Úlfar búinn að velja golflandsliðið fyrir Evrópumót landsliða Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem munu leika fyrir Íslands hönd í forkeppni fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer á Hvaleyrarvelli 12.-14. júlí næstkomandi. Golf 28. júní 2012 11:53
Íslensku unglingarnir fara vel af stað í Finnlandi Birgir Björn Magnússon úr Keili er í fimmta sæti í flokki drengja 16 ára og yngri að loknum fyrsta hring á Alþjóðlega finnska meistaramóti unglinga sem fram fer í Vierumäki í Finnlandi. Golf 28. júní 2012 07:30
Tvöfaldur skolli: Afrekskylfingar slógu blint högg í Mosfellsbæ Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson eru með ýmsar skemmtilega "leiki“ og þrautir í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir fengu þrjá afrekskylfinga til þess að spreyta sig á "blindu“ höggi á fyrstu braut á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Golf 26. júní 2012 09:15
Tvöfaldur skolli: Arnar leikari ræðir um Haukadalsvöll við Geysi Logi Bergmann Eiðsson og Þorsteinn Hallgrímsson ætla að fara víða í sumar í golfþættinum Tvöföldum skolla sem sýndur er á Stöð 2 sport. Þeir félagar fóru í heimsókn á Haukadalsvöllinn við Geysi og þar ræddu þeir við Arnar Jónsson leikara – sem spilar nánast allt sitt golf á þessum magnaða golfvelli. Golf 25. júní 2012 20:30
Haraldur og Signý Íslandsmeistarar Veðrið lék við kylfinga í Leirdalnum í Kópavogi um helgina þegar Íslandsmótið í holukeppni fór fram. Margar skemmtilegar rimmur fóru fram en Haraldur Franklín Magnús og Signý Arnórsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar. Golf 25. júní 2012 07:30
Arnar Már fékk gullmerki GSÍ Arnar Már Ólafsson hlaut í gær gullmerki GSÍ en Jón Ásgeir Eyjólfsson forseti GSÍ sæmdi Arnar Má þann heiður á útskriftarhófi golfkennaraskóla PGA og GSÍ. Golf 25. júní 2012 06:00
Haraldur: Það geta allir unnið alla í holukeppni Haraldur Franklín Magnús úr Golfklúbbi Reykjavíkur var ánægður með sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni en þetta er í fyrsta sinn sem hann sigrar á þessu móti. Golf 24. júní 2012 18:07
Signý: Atvinnumennskan ekki heillandi Signý Arnórsdóttir úr Keili fagnaði sínum öðrum Íslandsmeistaratitli í holukeppni á ferlinum í dag með 2/1 sigri gegn Önnu Sólveigu Snorradóttur sem er einnig er úr Keili. Golf 24. júní 2012 18:02
Haraldur Franklín og Signý Íslandsmeistarar í holukeppni Haraldur Franklín Magnús og Signý Arnórsdóttir eru Íslandsmeistarar í holukeppni árið 2012 en mótinu var að ljúka í Leirdalnum í Kópavogi. Golf 24. júní 2012 16:34
Birgir Leifur og Ingunn fengu brons Birgir Leifur Hafþórsson tók bronsverðlaunin á Íslandsmótinu í holukeppni. Birgir Leifur hafði betur gegn Rúnari Arnórssyni í bronsleiknum, 2/1. Golf 24. júní 2012 16:12
Hlynur Geir: Fínt að vera með heimsmeistara á pokanum Hlynur Geir Hjartarson er með heimsmeistara sem aðstoðarmann á Íslandsmótinu í holukeppni og er Hlynur ekki í vafa um að kraftlyftingamaðurinn Benedikt Magnússon hafi haft góð áhrif á sig á undanförnum dögum. Golf 24. júní 2012 12:34
Keiliskonurnar Anna og Signý mætast í úrslitum Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili og Signý Arnórsdóttir úr Keili mætast í úrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Anna hefur komið gríðarlega á óvart á þessu móti en þetta er í fyrsta sinn sem hún tekur þátt, Signý sigraði á þessu móti árið 2009 og hún lék til úrslita í fyrra en tapaði þeim leik gegn Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr Golf 24. júní 2012 12:31
Haraldur Franklín: Hlynur er búinn með bensínið Haraldur Franklín Magnús úr GR er að leika í fyrsta sinn í úrslitum á Íslandsmótin í holukeppni en hann sigraði Rúnar Arnórsson úr Keili 1/0 í undanúrslitum í morgun á Leirdalsvelli. Haraldur lék gríðarlega vel í morgun og fékk 5 fugla. Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss verður mótherji Haraldar í úrslitaleiknum. Golf 24. júní 2012 12:08
Hlynur Geir: Besta golfhögg sumarsins "Birgir Leifur hefur alltaf rúllað mér upp í holukeppni fram til þessa og einnig í sveitakeppninni þegar við höfum mæst. Þetta er stór áfangi fyrir mig að vinna langbesta kylfing Íslands,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson kylfingur úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann lagði Birgi Leif Hafþórsson úr GKG í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli, heimavelli GKG. Golf 24. júní 2012 11:58
Styttist í úrslitaleikina í holukeppninni | Birgir Leifur úr leik Það verða þeir Hlynur Geir Hjartarson og og Haraldur Franklín Magnús sem leika til úrslita á Íslandsmótinu í holukeppni en undanúrslitin fóru fram í morgun. Í kvennaflokki mætast Anna Sólveig Snorradóttir og Signý Arnórsdóttir í úrslitum. Golf 24. júní 2012 11:52
Birgir Leifur: Ég hafði heppnina með mér "Þetta er heilmikil törn og mikið álag sem fylgir þessu móti. Ég er ánægður með margt hjá mér, tveir leikir af fjórum hafa fram til þessa verið mjög góðir,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG í dag eftir að hann komst í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni. Golf 23. júní 2012 19:46
Undanúrslit karla og kvenna | Birgir Leifur og Hlynur Geir mætast Í kvöld lá fyrir hvaða keppendur mætast í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer rjómablíðu í Leirdalnum í Kópavogi. Golf 23. júní 2012 19:32
Íslandsmótið í holukeppni: Aðeins fjórir eftir í karlaflokki Það er nú ljóst hvaða kylfingar í karlaflokki spila í undanúrslitum á Íslandsmótinu í holukeppni en átta manna úrslitin fóru fram nú síðdegis. Golf 23. júní 2012 18:22
Átta manna úrslitin hafin hjá körlunum Riðlakeppni Íslandsmótsins í holukeppni er lokið og nú er ljóst hvernig átta manna úrslitin líta út. Það er ljóst að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Arnór Ingi Finnbjörnsson, ver ekki titilinn því hann er fallinn úr leik. Golf 23. júní 2012 14:41
Farið að draga til tíðinda á Íslandsmótinu í holukeppni Aðeins ein umferð er eftir á Íslandsmótinu í holukeppni sem fram fer á Leirdalsvelli í Kópavogi. Átta kylfingar unnu báða leiki sína í gær. Golf 23. júní 2012 11:08
Íslandsmótið í holukeppni: Tveir bráðabanar í fyrstu umferð Fyrstu umferð riðlakeppninnar í Íslandsmótinu í holukeppni er lokið. Leikið er á Leirdalsvelli í Kópavogi. Einir tveir leikir fóru í bráðabana. Selfyssingurinn síkáti Hlynur Geir Hjartarson lagði GR-inginn Árna Pál Hansson í bráðabana og slíkt hið sama gerði Keilismaðurinn Ísak Jasonarson gegn heimamanninum Kjartani Dór Kjartanssyni. Golf 22. júní 2012 14:19
Úlfar velur í landsliðsverkefni unglinga Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, hefur valið unga og efnilega kylfinga sem munu keppa fyrir Íslands hönd í nokkrum landsliðsverkefnum sem framundan eru í sumar. Um er að ræða EM stúlkna í Þýskalandi, European Young Masters mótið í Ungverjalandi og Junior Open mótið í Englandi. Golf 21. júní 2012 17:45
Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Arnór Ingi Finnbjörnsson, einnig úr GR, hafa titla að verja á Íslandsmótinu í holukeppni sem hefst á morgun. Að þessu sinni verður leikið á Leirdalsvelli, heimavelli Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Alls eru 32 karlar skráðir til leiks og 15 konur. Golf 21. júní 2012 13:30
Sex kylfingar á leið í ungmennalandsliðsverkefni Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi, hefur valið þá sex kylfinga sem keppa á tveimur unglingamótum fyrir Íslands hönd í júlí. Þetta kemur fram á Kylfingur.is. Golf 21. júní 2012 06:00
Kristján Þór úr leik eftir holukeppnina Kristján Þór Einarsson, kylfingur úr Keili, tapaði í holukeppni gegn Portúgalanum Ricardo Melo Gouveia 4/3 í 64 manna úrslitum Opna breska áhugamannameistaramótsins í golfi í dag. Golf 20. júní 2012 14:56
Woods ekki lengur tekjuhæsti íþróttamaður heims Kylfingurinn, Tiger Woods fellur niður um tvö sæti yfir tekjuhæstu íþróttamenn í heimi á ársgrundvelli, úr því fyrsta niður í það þriðja. Hnefaleikakapparnir, Floyd Mayweather og Manny Pacquiao skipa nú tvö efstu sætin á lista Forbes sem gefinn var út í morgun.Fara þarf 12 ár aftur í tímann til að finna annan en Woods í efsta sæti listans. Sport 19. júní 2012 23:15
Kristján komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Kristján Þór Einarsson úr Kili spilaði mjög vel í gær á öðrum hring sínum á á opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fer fram í Skotlandi. Kristján Þór var á pari eftir fyrsta daginn en lék annan hringinn á einu höggi undir pari. Hann er í 7. til 14. sæti þegar mótið er hálfnað. Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum var tveimur höggum frá því að ná niðurskurðinum. Golf 19. júní 2012 19:39
Golfdagurinn haldinn hátíðlegur á morgun Í tilefni af Ólympíuviku ÍSÍ mun Golfsamband Íslands, í samstarfi við golfklúbba vítt og breitt um landið, standa að Golfdeginum sem verður haldinn miðvikudaginn 20. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá sambandinu. Golf 19. júní 2012 19:00
Westwood flytur til Bandaríkjamanna Englendingurinn Lee Westwood hefur ákveðið að flytja til Bandaríkjanna. Hann telur að það muni hjálpa honum að vinna risatitil. Golf 19. júní 2012 12:45
Fuglamaður truflaði verðlaunaafhendingu US Open Athyglissjúkur einstaklingur stal senunni í verðlaunaafhendingu US Open í nótt. Hann ruddist niður úr stúkunni, tók sér stöðu fyrir framan myndavélarnar og fór að mynda fuglahljóð. Þræleðlilegt alveg. Golf 18. júní 2012 23:45