Spennandi tímar framundan hjá Lotus að mati nýja tæknistjórans Mark Smith hefur verið ráðinn tæknistjóri hjá Lotus liðinu, sem keppir um næstu helgi á Spáni í fimmta Formúlu 1 móti ársins. Smith hefur m.a. unnið með Jordan, Renault, Red Bull og Force India og hefur verið í sigurliðum af þeim sökum. Ráðning hans er fengur fyrir liðið og ökumennina Heikki Kovalainen og Jarno Trulli. Formúla 1 16. maí 2011 14:40
Schumacher sigursælastur á Spáni Fimmta umferð Formúlu 1 meistaramótsins er um aðra helgi á Spáni og Mercedes liðið ætlar sér góðan árangur, eftir að liðinu óx nokkuð ásmeginn í síðustu keppni. Michale Schumacher hefur oftast unnið á brautinni, eða sex sinnum en hann ekur Mercedes. Formúla 1 13. maí 2011 16:10
Barrichello: Williams vantar leiðtoga Rubens Barrichello hjá Williams er reynslumesti ökumaðurinn í Formúlu 1 og hefur ekið í flestum mótum. Hann telur að lið sitt skorti leiðtoga sem tekur af skarið varðandi starfsemi innan liðsins. Hann vann m.a. í mörg ár með Ferrari á bestu árum Michael Schumachers. Williams hefur ekki unnið meistaratitla síðan 1997. Formúla 1 12. maí 2011 11:52
Webber mun berjast við Vettel í mótum Christian Horner, yfirmaður Red Bull segir að liðsmenn hans, Sebastian Vettel og Mark Webber muni takast á um sigra í mótum og tvö næstu mótssvæði hafi skilað Webber betri árangri en Vettel í fyrra. Keppt verður á Spáni um aðra helgi og Mónakó viku síðar. Vettel hefur unnið þrjú af fyrstu fjórum mótum ársins, en Lewis Hamilton eitt. Formúla 1 11. maí 2011 09:48
Mercedes styður Schumacher þrátt fyrir brösótt gengi Nobert Haug, yfirmaður Mercedes í akstursíþróttum segir að Mercedes styðji veru Michael Schumacher sem ökumanns liðsins í Formúlu 1 heilshugar, þó gengi hans hafi ekki verið sem best. Hann gerði þriggja ára samning við liðið í fyrra. Honum gekk heldur illa í mótinu í Tyrklandi á sunnudaginn. Formúla 1 10. maí 2011 22:01
Horner: Höfum ekki efni á að vera værukærir Yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðisins, Christian Horner segir að lið sitt sé ekki ósigrandi. Sebastian Vettel hefur unnið þrjú mót af fjórum á keppnistímabilinu og hann er efstur í stigamóti ökumanna og Red Bull í stigamóti bílasmiða. Formúla 1 9. maí 2011 14:04
Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi. Formúla 1 8. maí 2011 19:27
Vettel: Höfum tekið framfaraskref og lært okkar lexíu Sebastian Vettel er kominn með 34 stiga forskot á Lewis Hamilton í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, eftir þriðja sigurinn í fjórum mótum ársins. Hann vann öruggan sigur á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag á Red Bull. Formúla 1 8. maí 2011 15:40
Öruggur sigur og örugg forysta hjá Vettel Heimsmeistarinn í formúlu eitt í fyrra, Þjóðverjinn Sebastian Vettel hjá Red Bull, er hreinlega að stinga af í formúlunni en hann vann tyrkneska kappaksturinn örugglega í dag. Formúla 1 8. maí 2011 13:38
Rosberg vill skáka Webber í rásmarkinu Nico Rosberg hjá Mercedes er þriðji á ráslínu í Formúlu 1 mótinu á Istanbúl brautinni í Tyrklandi í dag, á eftir Red Bull ökumönnunum Sebastian Vettel og Mark Webber. Hann vill komast framúr Webber strax eftir ræsingu mótsins, en bein útsending frá keppninni hefst kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag. Formúla 1 8. maí 2011 09:44
Vettel fannst skrítinn tilfinning að horfa á lokasprett tímatökunnar Sebastian Vettel hjá Red Bull er fremstur á ráslínu í fjórða skipti í fjórum mótum á þessu keppnistímabili. Hann náði besta tíma í tímatökum fyrir tyrkneska kappaksturinn sem er á morgun í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Formúla 1 7. maí 2011 15:11
Vettel fremstur á ráslínu fjórða skipti í röð Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel sá við öllum keppinautum sínum í tímatökum á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Mark Webber liðsfélaga sínum hjá Red Bull, en Nico Rosberg á Mercedes varð þriðji. Formúla 1 7. maí 2011 12:55
Schumacher í hörkuslag við Vettel um besta tíma á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull rétt marði að vera á udan Michael Schumacher á Mercedes á lokæfingu keppnisliða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi fyrir tímatökuna sem er kl. 10.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í dag. Formúla 1 7. maí 2011 09:21
Button örlítið fljótari en Rosberg á æfingu - Vettel í vandræðum Jenson Button á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann varð á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Lewis Hamilton á McLaren var með þriðja besta tíma og Michael Schumacher á Mercedes fjórði. Formúla 1 6. maí 2011 12:47
Alonso fljótastur í Tyrklandi, en meistarin Vettel ók útaf brautinni Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel. Formúla 1 6. maí 2011 08:50
Vettel: Það er enginn ósigrandi Sebastian Vettel, heimsmeistarinn og forystumaður stigamótsins í Formúlu 1 í ár segir Red Bull verði að læra af mistökum sem voru gerð í síðustu keppni í Kína. Lewis Hamilton vann mótið í Sjanghæ í Kína á dögunum, en Vettel hafði verið fremstur á ráslínu. Formúla 1 5. maí 2011 17:28
Massa: Mikilvægt að taka framfaraskref Felipe Massa vonar að nýir fram og afturvængir sem Ferrari er mætt með á Formúlu 1 mótssvæðið í Tyrklandi muni bæta gengi liðsins, en Ferrari hefur ekki unnið mót á þessu ári. Mótið í Tyrklandi er það fjórða á keppnistímabilinu og er keppt á Istabúl Park brautinni, en Massa hefur þrívegis unnið mótið. Keppt hefur verið á brautinni í sex skipti. Formúla 1 5. maí 2011 15:23
Hamilton mætir varfærinn til keppni Lewis Hamilton hjá McLaren keppir í Formúlu 1 í Tyrklandi um helgina, en hann vann síðustu keppni sem var í Kína, auk þess sem hann vann mótið í Tyrklandi í fyrra. Hamilton er í öðru sæti á eftir Sebastian Vettel hjá Red Bull í stigamóti ökumanna. Formúla 1 5. maí 2011 14:38
Glock: Ein besta og erfiðasta brautin í Tyrklandi Virgin liðið í Bretlandi sem er að hluta til í eigu Marussia sportbílaframleiðandans í Rússlandi mætir með verulega endurbættan bíl hvað yfirbygginguna varðar fyrir Þjóðverjann Timo Glock í mótið í Tyrklandi um helgina. Belginn Jerome d'Ambrosio verður hinsvegar að bíða til mótsins á Spáni til að fá samskonar útfærslu af Virgin bílnum. Formúla 1 4. maí 2011 14:07
Trulli vill komast skör ofar með Lotus Lotus Formúlu 1 liðið mætir til keppni í Tyrklandi um helgina, en fyrstu æfingar keppnisliða á Istanbúl Park brautinni eru á föstudaginn. Sama fyrirtæki, Lotus Enterprise og á Lotus liðið tilkynnti í síðustu viku að það hefði keypt Caterham Cars sportbílafyritækið breska, sem er sögufrægt merki. Formúla 1 4. maí 2011 12:39
Fjárfestar skoða möguleika á að kaupa Formúlu 1 Fjárfestingafélagið EXOR og News Corporation fjölmiðlasamsteypan, sem er í eigu Rupert Murdoch staðfestu síðdegis í dag að verið er að frumkanna möguleg kaup á Formúlu 1. Fyrirtækin tvö sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þessa efnis, en autosport.com greindi frá þessu og í frétt á BBC Sport segir að fulltrúi fyritækjanna sé þegar búinn að ræða við eigendur Formúlu 1. Formúla 1 3. maí 2011 23:06
Williams án stiga eftir þrjú fyrstu mótin Williams liðið hefur ekki byrjað Formúlu 1 tímabilið vel, en hvorki Rubens Barrichello frá Brasilíu né nýliðinn Pastor Maldonado frá Venusúela hafa fengið stig í keppni ökumanna í fyrstu þremur mótunum og þar af leiðandi Williams ekki heldur stig í stigakeppni bílasmiða. Formúla 1 3. maí 2011 15:14
Jákvætt gengi hjá Force India Force India Formúlu 1 liðið, sem er í eigu Vijay Mallay frá Indland mun njóta þess heiðurs að keppa í fyrsta mótinu í Indlandi í lok október, en um næstu helgi mætir liðið með bíla sína til Tyrklands. Þjóðverjinn Adrian Sutil og nýliðinn skoski Paul di Resta munu þá takast á við Istanbúl Park brautina, eftir þriggja vikna hlé frá kappaksturskeppni. Formúla 1 3. maí 2011 14:32
Liuzzi: Markmiðið að minnka bilið í forystubílanna Ítalinn Viantonio Liuzzi hjá Formúlu 1 liði Hispania segir að lið sitt gæti komið á óvart í kappakstrinum í Tyrklandi um næstu helgi, en þá keppir hann ásamt liðsfélaga sínum Narain Karthikeyan frá Indlandi á Istanbúl Park brautinni. Formúla 1 3. maí 2011 13:35
Nýliðinn Perez vill ná í fyrstu stigin Sergio Perez frá Mexíkó, hjá Formúlu 1 liðii Sauber vill ná því markmiði að fá fyrstu stigin sín í stigakeppni ökumanna um næstu helgi. Þá keppir hann í Tyrklandi ásamt liðsfélaga sínum Kamui Kobayashi frá Japan á Istanbúl Park brautinni. Perez er á fyrsta ári sínu í Formúlu 1. Formúla 1 3. maí 2011 13:17
FIA framlengdi frest Barein til 3. júní FIA, aþjóðabílasambandið tilkynnti í kvöld að bílasambandið í Barein og mósthaldarar á Barein brautinni fái frest til þriðja júní að sækja aftur um að halda Formúlu 1 mót í Barein á þessu ári. Fyrri frestur til til umsóknar rann út í gær, en mótið átti upphaflega að fara fram 15. mars. Því var frestað vegna pólitísks ástands í landinu. Formúla 1 2. maí 2011 19:42
Enn óljóst hvort Formúlu 1 mót verður í Barein 2011 Frestur sem FIA, alþjóðabílasambandið gaf Formúlu 1 mótshöldurum í Barein til að sækja aftur um mót á þessu ári rann út í gær. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins átti upphaflega fara fram 15. mars í Barein. Vegna póltísks ástands í landinu var því frestað, en FIA gaf mótshöldurum færi á því til sunnudagsins 1. maí að sækja um að koma mótinu á síðar á árinu. Formúla 1 2. maí 2011 15:19
Rosberg: Fyrstu þrjú mótin eins og rússibanareið tilfinninga Michael Schumacher og Nico Rosberg hjá Mercedes hafa ekki náð því flugi, sem Mercedes liðið vonaðist eftir. En þeir eru ekki meðal efstu manna í stigamóti ökumanna eftir þrjú fyrstu mótin. Mercedes bíllinn hefur ekki reynst eins öflugur og til stóð í upphafi, en virkaði þó betur í síðustu keppni, en í fyrstu tveimur mótum ársins. Mercedes keppir í Tyrklandi um næstu helgi. Formúla 1 2. maí 2011 14:44
Heidfeld telur Renault eiga meira inni Nick Heidfeld og Vitaly Petrov mæta galvaskir í næsta Formúlu 1 mót, sem verður í Tyrklandi um næstu helgi. Báðir hafa nælt í bronsverðlaun í móti á árinu, en þremur mótum er lokið. Heidfeld tók sæti Robert Kubica fyrir tímabilið hjá Renault, vegna óhapps sem Kubica lenti í þegar hann tók þátt í rallkeppni í vetur. Formúla 1 2. maí 2011 13:56
Whimarsh telur að framþróun McLaren geti fært liðinu titilinn Martin Whitmarsh hjá McLaren telur að framþróun McLaren á keppnisbíl þeirra Lewis Hamilton og Jenson Button geti fært liðinu meistaratitilinn í Formúlu 1. Hamilton vann síðustu keppni, sem var í Kína og McLaren keppir í Tyrklandi um aðra helgi. Formúla 1 29. apríl 2011 16:23