Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Erfðaskrá

Þó að farsímar séu nú búnir að vera til í áratugi þá eru margir með áskrift að heimasíma. Við getum ekki bara keyrt með hann út í skóg og skilið hann eftir eins og labrador með liðagigt þó að við höfum ekki sömu not fyrir hann og áður.

Fastir pennar
Fréttamynd

Refsigleði

Hæstiréttur mildaði í gær dóma yfir burðardýri og sendli í umfangsmiklu fíkniefnamáli. Maður sem gerður var út hér heima til að sækja fíkniefnin fær fjögurra ára dóm í stað fimm og dómur yfir hollenskri konu sem gerð var út með efnin á milli landa var styttur um þrjú ár. Hún fær átta ár í stað ellefu í héraði.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alveg eftir bókinni

Stjórnmálaþróun síðustu ára í Bandaríkjunum kallast á við þróun mála hér heima. Við því var að búast þar eð Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því fyrir aldamótin 2000 sótt sér fyrirmyndir til bandarískra repúblikana

Fastir pennar
Fréttamynd

Einfalt er betra

Heimild til endurgreiðslu á 100 prósentum af virðisaukaskatti vegna vinnu við viðhald eða endurbætur á húsnæði og frístundahúsum var samþykkt á Alþingi í mars árið 2009. Um var að ræða þjóðar­átak stjórnvalda og fleiri til að koma hjólum atvinnulífsins í gang í kjölfar kreppunnar og atvinnuleysis sem því fylgdi. Heimildin átti að hvetja til vinnuskapandi framkvæmda. Þetta átak var kallað Allir vinna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er þetta frétt?

Mér finnst fréttir ekki vera fréttir lengur. Alltaf þegar maður kveikir á fréttunum er það sama. Stríð í útlöndum. Kemur ekki á óvart. Stjórnmálamaður er ósammála öðrum stjórnmálamanni. Duh. Og fótboltalið vann annað fótboltalið í fótbolta. Sem einhverra hluta vegna er hluti af fréttatímanum. Ekkert af þessu eru fréttir. Þetta gerist á hverjum degi. Alltaf.

Bakþankar
Fréttamynd

Gengið alla leið í hömlunum

Viðbrögð við nýjasta áfellisdómi yfir íslenskri stjórnsýslu eru umhugsunarverð. EFTA-dómstóllinn komst að því nú í byrjun vikunnar að innflutningsbann ríkisins á fersku ófrosnu kjöti stæðist ekki ákvæði EES um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Litlu hlutirnir

Lykillinn að lífshamingjunni er að vera ekki of vandfýsinn. Einblína á litlu hlutina. Með slíku hugarfari getum við valhoppað í gegnum lífið. Febrúar er nöturlegur mánuður og kjörinn fyrir drastíska breytingu á sjónarhorni.

Bakþankar
Fréttamynd

Að mæta Bakkusi í búð

Manstu hvað við höfðum miklar áhyggjur af því að verða hornreaka í hruninu? Reyndin varð síðan sú að okkar biðu meiri vinsældir en við höfðum áður þekkt. Hvernig stóð á því?

Bakþankar
Fréttamynd

Ákall um endurreisn

Látið hefur verið í veðri vaka að um fimmtíu og fimm þúsund Íslendingar hafi skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn íslenska heilbrigðiskerfisins af því að þeir séu ekki nógu talnaglöggir.

Skoðun
Fréttamynd

Nei eða já

Vínmenning er forvitnilegt hugtak sem kemur reglulega upp í umræðunni um frjálsa sölu áfengis. Ef við gefum okkur það að hér sá átt við þann hluta menningar sem fellur undir siðmenningu, því tæpast er hér vísað til almenns þroska hugar og handar, þá er vísað til þess sem við sem samfélag gerum að háttum okkar og siðum. Þannig að með hugtakinu vínmenning er líkast til leitast við að siðmennta og siðfága áfengisneyslu þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Innihaldsríkur bakþanki

Ég tek sjálfa mig venjulega frekar óhátíðlega en ákvað nýlega að breyta út af vananum og fór sérstaklega upp í sveit til að skrifa þennan bakþanka. Ég bara verð að komast úr bænum, elskan, sagði ég við elskuna mína sem rúllaði undir eins upp svefnpokunum og reddaði sumarbústað hjá starfsmannafélagi eins og hendi væri veifað.

Bakþankar
Fréttamynd

Leiðin er grýtt

Metfylgi Pírata í skoðanakönnunum er hætt að koma á óvart. Fjölmiðlar eyða ekki lengur heilu síðunum í að fjalla um þennan nýja risa í íslenskri pólitík. Fregnir af hverju fylgismetinu á fætur öðru eru ekki lengur efni í uppslætti.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum höfð að fíflum

Þegar tveir mánuðir voru liðnir frá innrás Saddams Husssein í Kúveit í ágúst 1990 hafði almenningsálitið í Bandaríkjunum snúist gegn hugmyndum um hernaðarleg afskipti af málinu.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er bara mín staðreynd

Lesendur viðhorfspistla í dagblöðum eru 30% líklegri til þess að trúa höfundi ef hann nefnir að minnsta kosti eina tölulega staðreynd máli sínu til stuðnings. Reyndar veit ég ekki hvort talan er nákvæmlega rétt.

Skoðun
Fréttamynd

Þar lágu Danir í því

Eða sko ekki Danir sjálfir, þeir hafa það upp til hópa alveg ágætt held ég. Kannski á fyrirsögnin betur við þá sem sækja á náðir velmegunarinnar í Danaveldi.

Bakþankar
Fréttamynd

Hræðslan

Haldlagning á eignum flóttamanna minnir svo óþægilega á þriðja ríkið og skopmynd breska teiknarans er svo beint í mark að það gerir meira en að vekja ugg, það veldur gríðarlegri hræðslu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslensk gestrisni

Allt gott sem hefur komið til Íslands hefur komið frá útlöndum. Flest sem við teljum íslenskt á uppruna sinn einhvers staðar annars staðar en hér á landi. Fyrsta klósettið kom til Íslands með innflytjendum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Gleymt og grafið? Nei, varla

Fyrir röskum þrem árum, á 95. afmælisdegi rússnesku byltingarinnar 7. nóvember 2012, samþykkti Alþingi að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd til að rannsaka einkavæðingu bankanna 1998-2003,

Fastir pennar
Fréttamynd

Mígandi spilling

Ég varð vitni að heldur óskemmtilegri uppákomu í þessari viku. Einn gestur sundlaugarinnar sem ég sæki reglulega ákvað upp á sitt eindæmi, í sturtuklefa karlaklefans, að vippa litla vininum úr skýlunni

Bakþankar
Fréttamynd

Fermingarbróðir í sturtu

Þegar allar sundlaugar borgarinnar hafa verið prófaðar þarf að kanna nýjar lendur. Úr varð bíltúr til Þorlákshafnar um helgina sem býður upp á þessa fínu laug. Í Þorlákshöfn er líka körfuboltalið sem tryggði sér sæti í bikarúrslitum

Bakþankar
Fréttamynd

Betri er krókur en kelda

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt tillögur sínar að breytingum á byggingareglugerð. Markmið þeirra er að lækka byggingarkostnað vegna íbúða, sem er hluti af aðgerðum ríkisstjórnarinnar á sviði húsnæðismála í tengslum við nýgerða kjarasamninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Júró-uppeldi

Ég horfði á upprifjun á þátttöku Íslands í júróvisjón árin 2006-2009 um helgina. Þetta er ekki í fjarlægðri fortíð en mér fannst það samt. Undraðist tísku og strauma. Fannst allt svo framandi og oft kjánalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Miðbæjarprýði

Forsætisráðherra vill taka yfir lóð Land­stólpa á Hafnartorgi fyrir Stjórnarráðið. Lóðin hefur verið töluvert til umræðu eftir að hafnargarður fannst við Austurbakkann sem síðar var friðlýstur eftirminnilega. Á endanum var samið við byggingaraðilann um að hafnargarðurinn yrði geymdur í bílakjallara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Póstkortið

Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu.

Bakþankar
Fréttamynd

Hægt andlát

Tekist er á um gæði, sanngirni, leikreglur, réttlæti og mannúð sem fyrr – en tími "stéttastjórnmála“ er liðinn í huga margra kjósenda.

Fastir pennar