Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra

Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir farþegar á gjörgæslu

Tveir farþegar úr rútunni sem fór út af Þingvallavegi í morgun eru á gjörgæslu Landspítalans en alls eru fimmtán farþegar úr slysinu komnir á spítalann.

Innlent
Fréttamynd

Flestir farþegar rútunnar kínverskir

Meirihluti farþeganna sem voru um borð í rútu sem hafnaði utan vegar á Þingvallavegi í morgun er kínverskur en ökumaður rútunnar og leiðsögumaður eru íslenskir.

Innlent
Fréttamynd

Hvar eru Skútustaðagígar?

Já, hvar eru Skútustaðagígar spurði japanski svokallaði "leiðsögumaðurinn“ í anddyrinu á Sel hóteli við Mývatn á dögunum þegar ég var þar. Hann var þá nýbúinn að lóðsa hóp samlanda sinna, um 30 manns, inn í veitingasalinn að hádegishlaðborðinu. Hann var nú svolítið flóttalegur verð ég að segja þegar hann var þarna að spyrja til vegar

Skoðun
Fréttamynd

Varan verður að standa undir verðmiðanum

Magnea Þórey Hjálmarsdóttir hefur verið framkvæmdastjóri Icelandair Hotels frá árinu 2005. Hún telur að "þetta reddast“ viðhorfið dugi ekki lengur til í móttöku ferðamanna á Íslandi. Ef allir verðleggja sig hátt er hætta á að fólk upplifi landið dýrt miðað við gæðin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn

Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru.

Innlent
Fréttamynd

Rennslið í Ölfusá gæti þrefaldast

Það er ennþá mjög mikil rigning í kringum Mýrdalsjökul og Eyjafjallajökul sem og við suðurhluta Vatnajökuls. Það mun því halda áfram að bæta í rennsli í ám á svæðinu í allan dag segir Matthew Roberts fagstjóri vatnavár hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent