Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Óvissa er um áhrif landamæralokana

Flestir hælisleitendur koma hingað til lands í gegnum Norðurlöndin. Lokun landamæra Svíþjóðar og Danmerkur gæti haft áhrif á fjöldann hingað til lands. Nærri ómögulegt er að loka landamærum alveg að mati stjórnmálaprófessors.

Innlent
Fréttamynd

Vilja 900 milljónir í flug á Akureyri og Egilsstaði

Starfshópur sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur að því hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um aðra flugvelli en Keflavík leggur til að ríkissjóður setji 900 milljónir króna á þremur árum til að styrkja flug til og frá Akureyri og Egilsstöðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aðstæður í Albaníu óboðlegar börnum

Brottvísun tveggja albanskra fjölskyldna hefur vakið mikla reiði í samfélaginu síðastliðinn sólarhring. Sérstaklega vegna veikinda tveggja ungra drengja. Í annað sinn á hálfu ári er flugvél leigð undir hóp albanskra hælisleitenda til að senda þá úr landi.

Innlent
Fréttamynd

WOW air flýgur til Nice næsta sumar

WOW air hefur í dag sölu á flugi til Nice í Suður-Frakklandi, en um er að ræða þriðja áfangastað félagsins í Frakklandi þar WOW flýgur til Parísar allan ársins hring og til Lyon yfir sumartímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sagðir hafa komið í veg fyrir harmleik

Skemmtiferðaskip sem hefur verið fastagestur á Íslandi varð vélarvana og var rétt rekið upp í land á Falklandseyjum. Stór björgunaraðgerð sjó- og flughers Breta tókst giftusamlega. Minnir á mikilvægi samstarfs um leit og björgun.

Innlent
Fréttamynd

Skortur á tilgangi frjór jarðvegur haturs

Evrópubúar úr millistétt ganga til liðs við öfgasamtök vegna skorts á hugsjónum og tilgangi í neysluþjóðfélagi nútímans. Pólitísk og félagsleg vandamál í evrópskum samfélögum eru rót vandans.

Innlent