bragason , sem einnig er úr Kili féll úr leik á holunni á undan. 250.000 krónur runnu að þessu sinni til Barnaspítala Hringsins.

Sport
Fréttamynd

Magnús Lárusson sigraði á Nesinu

<div class="Text194214">Magnús Lárusson kylfingur úr Golfklúbbnum Kili hrósaði sigri í Einvíginu á Seltjarnarnesi annað árið í röð í gær. Hann bar sigurorð af Sigurpáli Geir Sveinssyni á lokaholunni  Einvígið á Nesinu var haldið í 9.sinn í gær en það er góðgerðarmót og rann ágóðinn, 250.000 krónur, til styrktar Barnaspítala Hringsins.</div>

Sport
Fréttamynd

Els frá í 4 mánuði

Suður-afríski kylfingurinn, Ernie Els, verður frá keppni í allt að 4-5 mánuði en hann slasaðist illa á hné fyrir hálfum mánuði þegar hann var í siglingu með fjölskyldu sinni. Hann missir því af síðasta stórmóti ársins, USPGA-meistaramótinu sem og keppninni um Forsetabikarinn og í heimsmótinu í holukeppni.

Sport
Fréttamynd

Vijay Singh vann Buick mótið

Vijay Singh sigraði á opna Buick mótinu sem var haldið í Michigan sem var sýndur  á Sýn. Vijay fór hringinn í gær á 70 höggum og endaði á samtals 24 undir pari. Tiger Woods og Zach Johnson urðu jafnir í öðru sæti 4 höggum á eftir.

Sport
Fréttamynd

Singh að spila frábært golf

Vijay Singh spilaði frábært golf á Opna Buick mótinu í nótt og fór hringinn á 63 höggum. Hann hefur fimm högga forustu á Zach Johnson. Chris DiMarco er í 3. sæti og Tiger Woods því fjórða, átta höggum á eftir Singh.

Sport
Fréttamynd

Tiger jafnaði vallarmetið

Tiger Woods, besti kylfingur heims, jafnaði vallarmet Billy´s Mayfair á Warwich Hills vellinum í Michigan í gær þegar hann fór holurnar 18 á 61 höggi eða 11 undir pari. Tiger jafnaði þar með besta árangur sinn á PGA-mótaröðinni en hann fór einnig á 61 höggi árið 1999 á Byron Classic mótinu sem og árið 2000 á NEC-Invitantional.

Sport
Fréttamynd

Ótrúlegur golfhringur Tigers

Það er óhætt að segja að Tiger Woods hafi sýnt snilli sína á öðrum degi Opna-Buick golfmótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um helgina. Tiger lék hringinn á 11 höggum undir pari og hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um þessa mögnuðu spilamennsku sem er að sjálfsögðu vallarmet á Warwick Hills golfvellinum.

Sport
Fréttamynd

Ernie Els meiddur

Suður Afríkumaðurinn Ernie Els, þriðji stigahæsti kylfingur heims, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hann meiddist á hné við siglingar í síðustu viku. Els gekkst undir aðgerð í gær og hefur sagt sig úr keppni á Meistaramóti PGA mótaraðarinnar í ágúst.

Sport
Fréttamynd

Ragnhildur sigraði

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2005. Hún sigraði Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK í umspili um titilinn. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ragnhildar og í annað sinn sem hún fagnar Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli, en það gerði hún þegar síðasta Íslandsmót var haldið í Leirunni, árið 1998.

Sport
Fréttamynd

Umspil hjá konunum

Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr GK luku báðar 72 holum á 20 höggum yfir pari og þurfa því að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir, en hún lék á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari í dag.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð Íslandsmeistari

Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ sigraði í dag á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór í Leiru í Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem Heiðar Davíð fagnar þeim titli. Heiðar leiddi keppnina frá frá fyrsta degi.

Sport
Fréttamynd

Þórdís með forystu

Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir.

Sport
Fréttamynd

Þrír ernir í Leiru í dag

Nú er verið að leika þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Leiru. Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki á 8 höggum yfir pari en Heiðar Davíð Bragason er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð missir forystuna

Gríðarleg spenna er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru og er Ólafur Már Sigurðsson  úr GR kominn einn í forystu. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ sem var með forystuna fyrr í dag er samtals á 2 höggum undir pari og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag, en hann fékk skolla á 5. og 6. holu.

Sport
Fréttamynd

Æsispennandi í Leirunni

Spennan er mögnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru. Heiðar Davíð Bragason vann efsta sætið aftur eftir að hafa misst það til Ólafs Más Sigurðssonar á 8. braut. Þórdís Geirsdóttir úr GKJ er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn í kvennaflokki.

Sport