Mikilvæg spurning gleymist Úttektir á launum kynjanna sýna undantekningarlítið fram á talsvert launabil milli karla og kvenna, oft svo nemur tugum prósenta þegar eingöngu er horft á heildarlaunin. Þeir sem einblína á þennan „óleiðrétta“ launamun eru oftast skammaðir og þeim bent á að horfa þurfi til þess að konur séu oftar í hlutastarfi en karlar og þær vinni síður yfirvinnu. Þegar þetta tvennt hefur verið tekið út úr dæminu og eingöngu eru borin saman laun á vinnustund er launamunurinn vissulega talsvert minni. Fastir pennar 5. desember 2011 06:00
Úr fangelsi kjördæmapotsins Áform um nýtt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sem verið hefur á teikniborðinu í ýmsum myndum í hálfa öld án þess að rísa nokkurn tímann, lentu enn í uppnámi í vikunni. Að þessu sinni vegna þess að stjórnarmeirihlutinn í fjárlaganefnd Alþingis, undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, hafði efasemdir um að fangelsið sem áformað er á Hólmsheiði ætti að verða jafnstórt og stefnt hefur verið að. Fjárveiting til að ljúka hönnun þess var því í óvissu, en Fréttablaðið segir frá því í dag að líkast til náist lending í málinu. Fastir pennar 3. desember 2011 12:19
Með píslarvottorð í leikfimi Skólabörn í Reykjavík mega ekki fara með Faðir vorið í árlegum heimsóknum sínum í kirkjur borgarinnar. Þau mega raunar ekki taka þátt í neinum helgiathöfnum á skólatíma. Sóknarprestum finnst það hvorki gott né blessað. Bakþankar 3. desember 2011 12:02
Alveg klikk Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar. Fastir pennar 2. desember 2011 06:00
Jólastjörnuholið Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt. Bakþankar 2. desember 2011 06:00
Byssa eða bíll? Skotárás vegna uppgjörs í undirheimum Reykjavíkur hefur réttilega vakið mikla athygli og ekki síður gríðarlegt vopnabúr, sem lögreglan fann hjá meðlimum glæpaklíku sem talin er viðriðin árásina. Klíkubræður hafa verið settir í gæzluvarðhald vegna rannsóknar málsins. Enginn dó reyndar eða slasaðist í árásinni; byssumaðurinn hitti ekki. Flestir vona samt sjálfsagt að skotmaðurinn fái þungan dóm fyrir tilraun til manndráps. Fastir pennar 2. desember 2011 06:00
Hættið að skemma Írafárið vegna vinnubragða Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við endurskoðun kvótafrumvarpsins hefur að mestu yfirskyggt efni málsins. Sé hins vegar rýnt í frumvarpsdrögin sem leynistarfshópur ráðherrans tók saman – eins og gert var í fréttaskýringu hér í blaðinu í fyrradag – kemur í ljós að engar grundvallarbreytingar hafa verið gerðar efnislega frá „stóra kvótafrumvarpinu“. Fastir pennar 1. desember 2011 06:00
Sögulegt samstöðuleysi Alþingi Íslendinga steig það merkilega spor í gær að viðurkenna fullveldi og sjálfstæði Palestínu. Segja má að með því hafi Ísland loks stigið skrefið til fulls, en Ísland hefur viðurkennt fullveldi og sjálfstæði Ísraelsríkis síðan árið 1947. Hitt ríkið sem átti að stofna, sjálfstætt ríki Palestínu, hefur nú fengið stuðning enn eins ríkisins við sjálfsagða kröfu sína um sanngjarna meðferð. Bakþankar 30. nóvember 2011 06:00
Stór stund á Alþingi í gær Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967.“ Fastir pennar 30. nóvember 2011 06:00
Fullnæging skapar nánd Hér hafa tvö mál verið mikið í umræðunni, eitt sem fjallar um dýraníð og annað um mann sem fangelsaður var fyrir ítrekuð brot gegn stjúpdóttur sinni. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað það er sem fær fólk til að haga sér svona. Fastir pennar 29. nóvember 2011 20:00
Um gömul refsilög og nýja tækni - dómur Hæstaréttar Tíminn líður hratt á gervihnattaöld“ var eitt sinn sönglað fyrir Íslands hönd í Júróvisjón. Sá söngur hljómar alla daga á Alþingi því löggjafinn er gjarnan í kappi við tímann. Hraðar samfélagsbreytingar og tækniþróun kalla oft á snör handtök í löggjafarstarfinu. Á þetta sérstaklega við þegar löggjafinn hyggst nota refsingar til að hafa áhrif á breytni manna. Lög þarf hins vegar að túlka eftir samhenginu eins og áður hefur verið umfjöllunarefni á þessari síðu. Það er því ekki útilokað að gömul refsilög geti tekið mið af nýjum aðstæðum. Fastir pennar 29. nóvember 2011 09:30
Góð byggðastefna? Þegar Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra var bent á tvískinnunginn í því að hann synjaði Huang Nubo um undanþágu frá banni við fasteignakaupum útlendinga utan Evrópska efnahagssvæðisins, en EES-borgarar gætu keypt jarðir og aðrar fasteignir umyrðalaust, svaraði Ögmundur því til að hann vildi líka setja hömlur á fjárfestingar EES-borgara. Fastir pennar 29. nóvember 2011 06:00
Aftarlega á merinni Það var undarlegt að uppgötva ljóta tilfinningu, sem kallast öfund, þegar mongólskir reiðmenn þutu um sléttur lands síns á villtum hestum í sjónvarpinu. „Þið eruð að minnsta kosti ekki með bugles,“ hugsaði ég með mér og prófaði að athuga hvort buglesið passaði til að klóra mér í eyranu. Bakþankar 29. nóvember 2011 06:00
Sýndargerningar Seint í mars 2009 samþykkti þá glænýr fjármálaráðherra að breyta ónýtum skammtímaskuldum nokkurra fjárfestingarbanka í langtímaskuldir á hlægilega lágum vöxtum. Bankarnir hétu VBS, Saga og Askar. Samtals var um að ræða lán upp á 52 milljarða króna. Lög heimiluðu þeim að eignfæra mismuninn á gjafarvöxtunum og markaðsvöxtum, sem voru tíu prósentustigum hærri. Eins og hendi væri veifað var eigið fé þeirra orðið jákvætt. Á pappír. Fastir pennar 28. nóvember 2011 11:00
Nú er horfið Norðurland... Ekki var Hagstofan fyrr búin að birta Þjóðhagsspá (yfirsjón hjá Davíð á sínum tíma að leggja hana ekki niður) þar sem segir að á árinu 2011 verði hagvöxtur í fyrsta sinn frá hruni – sem er mikill sigur fyrir Steingrím J. – en Ögmundur Jónasson brást snarlega við, hrifsaði til sín frétt vikunnar og tilkynnti að kínverski auðmaðurinn og ljóðskáldið Huang Nubo fengi ekki undanþágu frá lögum um fjárfestingar aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins til kaupa á Grímsstöðum á Fjöllum. Ákvörðunin hafði auðvitað legið lengi fyrir en tilkynningartíminn augljóslega vandlega valinn. Í góðsemi vegur þar hver annan… Fastir pennar 28. nóvember 2011 10:00
Ad hominem Það er vandasamt að taka þátt í opinberri umræðu. Pyttirnir eru margir sem hægt er að falla í. Einn sá algengasti er ad hominem rökvillan. Þá er ekki ráðist á málflutning þeirra sem maður er ósammála og bent á villur í rökleiðslu þeirra, heldur er ráðist á persónu þeirra. Eitthvað sem kemur málinu ekki við er notað gegn þeim, t.d. kynhneigð, kynferði eða skoðanir á einhverju allt öðru. Jafnvel er andstæðingnum gerðar upp annarlegar hvatir fyrir skoðunum sínum. Ég ætla ekki að láta eins og ég sé alsaklaus af þessum ósóma, en maður verður óneitanlega varari við þetta þegar maður verður fyrir barðinu á því en þegar maður álpast til að beita því sjálfur. Það er nefnilega auðveldara en maður heldur að verða þetta á. Bakþankar 26. nóvember 2011 09:00
Erlend yfirráð? Með ákvörðun sinni um að synja félagi Huangs Nubo um leyfi til að kaupa meirihluta í Grímsstöðum á Fjöllum sendir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra alþjóðlegum fjárfestum enn ein bandvitlaus skilaboð af stjórnarheimilinu. Ísland er lokað og athafnamenn með áform um atvinnuuppbyggingu eru óvelkomnir. Fastir pennar 26. nóvember 2011 09:00
Þrýstikannað Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina. Fastir pennar 25. nóvember 2011 06:00
Jón Bjarna hefur rétt fyrir sér Það var yfir hrímköldum bjór sem eiginmaðurinn sagði mér sögu af afa sínum sem mér þótti bæði í senn fyndin og grátleg. Afi hans heitinn, Geir Hallgrímsson, var í forsætisráðherratíð sinni eitt sinn staddur í útlöndum ásamt hópi íslenskra pólitíkusa. Er þeir sátu á hótelbarnum að kvöldi dags, hver með sína forboðna bjórkolluna í lúkunum, bað Geir alla þá að rétta upp hönd sem styddu áframhaldandi bjórbann löndum þeirra til handa. Teygandi gullið ölið ráku þeir allir fumlaust upp arminn að undanskildum Geir sjálfum. Bakþankar 25. nóvember 2011 06:00
Heimabrúkskenningar um hrun Í marga mánuði hafa borist fréttir af síversnandi stöðu ríkja Evrópusambandsins. Ástandið hjá mörgum þeirra minnir ískyggilega á okkar eigin stöðu sumarið 2008, nokkrum mánuðum áður en íslensku bankarnir fóru í þrot. Bankar á meginlandi Evrópu eiga í miklum vandræðum með fjármögnun og fjölmörg ríki fá ekki lán nema á afarkjörum. Fastir pennar 24. nóvember 2011 06:00
Menningarminjar og tilgátuhús Sótt er að hinum sögufræga og fagra stað Skálholti úr fleiri en einni átt um þessar mundir. Það er þörf áminning til yfirvalda um mikilvægi þess að hafa skýra sýn um það hvernig umgangast eigi helstu sögustaði og ganga frá friðun staðanna þar sem það á við. Fastir pennar 24. nóvember 2011 06:00
Segðu nú mömmuað… Ljósaseríurnar spretta nú fram í hverjum eldhúsglugganum á fætur öðrum. Fyrsti í aðventu er á sunnudaginn og margir að komast í jólaskapið enda aðventan tími kertaljósa og kósýheita. Öll vitum við að varlega skal fara með eld en þó heyrum við aldrei oftar en einmitt í desember fréttir af eldsvoðum á heimilum fólks. Bakþankar 23. nóvember 2011 06:00
Störfin skattlögð burt Hringlandinn með starfsumhverfi íslenzkra fyrirtækja er eitt af því sem stendur erlendri fjárfestingu í atvinnulífinu fyrir þrifum. Sú mynd er orðin til í hugum alþjóðlegra fjárfesta að íslenzkum stjórnvöldum sé ekki treystandi. Fastir pennar 23. nóvember 2011 06:00
Samkeppni um fé Fréttablaðið hefur á undanförnum vikum greint ítarlega frá áhrifum íslensku bankanna á innlenda samkeppnismarkaði með eignarhaldi þeirra á fyrirtækjum. Samkvæmt úttekt Fjármálaeftirlitsins (FME) voru fyrirtækin sem þeir eiga í 132 talsins í byrjun nóvember. Bankarnir hafa brugðist ókvæða við þessari talningu og birtu í kjölfarið upplýsingar um eðli þessara fyrirtækja. Með hafa fylgt skýringar um að flest fyrirtækjanna séu annaðhvort í minnihlutaeigu bankanna, geymd í dótturfélögum eða séu ekki í samkeppni við önnur fyrirtæki á neytendamarkaði. Þess vegna sé skakkt að setja eignarhaldið fram með þeim hætti sem FME gerði. Þessar skýringar halda ekki að öllu leyti. Fastir pennar 22. nóvember 2011 06:00
Velferðarkerfið Velferðarkerfið er handa öllum - líka óvinum sínum. En það gerir ekki allt fyrir alla alltaf. Það snýst ekki um skuldaleiðréttingar og afskriftir. Slíkt er auðvitað réttlætismál þegar forsendur lántöku bresta og sjálfsagt að herja á banka um að ganga ekki of hart fram í vaxtageðþótta eða fá stjórnvöld til að skerast í leikinn með einhverjum hætti en velferðarkerfið snýst í sjálfu sér ekki um lántökumál fyrirtækja og einstaklinga. Fastir pennar 21. nóvember 2011 10:00
Vannýtt tækifæri? Bjarni Benediktsson stóð af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt er að segja að formaðurinn hafi styrkt stöðu sína; svo stór hluti landsfundarfulltrúa var reiðubúinn að velja annan til forystu. Fastir pennar 21. nóvember 2011 06:00
Komið til að vera, knúzið Alnetið þarf knúz miklu oftar. Annars breytist það í vígvöll,“ skrifaði Gunnar Hrafn Hrafnbjargarson eitt sinn á bloggsíðuna sína. Hann var málfræðingur og femínisti, búsettur í Svíþjóð. Hann hikaði ekki við að láta í sér heyra þegar hann hnaut um kynjamisrétti og sendi þá fyrirtækjum og einstaklingum sem urðu uppvís að slíku skorinorð bréf og krafðist svara. Eljan var einstök og vakti oft aðdáun netvina hans, þar á meðal mín. Gunnar Hrafn lést við köfun í sumar aðeins 35 ára gamall. Hann reyndist hafa of stórt hjarta. Bakþankar 21. nóvember 2011 06:00
Skítuga kvöldið í Kópavogi Í einfeldni minni hef ég stundum talið að eitthvað geti ekki gerst á Íslandi. Að þetta skrítna sem gerist úti í heimi geti ekki átt sér stað hér á landi. Þetta er auðvitað þvæla. Fólk er alls staðar fólk og Íslendingar geta gert alveg jafn rækilega í buxurnar og útlendingar. Bakþankar 19. nóvember 2011 11:00
Draumurinn um annan Össur Það er kunnara en frá þurfi að segja að Össur hf. er áhrifamikið fyrirtæki á alþjóðamarkaði á sínu sviði. Hitt vita menn líka að það hefur mikla þýðingu fyrir íslenskan þjóðarbúskap. Það sýnir hversu mikið getur sprottið af íslensku hugviti og alþjóðavæðingu. Ef eitthvað er til sem kalla má dæmi um íslenska drauminn er það hvernig þetta fyrirtæki breyttist úr vísi í við. Fastir pennar 19. nóvember 2011 06:00
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun