Umræða um ESB og menntun Ástæða er til þess að hvetja til meiri umræðu um Evrópumálin almennt í þjóðfélaginu, svo við getum verið við því búin að taka ákvörðun í þeim efnum ef og þegar að því kemur að við þurfum að gera upp hug okkar varðandi þessi mál. Fastir pennar 9. febrúar 2006 00:01
Móðir jörð er ekki til sölu Hvar eigum við að draga mörkin milli þess, sem er leyfilegt, og hins, sem er það ekki? Mestallur ágreiningur um stjórnmál hverfist um þessa grundvallarspurningu. Hvar eigum við að draga mörkin milli löngunarinnar til að lyfta lífskjörum okkar með því að skipta sem mest við önnur lönd til dæmis með aðild að Evrópusambandinu og hins að sveipa um okkur varnarhjúpi til að bægja frá hættunni á að tapa þjóðlegum sérkennum okkar? Fastir pennar 9. febrúar 2006 00:01
Prófkjör skerpa hugann Hér er fjallað um hugmyndir um að gæða Klambratún lífi, frumvarp um dreifiveitur sem Mörður hefur lagt fram, rifjuð upp skýrsla um nýja skipun upplýsingamála í heiminum og loks er aðeins minnst á hnignun bílaiðnaðarins í Bandaríkjunum... Fastir pennar 8. febrúar 2006 19:59
Lífeyrissjóðir standi undir nafni Allt ber þetta að sama brunni, og það er að lífeyrissjóðirnir séu stórir og sterkir og geti tekist á við hlutverk sitt, sem er að greiða út réttlátan lífeyri og örorkubætur. Þá þarf fjárfestingarstefnan að vera þannig að þeir geti mætt óvæntum áföllum Fastir pennar 8. febrúar 2006 03:26
Uppáhaldsbókstafurinn Meðan listabókstafir hafa ekki fengið líf og lit, andlit og innihald er of snemmt að ganga út frá því að einhver fylkingin sé með unnið tafl. Þvert á móti tel ég að allt stefni í spennandi kosningaslag með tvísýnum úrslitum. Fastir pennar 8. febrúar 2006 00:01
Blýárin, Róska og Berlusconi Maður þóttist alltaf vita að Róska hefði verið innundir hjá harðasta kjarna róttæklinganna á Ítalíu. Hér heima voru sögusagnir um að hún tengdist Rauðu herdeildunum, einhverju virkustu hryðjuverkasamtökum í vestrænu ríki. Úr þessu var ekki skorið í myndinni... Fastir pennar 7. febrúar 2006 15:12
Öryggislögregla ríkisins Viðbrögðin við þessari tillögu dómsmálaráðherra eru hálf einkennileg. Annars vegar er talað um hana í hálfkæringi, eins og þetta sé eitthvað grín, "íslensk leyniþjónusta ha ha", eða af æsingi og með skömmum eins og hér eigi að fara að stunda stórfelldar njósnir um andstæðinga ríkisins. Fastir pennar 7. febrúar 2006 00:01
Allir kennarar eru íslenskukennarar Spyrna þarf hraustlega við fæti svo við missum ekki tökin á tungunni. Þar þarf viðspyrnan að vera mest og best í Kennaraháskóla Íslands... Fastir pennar 7. febrúar 2006 00:01
Álflokkarnir, Samfylkingin og sókn félagshyggjunnar Hér er fjallað um stóriðjustefnuna og áhrif hennar á stjórnmálin fram að næstu þingkosningum, Framsóknarflokk sem vill ekki rugga bátnum, félagshyggjuna sem hefur gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum og loks er spurt hvaða afstöðu Þorsteinn Pálsson tekur í Baugsmálum... Fastir pennar 6. febrúar 2006 13:21
Björk velgjörðarsendiherra Það er ánægjulegt til þess að vita að Björk Guðmundsdóttir skuli nú vera komin í hóp velgjörðarsendiherra. Því fylgir bæði mikill heiður og ábyrgð. Velgjöðarsendiherrar geta með afskiptum sínum af góðgerðarmálum haft mikil áhrif. Þeir vekja athygli á neyð ýmissa hópa sem eiga um sárt að binda. Fastir pennar 6. febrúar 2006 00:21
Ímyndið ykkur allt þetta fólk Framtak Jótlandspóstsins var til þess að niðurlægja frekar fólk sem taldi sig þegar niðurlægt. Það var til að magna elda. Það var til að kynda undir hatur. Það var til að æsa upp tilfinningar af trúarlegum og kynþáttalegum toga. Þurfum við á slíku að halda? Fastir pennar 6. febrúar 2006 00:01
Múgæsingar og myndir af spámanninum Sýrland er lögregluríki sagði menningarritstjóri Jótlandspóstsins í sjónvarpsviðtali sem ég sá áðan. Hann hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að mótmælin í Sýrlandi hefðu ekki orðið nema með leyfi yfirvaldanna þar. Í Sýrlandi er ekki heimilt að efna til mótmæla... Fastir pennar 5. febrúar 2006 20:14
Varnarviðræður í réttan farveg Samtöl Geirs H. Haarde utanríkisráðherra og Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á ráðstefnunni um Afganistan í Lundúnum í nýliðinni viku virðist hafa verið lykillinn að því að viðræðurnar hófust á ný af fullum krafti. Fastir pennar 5. febrúar 2006 00:49
Mikilvægt skref í átt til sáttar Í það minnsta segir Þorgerður Katrín í Fréttablaðinu í gær að nú eigi að setja umbótarstarfið á faglegra plan en áður. Fastir pennar 4. febrúar 2006 03:41
Lifi málfrelsið – leyfum þeim að móðgast Í raun er notkun þessa orðs, múslimar, vandræðaleg. Hér á landi myndu menn fyrst líta á sig sem Íslandinga, svo sem íbúa einhvers bæjarfélags, síðan kristna menn eða eitthvað annað. Við tölum ekki um alla íbúa hins kristna heims sem eitt mengi... Fastir pennar 3. febrúar 2006 13:07
Stærri sneiðar af stærri köku Ráðherrar og annað fólk í sambærilegum stöðum eiga að hafa sæmileg laun. Það tryggir sjálfstæði þeirra og minnkar með því hættuna á spillingu. Á atvinnulífið að njóta allra bestu starfskraftanna, af því að það getur boðið miklu hærri laun? Hægur vandi var fyrir þá stjórnmálamenn, sem vildu, að hafna sjálfir launahækkunum sínum, og hefðu þeir eflaust notið þess í prófkjörum og kosningum síðar meir, ef umbjóðendur þeirra deildu með þeim skoðunum. Fastir pennar 3. febrúar 2006 02:54
Kaupskipin verði áfram skráð hér Við erum eyþjóð og eigum nær allt okkar undir sjóflutningum með helstu aðdrætti til landsins. Þess vegna brennur þetta mál heitar á okkur en meginlandsþjóðum, sem eiga margra kosta völ við flutninga á helstu nauðsynjum fyrir íbúa landa sinna... Fastir pennar 3. febrúar 2006 00:01
Handboltaangistin Handboltamennirnir standa á einhvern hátt miklu nær hjarta okkar en moldríku fótboltamennirnir sem maður sér á Sýn. Þeir eru einhvern veginn miklu raunverulegri. Við munum aldrei komast á heimsmeistaramót í fótbolta. Það er fyrir fólk úr stórum borgum. Fastir pennar 2. febrúar 2006 22:23
Víst hefur skattbyrðin þyngst Skattbyrðin hér heima hefur snarþyngzt eins og Stefán Ólafsson prófessor lýsti í Morgunblaðinu um daginn. Hún nemur nú 47% af landsframleiðslu borið saman við 40% 1988 og er komin upp fyrir meðallag Evrópusambandsríkjanna (45%). Það er því ekki lengur boðlegt að afsaka laka almannaþjónustu á Íslandi með lágum sköttum. Fastir pennar 2. febrúar 2006 01:04
Stórt skúbb fyrir Reykjavík Einhver mesti snillingurinn í arkitektúr og skipulagsfræðum verður Reykjavíkurborg til ráðgjafar um uppbyggingu í Vatnsmýri. Það er að sönnu mjög spennandi. Á sama tíma á að fara að reisa hið ógurlega hátæknisjúkrahús og Hringbrautarvitleysan heldur áfram með nýrri bensínstöð... Fastir pennar 2. febrúar 2006 00:01
Heilagur réttur að finnast ekkert heilagt Málið snýst nefnilega ekki lengur um birtingu teikninga í dönsku dagblaði heldur samstöðu um það frelsi til orðs og æðis sem er megineinkenni lýðræðisins. En það blása ekki aðeins naprir vindar um það frelsi að austan heldur einnig að vestan, frá landi hinna hugrökku og frjálsu, þar sem stríð gegn hryðjuverkum hefur á rétt ríflega fjórum árum leitt til algjörra umskipta í afstöðu stjórnmálamanna til mannréttinda og einkalífs. Fastir pennar 2. febrúar 2006 00:01
Sjálfstæðismenn í hjarta sínu Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins – detta mér allar dauðar lýs úr höfði! Ég spurði í gær hvort þessi ákvörðun snerist um pólitík eða blaðamennsku – hallast nú fremur að því fyrrnefnda. Þorsteinn var óskýr minning í blaðamennsku þegar ég var að hefja störf... Fastir pennar 1. febrúar 2006 20:09
Sagan öll í fréttatilkynningu Nú er algengt að sjá menn leiða líkur að því að eftir ríflega fimmtán ár, þegar leikskólabörn samtímans fara í háskóla, verði meirihluti allrar framleiðslu heimsins í Asíu. Fastir pennar 1. febrúar 2006 01:39
Mikil áhrif á stjórnmálin Stjórnvöld standa nú frammi fyrir freistandi tilboðum frá erlendum álfyrirtækjum. Allar líkur eru á því að þeim verði tekið og góðærið sem hér hefur ríkt þannig framlengt um nokkur ár. Við munum innan tíðar sjá stækkun álbræðslunnar í Straumsvík og kannski nýtt álver á Norðurlandi. Það verður örugglega hart tekist á um stóriðju- og virkjanamálin á vettvangi stjórnmálanna. Fastir pennar 1. febrúar 2006 01:39
Hættum griðkaupum Breskir listamenn og grínarar, með Rowan Atkinson í fararbroddi, mótmæla nýjum lögum sem miðast við að banna andróður gegn trúarbrögðum. Samkvæmt lögunum hefði Salman Rushdie ekki getað gefið út Söngva Satans, Atkinson hefði ekki getað sýnt grínatrið... Fastir pennar 31. janúar 2006 18:29
Hamas tekur völdin í Palestínu Það er ljóst að Hamas-samtökunum er mikill vandi á höndum. Það er ekki nóg að fara með sigur af hólmi í kosningunum því fylgir líka mikil ábyrgð, og spurningin er hvort forystumenn þeirra og samtökin í heild séu fær um að axla hana. Fastir pennar 31. janúar 2006 00:01
Skattar og skyldur Kostnaður við rekstur háskólasjúkrahússins er nú töluvert hærri en hann þyrfti að vera vegna þess óhagræðis sem er af því að reka starfsemina á svo mörgum stöðum sem raun ber vitni. Fastir pennar 31. janúar 2006 00:01
Birtum fleiri skopmyndir Einu viðbrögðin við mótmælum í múslimalöndum gegn teikningunum af Múhammeð spámanni sem birtust í Jótlandspóstinum er að birta fleiri myndir. Út um allt, í blöðum og á vefnum. Hræddir pólitíkusar og bisnessmenn vilja... Fastir pennar 30. janúar 2006 19:58
Sjálfstæðisflokkur flýgur hátt – Samfylking í vanda Í skoðanakönnunum fyrir síðustu þingkosningar mældist Samfykingin oft á tíðum með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn. Í kosningunum skildu einungis tvö prósentustig, Samfylkingin fékk meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík norður. Samkvæmt nýrri könnun er munurinn tuttugu prósentustig... Fastir pennar 30. janúar 2006 00:19
Nú er að hamra járnið Páll Valsson skar upp herör um daginn til varnar íslenskunni sem lifandi máli; og heill og heiður honum. Undirtektir voru ýmislegar svo sem vænta mátti, en það sem þó skipti mestu var að menntamálaráðherra fagnaði þessum umræðum og virtist jafnvel deila þessum áhyggjum, samkvæmt viðtali við Moggann. Það eru tíðindi og brýnt að halda við þessum áhuga ráðherrans, því margt er undir Þorgerði Katrínu komið í þessu máli. Fastir pennar 30. janúar 2006 00:01