Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Jafnaði vallarmetið á Forest Oaks

Bandaríski kylfingurinn Charles Warren jafnaði vallarmetið á Forest Oaks vellinum í Greensboro í Norður-Karólínu þegar hann lék á 62 höggum eða 10 undir pari á fyrsta degi á Chrysler-mótinu. Hinn þrítugi Warren hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á 13 af síðustu 15 mótum sínum.

Sport
Fréttamynd

Birgir fer vel af stað í Toulouse

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fer vel af stað á Opna Toulouse mótinu í Golfi sem fram fer í Frakklandi. Birgir var á fjórum höggum undir pari þegar hann hafði lokið við fimm holur og var í öðru sæti, en mótið er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Keppni á mótinu heldur áfram í dag.

Sport
Fréttamynd

Ballesteros snýr aftur

Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur tilkynnt að hann ætli sér að snúa aftur í atvinnumennsku fljótlega, en hann hefur ekki spilað sem atvinnumaður í næstum tvö ár.

Sport
Fréttamynd

Thomas Björn ekki með á Dunhill

Danski kylfingurinn Thomas Björn keppir ekki á Dunhill-mótinu í golfi um helgina. Björn var lagður inn á sjúkrahús um helgina með veirusýkingu í hálsi og eyra. Thomas Björn er í sjöunda sæti á peningalistanum í Evrópsku mótaröðinni og með sigri á Dunhill-mótinu hefði hann náð þriðja sæti á þessum lista. Tveir efstu menn, þeir Michael Campbell og Retief Goosen, taka ekki þátt í mótinu sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi..

Sport
Fréttamynd

Jafnt í Forsetabikarnum

Staðan er nú hnífjöfn í keppninni um Forsetabikarinn í golfi fyrir lokadaginn sem spilaður er í kvöld. Í gærkvöldi var keppt í fjórmenningi og enduðu leikar með jafntefli, bæði lið hlutu 2,5 vinninga og því er staðan í keppninni 11-11. Keppnin fer fram á Tobert Trent Jones vellinum í Virginíu í Bandaríkjunum. Keppnin heldur áfram í kvöld og sýnt verður frá henni á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Keppni frestað í Forsetabikarnum

Fresta þurfti keppni um tíma í Forsetabikarnum í golfi í gærkvöld vegna þrumuveðurs á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu en kylfingarnir náðu að ljúka við alla sex leikina í gær. Heimsúrvalið, eða kylfingar utan Evrópu, hafa hlotið sex og hálfan vinning á móti fimm og hálfum vinningi Bandaríkjamanna. 

Sport
Fréttamynd

Heimsúrvalið með forystu

Heimsúrvalið í golfi hefur forystu að loknum fyrsta keppnisdegi í Forsetabikarnum sem hófst í gær á Robert Trent Jones vellinum í Virginíu. Heimsúrvalið hefur þrjá og hálfan vinning á móti tveimur og hálfum vinningi Bandaríkjamanna.

Sport
Fréttamynd

Keppni aflýst í Forsetabikarnum

Keppni í forsetabikarnum í golfi í Bandaríkjunum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna þrumuveðurs. Þegar keppnin var flautuð af var sex leikjum ólokið, en alheimsúrvalið var þá yfir í þremur leikjum, en Bandaríkjamenn í fjórum. Sýnt verður frá mótinu á sjónvarpsstöðinni Sýn um helgina.

Sport
Fréttamynd

Íslendingarnir úr leik

Íslensku kylfingarnir þrír sem í tóku þátt í fyrsta stigi úrtökumóta evrópsku mótaraðarinnar í golfi á Englandi eru allir úr leik eftir þrjá hringi, en leikið var á Carden Park vellinum.

Sport
Fréttamynd

Heimsliðið yfir í Forsetabikarnum

Heimsliðið hefur góða forystu gegn liði Bandaríkjamanna í forsetabikarnum í golfi eftir fyrsta keppnisdag, en leikið er í Virginíu. Heimsliðið er með 3,5 vinninga gegn 2,5 vinningum Bandaríkjamanna.

Sport
Fréttamynd

Forsetabikarinn í kvöld

Keppnin um forsetabikarinn í golfi hefst í kvöld í Virginíu í Bandaríkjunum og verður fylgst með mótinu í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bandarísku keppendurnir eru staðráðnir í að vinna sigur í keppninni til heiðurs fyrirliða sínum Jack Nicklaus, en þetta er síðasta árið sem hann keppir sem atvinnumaður.

Sport
Fréttamynd

Sveiflan var ekki að virka

Ólafur Már Sigurðsson, kylfingur úr GR, lék annan hringinn á 74 höggum eða 2 yfir pari á úrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Carden Park-vellinum í Englandi í gær. Ólafur Már lék fyrsta hringinn á 71 höggi og er samanlagt á einu höggi yfir pari.

Sport
Fréttamynd

Búa sig undir Forsetabikarinn

Níu af ellefu bestu kylfingum heims undirbúa sig af krafti fyrir Forsetabikarinn sem hefst á morgun í Virgínu í Bandaríkjunum en þar mætast heimamenn og heimsúrval kylfinga utan Evrópu. Í liði Bandaríkjanna eru m.a. Tiger Woods og Phil Mickelson en í heimsliðinu eru m.a. Vijay Singh, Michael Campbell og Retief Goosen.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Már á einu undir pari

Kylfingurinn Ólafur Már Sigurðsson úr GR lék á einu höggi undir pari á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi í gær. Hann er ásamt nokkrum í 27. sæti en þetta er fyrsta stig af þremur til að komast á Evróputúrinn.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur varð ellefti

Birgir Leifur Hafþórsson stóð sig mjög vel á Rotterdam-mótinu í golfi og varð í 11. sæti ásamt Englendingum Sam Walker á fjórum höggum undir pari. Ólöf María Jónsdóttir varð í 40.-45. sæti á Evrópumóti kvenna í Hollandi sem lauk um helgina. Hún lék á ellefu höggum yfir pari.

Sport
Fréttamynd

PGA: Nýliðinn Gore vann

Jason Gore sigraði á Lumber Classic golfmótinu sem lauk í Framington í Pennsylvaníu í gær. Gore, sem er nýliði í PGA-mótaröðinni, lék á 14 höggum undir pari. Annar, höggi á eftir, varð Paragvæinn Carlos Franco. Jason Gore er 31 árs og vann sér keppnisrétt í PGA-mótaröðinni í síðasta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Birgir fer á kostum í Rotterdam

Birgir Leifur Hafþórsson hefur farið á kostum á lokadegi Rotterdam-mótsins í áskorandamótaröð Evrópu í golfi í morgun. Birgir Leifur fékk fjóra fugla á fyrstu sex holunum og er nú búinn að leika tólf. Hann er fjóra undir pari í dag en samtals á tveimur undir pari. Hann er í þrettánda til nítjánda sæti sem stendur.

Sport
Fréttamynd

Spenna á Wentworth

Nú stendur yfir úrslitaleikurinn á heimsmótinu í golfi á Wentworth-vellinum á Englandi. Nýsjálendingurinn Michael Campbell og Írinn Paul McGinley berjast um sigurinn. Campbell var einni holu yfir eftir 14. Sigurvegarinn fær í sinn hlut rúmlega 110 milljónir króna.

Sport
Fréttamynd

Jason Gore efstur á Lumber Classic

Bandaríkjamaðurinn Jason Gore hefur tveggja högga forystu á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir 54 holur. Gore hefur aldrei unnið sigur í mótaröðinni lék á 67 höggum í gær og er samtals á 12 höggum undir pari fyrir lokahringinn í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Lokadagur á NM í golfi

Nú stendur yfir lokadagurinn á Norðurlandamótinu í golfi í Noregi. Heiðar Davíð Bragason berst um sigurinn í einstaklingskeppninni og er aðeins einu höggi á eftir Kim Kristoferson frá Noregi. Karlalandsliðið er í fjórða sæti höggi á eftir Finnum. Kvennalandsliðið er í þriðja sæti eftir fína spilamennsku í gær. Pilta- og stúlknalið Íslands eru í neðsta sæti á mótinu.

Sport
Fréttamynd

Ólöf María á tíu yfir pari

Ólöf María Jónsdóttir er á einum yfir pari í dag eftir sex holur á atvinnumannamóti í Hollandi en hún komst í gegnum niðurskurðinn í gær. Hún er samtals á tíu höggum yfir pari og er þessa stundina í 41.til 45.sæti.

Sport
Fréttamynd

Goosen undir gegn Campbell

Undanúrslitarimmurnar á heimsmótinu í golfi á Wenworth-vellinum á Englandi eru í fullum gangi. Retief Goosen frá Suður-Afríku burstaði andstæðinga sína fyrstu tvo dagana er þessa stundina að tapa stórt fyrir bandaríska meistaranum frá Nýja-Sjálandi Michael Campbell. Goosen er fimm holum undir eftir 18 holur í morgun. Írinn Paul Mccginley er þremur holum yfir eftir 18 gegn Argentínumanninum Angel Cabrera.

Sport
Fréttamynd

Ólöf á níu yfir pari í Hollandi

Ólöf María Jónsdóttir lék fyrsta hringinn á atvinnumannamóti í Hollandi á 79 höggum, sjö yfir pari. Hún er tvo yfir pari í dag eftir 12 holur og er samtals á 9 höggum yfir pari í 58. sæti til 68.

Sport
Fréttamynd

Toms á góðum batavegi

Bandaríkjamaðurinn David Toms sem hné niður í fyrradag á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi er kominn af sjúkrahúsi og stefnir að því að spila í Forsetabikarnum um næstu helgi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti en er á góðum batavegi.

Sport
Fréttamynd

Birgir Leifur í 43.-46. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson er tvo yfir pari eftir tólf holur í dag á þriðja keppnisdegi á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu. Hann er sem stendur í 43. til 46.sæti tvo yfir pari samtals.

Sport
Fréttamynd

Heiðar Davíð efstur á NM

Heiðar Davíð Bragason er í fyrsta sæti ásamt Svía í einstaklingskeppni á Norðurlandamótinu í golfi sem hófst í gær í Osló. Karlalandsliðið er í 3. sæti á 14 yfir pari en kvennaliðið í því fjórða, en Ragnhildur Sigurðardóttir er í fimmta sæti í einstaklingskeppninni. Annar keppnisdagur hófst í morgun og hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is

Sport
Fréttamynd

Átta eftir í Wentworth

Nú stendur yfir heimsmótið í holukeppni á Wentworth-vellinum á Englandi. Átta kylfingar eru eftir en mótið hófst í gær. Retief Goosen frá S-Afríku er níu holum yfir gegn Ástralanum Mark Hensby eftir 18 holur en kylfingarnir leika 36 holur ef með þarf.

Sport
Fréttamynd

David Toms hné niður á golfmóti

Einn þekktasti kylfingur Bandaríkjanna, David Toms, hné niður á golfvellinum í gær þegar hann var leika fyrsta hring sinn á Lumber Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi. Toms kvartaði yfir verk í brjósti og örum hjartslætti og var fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er góð og hann er ekki í lífshættu eins og óttast var í fyrstu.

Sport
Fréttamynd

Norðurlandamót í golfi í Osló

Norðurlandamótið í golfi hófst í morgun í Osló í Noregi. Íslendingar tefla fram 16 kylfingum í fjórum flokkum, pilta- og stúlknaliði og karla- og kvennalið. Hægt er að fylgjast með gangi mála á kylfingur.is.

Sport
Fréttamynd

Birgir í 19.-31. sæti í Rotterdam

Birgir Leifur Hafþórsson er í 19. til 31 sæti á Rotterdam-mótinu í áskorendamótaröð Evrópu í golfi. Birgir Leifur lék fyrsta hring sinn í gær á 71 höggi, einu undir pari. Birgir Leifur hóf annan hring sinn rétt í þessu.

Sport