Axel náði ekki að fylgja eftir frábærri byrjun Axel og Þórður Rafn léku báðir sveiflukennt golf í dag en þeir léku frábært golf fyrri níu holur dagsins en seinni níu holur vallarins reyndust þeim erfiðari. Golf 17. september 2015 15:00
Axel og Þórður í erfiðri stöðu í Þýskalandi Axel Bóasson og Þórður Rafn Gissurarson eru í erfiðri stöðu eftir tvo daga á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina sem fer fram á Fleesensee vellinum í Þýskalandi. Golf 17. september 2015 09:00
Jordan Spieth bjartsýnn á gott gengi á BMW meistaramótinu Segist vera fullur sjálfstrausts þrátt fyrir að hafa misst af tveimur niðurskurðum í röð á PGA-mótaröðinni. Golf 16. september 2015 16:15
Axel og Þórður náðu sér ekki á strik á fyrsta degi Kylfingarnir hófu leik á fyrsta degi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina en þeir léku báðir yfir pari. Axel er tveimur höggum frá sæti á næsta stigi mótsins en Þórður er fimm höggum fyrir annan hringinn. Golf 16. september 2015 10:00
Þórður og Axel hefja leik í dag á úrtökumóti Evrópumótaraðarinnar Þórður Rafn Gissurarson, Íslandsmeistari í golfi 2015 úr GR, og Axel Bóasson, Íslandsmeistari í holukeppni 2015 úr GKG, hefja leik í dag í Þýskalandi á fyrsta stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Golf 15. september 2015 10:45
Herskyldan kallar eftir Forsetabikarinn hjá Sang Moon Bae Suður-Kóreski kylfingurinn var valin af Nick Price í lið heimsúrvalsins fyrir Forsetabikarinn, en þarf svo að skrá sig í herinn strax eftir mótið. Golf 14. september 2015 17:00
Mickelson ætlar að réttlæta liðsvalið í Forsetabikarnum Var valinn í bandaríska liðið af fyrirliðanum Jay Haas þrátt fyrir slæmt gengi á árinu. Golf 12. september 2015 23:00
Tiger staðfestir þátttöku á Frys.com Ætlar sér greinilega að komast í keppnisform fyrir næsta tímabil og verður meðal þátttakenda í fyrsta móti PGA-mótaraðarinnar á nýju tímabili. Golf 12. september 2015 13:00
Birgir Leifur missti af niðurskurðinum í Kasakstan Kylfingurinn úr GKG náði sér ekki á strik í Kasakstan í dag en hann lék á fimm höggum yfir pari á öðrum degi og missti fyrir vikið af niðurskurðinum Golf 11. september 2015 12:45
Birgir Leifur lék undir pari á fyrsta hring í Kasakstan Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Golf 10. september 2015 09:00
Rickie Fowler sigraði í Boston eftir harða baráttu við Henrik Stenson Rickie Fowler og Henrik Stenson börðust af krafti um sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu sem kláraðist í kvöld. Stenson gerði þó afdrifarík mistök á 16. holu sem Fowler nýtti sér til fulls og tryggði sér þriðja sigur sinn á ferlinum. Golf 7. september 2015 22:53
Stenson og Fowler efstir fyrir lokahringinn á TPC Boston Mynda spennandi lokaholl á lokahringnum á Deutsche Bank meistaramótinu sem klárast í dag. Charley Hoffman sem leiddi eftir tvo hringi lék hræðilega á þriðja hring og er ekki lengur í toppbaráttunni. Golf 7. september 2015 11:00
Tveir bestu kylfingar heims í veseni í Boston - Charley Hoffman leiðir eftir frábæran annan hring Jordan Spieth missti af niðurskurðinum á Barclays meistaramótinu á meðan að Rory McIlroy rétt náði í gegn. Charley Hoffman leiðir þetta stóra mót eftir frábæra frammistöðu á öðrum hring. Golf 5. september 2015 22:45
De Jonge í forystu í Boston - Spieth í tómu tjóni Kylfingurinn Brendon De Jonge frá Zimbabwe leiðir á Deutsche Bank meistaramótinu sem fram fer á TPC Boston vellinum en Jordan Spieth sem margir spáðu góðu gengi lék mjög illa á fyrsta hring. Golf 5. september 2015 11:00
Rory kominn í efsta sæti heimslistans á ný | Day blandar sér í baráttuna Norður-írski kylfingurinn náði toppsæti heimslistans í golfi á ný um helgina en handan við hornið eru Jordan Spieth og Jason Day. Golf 31. ágúst 2015 17:45
Magnaður Jason Day sigraði á Barclays Lék lokahringinn eins og sannur meistari og tryggði sér sinn annan sigur í röð eftir að hafa sigrað á PGA-meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Golf 31. ágúst 2015 00:24
Day og Bae taka forystuna fyrir lokahringinn á Barclays Eru á 11 höggum undir pari fyrir lokahringinn á Plainfield vellinum en Bubba Watson, Henrik Stenson og sigurvegari Opna breska, Zach Johnson, eru allir í toppbaráttunni. Golf 30. ágúst 2015 11:37
Bubba efstur á Barclays - Spieth úr leik Hinn högglangi Bubba Watson leiðir eftir 36 holur á Barclays meistaramótinu á meðan að besti kylfingur heims, Jordan Spieth, missti af niðurskurðinum. Golf 29. ágúst 2015 10:56
Valdís og Ólafía byrja vel Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Golf 28. ágúst 2015 17:43
Jordan Spieth í vandræðum á fyrsta hring á Barclays Kylfingurinn gæti misst efsta sætið á heimslistanum í golfi í hendurnar á Rory McIlroy ef hann nær ekki niðurskurðinum. Fjórir kylfingar deila efsta sætinu eftir fyrsta dag. Golf 28. ágúst 2015 08:00
Spieth heldur að hann sé fyndinn en er í raun hálfvíti Kylfingurinn Hunter Mahan virðist ekki vera of hrifinn af bröndurum besta kylfings heims í dag, Jordan Spieth. Golf 25. ágúst 2015 23:15
Davis Love sigraði óvænt á Wyndham - Tiger klúðraði lokahringnum Hinn 51 árs gamli Davis Love stal senunni á Wyndham meistaramótinu af Tiger Woods og Jason Gore sem léku báðir illa á lokahringnum í kvöld. Golf 23. ágúst 2015 23:38
Axel stigameistari karla á Eimskipsmótaröðinni Axel Bóasson varð í dag stigameistari í karlaflokki á Eimskipsmótaröðinni en hann lenti í 15. sæti í síðasta móti ársins á Urriðavelli í dag. Golf 23. ágúst 2015 18:08
Tinna stigameistari kvenna á Eimskipsmótaröðinni Tinna Jóhannesdóttir úr Golfklúbbnum Keili varð í dag stigameistari á Eimskipsmótaröð kvenna í golfi en hún bar sigur úr býtum á lokamóti mótaraðarinnar á Urriðavelli. Golf 23. ágúst 2015 17:06
Púttaði í á sextándu holu og bað konunnar Andreas Hartø var heldur betur rómantískur á sextándu flötinni á Evrópumótaröðinni á dögunum, en mótið var haldið í Danmörku. Golf 22. ágúst 2015 23:30
Jason Gore tekur forystuna á Wyndham fyrir lokahringinn - Tiger í öðru Jason Gore lék frábærlega á Sedgefield í dag og tók forystuna af Tiger Woods sem leitar að sínum fyrsta sigri í tvö ár. Golf 22. ágúst 2015 23:03
Haraldur Franklín með fjögurra hogga forystu á Urriðavelli Haraldur Franklín Magnússon, úr GR, er með fjögurra högga forskot fyrir lokahringinn á lokamótinu á Eimskipsmótaröðinni, Nýherjamótinu, sem leikið er á Urriðavelli. Golf 22. ágúst 2015 21:10
Anna Sólveig leiðir fyrir lokahringinn Anna Sólveig Snorradóttir, úr Golfklúbbnum Keili, er með eins högga forystu á Signý Arnórsdóttir, Tinnu Jóhannsdóttir og Kareni Guðnadóttir fyrir lokahringinn á Nýherjamótinu sem fram fer á Urriðavelli. Golf 22. ágúst 2015 20:20
Tiger Woods í forystu þegar að Wyndham meistaramótið er hálfnað Hefur leikið tvo frábæra hringi á Greensboro vellinum og er kominn í stöðu á ný sem hann þekkir svo mjög vel, á toppi skortöflunnar í móti á PGA-mótaröðinni. Golf 21. ágúst 2015 22:32
Tiger sýndi gamalkunna takta á fyrsta hring á Wyndham Lék Greensboro völlinn á 64 höggum eða sex undir pari og er meðal efstu manna á Wyndham meistaramótinu. Hans besti hringur á PGA-mótaröðinni í tvö ár. Golf 21. ágúst 2015 09:00