Ný stjórnarskrá, til hvers? Tilgangur sérhverrar stjórnarskrár er að vernda venjulegt fólk fyrir afglöpum og ofríki stjórnmálamanna. Skoðun 22. nóvember 2010 14:12
Hlustum á Björk Við eigum að hlusta á Björk. Við eigum að hlusta á músíkina hennar og við eigum að hlusta þegar hún talar. Fastir pennar 22. nóvember 2010 09:05
Gjafmildi Gjafmildi hlýtur að vera eitt fallegasta orð í íslenskri tungu og við Íslendingar getum svo sannarlega verið gjafmildir. Við seilumst ofan í vasa okkar þegar seldir eru björgunarsveitarkallar eða SÁÁ-álfar. Fastir pennar 22. nóvember 2010 06:00
Hagsmunir að halda opnu Þrír stjórnmálaflokkar eru klofnir í afstöðu sinni til aðildar að Evrópusambandinu. Þetta eru Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Framsóknarflokkurinn. Fastir pennar 22. nóvember 2010 03:30
Tíminn líður hraðar Hérna er verðugt verkefni fyrir stjarneðlisfræðinga, eða annað fólk sem er gáfaðara en ég: Notið menntun, útsjónarsemi og hæfileika ykkar í flóknum útreikningum til að sanna að tíminn líður hraðar í dag en áður. Í alvöru talað, þetta er hætt að vera fyndið. Bakþankar 20. nóvember 2010 10:15
Sósíalistar og utanríkisstefnan VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu sem áður óx af meiði Sósíalistaflokksins. Þessir flokkar voru lengst af einangraðir í afstöðunni til þátttöku Íslands í vestrænni efnahags- og varnarsamvinnu. Vatnaskil urðu þegar landsfundur Sjálfstæðisflokksins ákvað á liðnu sumri að skipa flokknum við hliðina á vinstri væng VG varðandi kröfuna um að afturkalla aðildarumsóknina að ESB. Fastir pennar 20. nóvember 2010 03:45
Verður barizt við vindmyllur? Fréttablaðið hefur sagt frá því undanfarna daga að Landsvirkjun telji vindmyllur raunhæfan kost til raforkuframleiðslu hér á landi. Fyrirtækið vinnur nú að könnun á möguleikunum og benda fyrstu niðurstöður rannsókna til að Suðurlandsundirlendið henti einna bezt fyrir vindrafstöðvar. Fastir pennar 20. nóvember 2010 03:00
Forboðin ást og aðrir smámunir Kæra Sigga Dögg, ég er í algjörum vandræðum! Ég á mjög góðan vin sem ég hangi mikið með og það er alltaf mjög gaman hjá okkur. Við höfum tvisvar sinnum farið heim saman af djamminu og ég er orðin vel skotin í gaurnum. Stundum finnst mér eins og ég finni líka fyrir áhuga frá honum, en aðra daga finnst mér eins og hann hafi alls engan áhuga. Ég er búin að reyna að ráða í allt sem hann segir og gerir í von um vísbendingar en kemst aldrei að neinni niðurstöðu. Hvað get ég gert til að komast að hinu sanna? Fastir pennar 19. nóvember 2010 06:00
Leikskólinn okkar Þegar við stóðum frammi fyrir því fjölskyldan að sækja um leikskóla í fyrsta sinn ákváðum við að gera könnun á ánægju foreldra með leikskóla almennt. Fyrr en varði stóð ég í stórum hópi foreldra sem ræddu leikskóla barnanna sinna fram og aftur og töldu upp kosti og galla hvers skóla fyrir sig. Gallarnir voru reyndar hverfandi og í raun voru þetta hálfgerðar söluræður þar sem foreldrin reyndu hvert um annað þvert að sannfæra mig um að mínu barni væri best borgið á leikskólanum þar sem þeirra börn voru. Bakþankar 19. nóvember 2010 05:30
Nú bara verðum við! Ég hitti góða vinkonu á kaffihúsi um daginn sem ég hafði ekki séð mánuðum saman. Þrátt fyrir að við búum báðar hér í borg höfðu samskipti okkar undanfarna mánuði einskorðast við stutt skilaboð á Fésbókinni, yfirleitt á þá leið að þetta gengi nú ekki lengur, nú bara yrðum við að fara að hittast. Næsta sunnudag, eitthvert kvöldið í vikunni, eftir vinnu á föstudaginn! Bakþankar 18. nóvember 2010 06:00
Boltaleikurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, orðaði það svo í Fréttablaðinu í gær að ekki væri hægt að klára samninga um Icesave-skuldina vegna „pólitíska ástandsins á Íslandi“. Formaðurinn vísaði meðal annars til áhrifa landsdómsmálsins, fjöldamótmæla, átaka um skuldamál heimilanna og deilna um niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Það er rétt hjá Sigmundi Davíð að pólitíska ástandið á Íslandi er vont. Ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk um ýmis mál. Stórar og mikilvægar ákvarðanir sitja á hakanum. Fastir pennar 18. nóvember 2010 06:00
Við fækkum þingmönnum Bretar hafa aldrei fundið hjá sér þörf fyrir að setja sér stjórnarskrá. Þeim duga lög og lætur vel skv. fornri hefð að fylgja lögum og reglum. Bandaríkjamenn settu sér stjórnarskrá, þegar þeir sögðu sig úr lögum við Breta, til að binda hendur löggjafans og vernda alþýðuna fyrir hugsanlegu ofríki af hálfu löggjafarvaldsins. Skoðun 17. nóvember 2010 14:36
Hnútarnir hans Jóns Gnarr Hvert sem komið er liggur krafan í loftinu um að menn hegði sér nákvæmlega eins og náunginn. Sífellt færri hafa svo sterka hnjáliði að þeir kikni ekki undan þessari kröfu. Bakþankar 17. nóvember 2010 06:00
Óöryggi einkennir þjóðarsálina Íslenskt samfélag virðist hugarfarslega á bjargbrún. Á sama tíma og Íslendingar telja að ríkjandi gildi í samfélaginu séu óörugg framtíð, spilling og atvinnuleysi hafa þeir önnur gildi í öndvegi fyrir sig persónulega. Þetta kemur fram í rannsókn sem Bjarni Snæbjörn Jónsson hjá Capacent hefur unnið á grunngildum þjóðarinnar og sett var fram á afar myndrænan hátt í síðustu helgarútgáfu Fréttablaðsins. Fastir pennar 17. nóvember 2010 06:00
Háskólar efli íslenska tungu Dagur íslenskrar tungu er í dag haldinn hátíðlegur í fimmtánda sinn en fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar hefur verið helgaður íslenskri tungu frá árinu 1996. Vel hefur tekist til að gera þennan dag að hátíðisdegi. Það er ekki síst í skólum og leikskólum þar sem nemendur og kennarar gera sér dagamun með hátíðarhöldum sem eru í senn skemmtileg og til þess fallin að örva eftirtekt og tilfinningu fyrir móðurmálinu. Fastir pennar 16. nóvember 2010 06:00
Skilja strax? Ég vil skilja – sem fyrst“ hljómar í símanum. „Hvenær fæ ég tíma?“ Svo kemur parið á prestsskrifstofuna til að ræða samskipti og sáttahorfur. Ef ágreiningur er mikill og bæði vilja skilja er talað um hagsmuni barna parsins, umgengni, samskiptahætti, eignaskipti og fjölda atriða til að allt verði skýrt. Þegar skilnaðarasi er mikill og andúð kyndir undir fer oftar en ekki illa. Skemmtilegir skilnaðir eru fátíðir. Oftast eru þeir dapurlegir og í einstaka tilvikum hræðilegir. En áfall og kreppu má nýta til góðs. Skilnaðir geta bætt líf heimilismanna þegar mál eru unnin með hagsmuni allra að leiðarljósi. Þetta eru gæðaskilnaðir. Bakþankar 16. nóvember 2010 06:00
Hrópað í hornum Ólafur Páll Jónsson heimspekingur skilgreindi á dögunum íslenska umræðuhefð sem prúttlýðræði en einkenni á því væri „að þar mætir fólk þeim sem það er ósammála sem einstaklingum sem það forðast að hlusta á" (sbr. frétt á vefritinu Smugunni 1. nóvember s.l.) Mér varð hugsað til þessarar skilgreiningar þegar ég las grein eftir Hjörleif Guttormsson í Fréttablaðinu 12. nóvember sem var svar við grein eftir undirritaðan frá 2. nóvember. Í svari sínu endurritar Hjörleifur mín skrif með gildishlöðnu og tilfinningaþrungnu orðalagi og kallar þau tilraun til „að réttlæta uppgjöf forystu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs gagnvart Samfylkingunni við ríkisstjórnarmyndun í maí 2009". Þetta orðalag á sér ekki stoð í neinu sem ég hef sagt. Fyrir mér átti sér aldrei neitt stríð stað og ekki heldur uppgjöf sem ég þurfi að réttlæta. Umorðun Hjörleifs á grein minni felur í sér valdbeitingu á tungumálinu þar sem allur málflutningur eru felldur að eintóna umræðuhefð; pólitískur ágreiningur felur í sér sigur eða tap og málamiðlanir eru kallaðar uppgjöf. Ég hef takmarkaðan áhuga á að reynt sé að þýða mín sjónarmið yfir á tungutak þeirra sem kjósa hróp í hornum fram yfir samræður. Fastir pennar 16. nóvember 2010 06:00
Stjórnarskrár Norðurlanda: Stiklað á stóru Norska stjórnarskráin tók gildi 17. maí 1814. Henni var síðast breytt 2007. Hún er stutt og laggóð, aðeins 112 greinar, en af þeim hafa níu greinar verið felldar úr gildi, svo að 103 greinar standa eftir. Reglur um þingkosningar og úthlutun þingsæta eru bundnar í stjórnarskránni. Þrjá fjórðu hluta atkvæða á þingi þarf til að heimila Norðmönnum að deila fullveldi sínu með alþjóðasamtökum, sem Noregur á aðild að, og þurfa tveir þriðju hlutar þingmanna að vera viðstaddir líkt og þarf til að breyta stjórnarskránni. Í stjórnarskránni er lagt bann við afturvirkni laga. Og þar er einnig ákvæði um, að ný og varanleg forréttindi, sem skerða viðskiptafrelsi og athafnafrelsi, megi framvegis engum veita (101. grein). Um náttúruauðlindir segir, að allir eigi rétt á heilbrigðu, vel varðveittu og fjölbreyttu umhverfi og þennan rétt skuli tryggja með því að nýta náttúruauðlindir þannig, að þær skili arði einnig til óborinna kynslóða (110. grein). Skoðun 15. nóvember 2010 14:43
Hljóðlátur aumur api Aumar skemmtanir halda gjarnan fyrir mér vöku. Í þeim gírnum eigra ég til að mynda um Barnaland, les þar hvernig mála megi bolla, skoða myndir af hundi sem fannst í Norðlingaholti, hvernig beygja eigi nafnið Hervör og fer yfir leiðbeiningar um lifrarpylsusuðu. Það finnst mér gaman. Bakþankar 15. nóvember 2010 11:15
Skottulækningar eru bannaðar Til þess að hér geti orðið efnahagsbati og hagvöxtur á ný þarf að flýta úrlausn skuldavanda heimila og fyrirtækja án þess að það íþyngi ríkissjóði um of. Þetta er áréttað í tilkynningu sem Julie Kozack, nýr yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sendi frá sér í gær, í lok hálfsmánaðar fundalotu sendinefndarinnar með ráðamönnum hér vegna fjórðu endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands. Fastir pennar 15. nóvember 2010 06:00
Eftirlegukindur Tvö mál sem neita að fara. Tvö mál sem hanga yfir okkur eins og eftirlegukindur úr mislukkuðu partíi sem við höfum ekki þrek til að reka heim þótt við komumst ekki til að taka til fyrir þeim. Tvö mál, og ég finn hvernig tvö hár grána við það eitt að skrifa þau: Baugsmálið og Íraksmálið. Fastir pennar 15. nóvember 2010 06:00
Misvísandi viðbrögð Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaálitinu um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn, vinstriarmur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætisráðherra og dómsmálaráðherra frá því í október. Fastir pennar 14. nóvember 2010 11:24
Gestaleikari í aðalhlutverki Úr háborg tískunnar: Tískuhús koma og hverfa stundum eins og dögg fyrir sólu. Önnur lifa sína gullöld en hverfa svo smám saman af yfirborði jarðar. En í tískuheiminum þekkist það sömuleiðis að eiga sér glæsilega endurkomu og annað líf. Bakþankar 14. nóvember 2010 00:01
Misvísandi viðbrögð Fyrstu svör forsætisráðherra við sérfræðingaáliti um húsnæðisskuldirnar voru þau að allir kostir sem þar eru nefndir kæmu til greina. Eftir því að dæma gætu Samfylking, Framsóknarflokkur, vinstri armur VG og Hreyfingin myndað meirihluta um almenna afskrift skulda í samræmi við fyrirheit forsætis- og dómsmálaráðherra frá í október. Fastir pennar 13. nóvember 2010 06:00
Mikil ábyrgð Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda getur haldizt í hendur við hagvöxt og bætt lífsgæði. Fastir pennar 13. nóvember 2010 06:00
Ákvarðanir fljótt Skýrsla sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar, sem reiknaði út kostnað og gagnsemi ýmissa leiða til að koma til móts við fólk í skuldavanda, er góður grunnur fyrir ákvarðanir í málinu. Meira liggur nú fyrir en áður, jafnt um umfang alvarlegs skuldavanda og um kostnað við að mæta honum. Hópurinn telur að um 10.700 heimili af tæplega 100.000 séu í greiðsluvanda. Það eru tæplega 15% þeirra heimila, sem skulda fé vegna fasteignakaupa. Yfir 80% af þeim, sem eiga í erfiðleikum með að greiða af lánum sínum, keyptu fasteign á bóluárunum, 2004-2008. Fastir pennar 12. nóvember 2010 06:30
Gnarrzenegger Eitt af öndvegisverkum kvikmyndasögunnar komst óvænt í Kastljósið á mánudagskvöld, þegar Jón Gnarr líkti sér við óvættinn úr kvikmyndinni Pretador. Della, sagði Brynja Þorgeirsdóttir, en dokum við – þegar betur er að gáð reynist þessi líking hafa heilmikið kjöt á beinunum. Fyrir utan það að borgarstjórinn misskilur hlutverk sitt innan hennar. Bakþankar 12. nóvember 2010 06:00
Úrelt tvískipting Könnun á meðal forstöðumanna ríkisstofnana, sem Ríkisendurskoðun kynnti í gær, sýnir fram á mikla óánægju þeirra með lögin um ríkisstarfsmenn, sem þeim er gert að starfa eftir. Þetta er ekki nýtt og hefur komið fram áður í sambærilegum könnunum en á ríkt erindi í umræðuna nú, þegar skattgreiðendur eiga heimtingu á að farið sé vel með hverja krónu sem þeir leggja til rekstrar ríkisstofnana. Fastir pennar 11. nóvember 2010 06:00
Þú færð það sem þú óskar þér Það vex og dafnar sem við einbeitum okkur að. Flestir vita það, en samt gleymum við því reglulega. Bakþankar 11. nóvember 2010 06:00
N1 bjargar jólunum Þegar forstjóri olíurisans N1 lýsti því yfir á dögunum að íslenski bókamarkaðurinn væri staðnaður fór um okkur sem gutlum við fagið skjálfti svo ryklagið á herðunum þyrlaðist upp og köngulóarvefirnir í handarkrikunum gengu í bylgjum. Bakþankar 10. nóvember 2010 06:00
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun