Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Öfgafemínismi

Ummæli sem frú Vigdís Finnbogadóttir lét hafa eftir sér í vikublaðinu Monitor á fimmtudaginn hafa farið öfugt ofan í marga. Spurning um öfgafemínisma vakti hörðustu viðbrögðin, þó Vigdís hafi svarað henni á mjög yfirvegaðan hátt. Hún varar við öfgum, sem hún segir geta eyðilagt góðan málstað. Það er hárrétt hjá Vigdísi, þó hvergi hafi verið gerð tilraun til að útskýra meintar öfgar.

Bakþankar
Fréttamynd

Eyðsla í óleyfi

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri er samfelldur áfellisdómur yfir rekstrinum og eftirliti mennta- og menningarmálaráðuneytisins með honum. Engu líkara er en að stjórnendur skólans líti svo á að fjárlög séu meira til viðmiðunar en til að fara eftir þeim og ráðuneytið upplifi sig valdalaust og lítt fært um að taka á heimildarlausum útaustri peninga skattgreiðenda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðin sem réð við spilafíkn

Ítarleg rannsókn á spilahegðun fólks bendir til að langflestir Íslendingar annaðhvort stundi ekki peningaspil eða geri án nokkurra vandræða. Hvaða ályktun er dregin af þessu? Jú, það þarf klárlega að banna póker á netinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Er vorið endanlega komið?

Þessi spurning var lögð fyrir lesendur Vísis í vikunni, í kjörkassanum góðkunna. Einhver kynni að spyrja sig hvort hægt væri að spyrja með svo afdráttarlausum hætti. En greinilega eru nógu margir sem hafa trú á mætti viljans og/eða eigin brjóstviti til að svara. Og niðurstöðurnar voru afdráttarlausar. Já sögðu 25% og nei sögðu 75%. Þrátt fyrir góðan vilja og bjartsýni 25% prósenta þess hluta þjóðarinnar sem lagði atkvæði sitt í kjörkassann er vorið því ekki endanlega komið.

Bakþankar
Fréttamynd

Miklu stærri slagur

Utan Asíu fer ekki mikið fyrir fréttum af sögulegri valdabaráttu í Kína, einu allra mikilvægasta samfélagi jarðarinnar. Hér vestra höfum við verið upptekin af prófkjörum í Bandaríkjunum. Þaðan fáum við daglegar fréttir af baráttu fólks sem virðist hafa ofsafenginn áhuga á kynlífi nágranna sinna og mikla trú á sköpunarsögu biblíunnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bókmenntafræði hversdagsins

Leitið og þér munuð finna.“ Stutt og laggott svar eins kennaranna í almennri bókmenntafræði í denn við spurningu eins nemandans um það hvert viðfangsefni bókmenntafræðinnar væri. Þessi kennari taldi sem sé að túlka mætti hvaða texta sem væri út frá fyrirframgefnum hugmyndum lesandans og heimfæra hverja þá kenningu sem lesandanum væri kærust upp á alla texta sem skrifaðir hafa verið. Textinn öðlaðist ekki merkingu fyrr en í huga lesandans.

Bakþankar
Fréttamynd

Stjórnlagaklúður

Stjórnarmeirihlutanum á Alþingi virðist ætla að takast að klúðra enn einu stórmáli, endurskoðun stjórnarskrárinnar. Uppleggið var þó ekki slæmt. Alþingi hefur aldrei ráðið við það verkefni sitt að endurskoða stjórnarskrána í heild, sem stefnt var að fljótlega eftir lýðveldisstofnun. Málið hefur alltaf týnzt ofan í skotgröfum flokka- og kjördæmapólitíkur. Það var þess vegna rétt ákvörðun að taka það úr hinum hefðbundna farvegi samningaviðræðna stjórnmálaflokka og fela stjórnlagaþingi að semja drög að nýrri stjórnarskrá.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samfélag tómu tunnanna

Á dögunum fór ég í sjálfskipað frí frá fjölmiðlaumræðunni. Dvaldi fjarri dægurþrasinu um hríð og vissi ekkert hvaða þingmaður ásakaði kollega sinn í það skiptið fyrir það að vinna markvisst að tortímingu Íslands, eða eitthvað þaðan af verra. En það er allt í lagi, allt þetta beið mín þegar ég sneri á ný til hins siðaða samfélags samfélagsumræðunnar.

Bakþankar
Fréttamynd

Árans umhverfisreglugerðirnar

Sérákvæði sem gilt hafa fyrir eldri sorpbrennslustöðvar hafa nú verið felld úr gildi. Það þýðir að fyrir næstu áramót er öllum sorpbrennslustöðvum á Íslandi gert að uppfylla kröfur sem gerðar eru til sambærilegrar starfsemi annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samvizka heimsins rumskar

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag kvað upp sinn fyrsta dóm í síðustu viku, yfir kongóska stríðsherranum Thomas Lubanga. Hann var fundinn sekur um að hafa rænt fjölda barna og þvingað þau til að taka þátt í hernaði og ýmiss konar grimmdarverkum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki bara dós af þorsklifur

Innan um fallega steina á stofuhillunni minni – nokkrar fjölskyldumyndir og fleiri persónulega muni – má finna dós af niðursoðinni þorsklifur. Dósina fékk ég að gjöf frá Igor Katerinitsjev sem ég kynntist nýlega á ferðalagi um eyjuna Senja, sem liggur úti fyrir strönd Norður-Noregs.

Bakþankar
Fréttamynd

Útlent svartagallsraus

Fyrir rétt rúmu ári gagnrýndi Niels Jacobsen, hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., stefnu íslenzkra stjórnvalda í málefnum atvinnulífsins harðlega í viðtali hér í blaðinu. Jacobsen talaði þá um hringlandahátt og flumbrugang í lagasetningu, gjaldeyrishöft og fleira sem gerði erfitt að reka fyrirtæki á Íslandi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sæta, spæta!

Stundum brýtur kona bara allar reglur sem hún hefur sett sér. "Rosalega leistu vel út,“ sagði ég, eins og ekkert væri eðlilegra, við vinkonu mína sem á dögunum mætti í virðulegan umræðuþátt til að ræða alvarleg málefni. Eftir á gerði ég mér grein fyrir að ég hafði ekki sagt orð við hana um hvernig hún stóð sig, hversu vel hún komst að orði og að hún hefði verið afar fagmannleg. Eða fagkvenleg.

Bakþankar
Fréttamynd

Lárviðarskáldið Einar Már

Flestir á mínu reki muna fyrst eftir Einari Má í svörtum leðurjakka á pönkárunum að selja ljóðin sín: Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í kórónafötum hér inni? Flestir keyptu bókina, þetta voru auðskilin ljóð, það var einhver prósi í þeim, rétt eins og það er alltaf eitthvert ljóð í prósa Einars. Þrátt fyrir leðurjakkann og ytra pönkfas var hann hláturmildur og drengjalegur – hér var ekki þungbúið skáld, alls ekki hógvært og fráleitt innhverft skáld – þetta var rokk-skáld.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvers vegna er efast um tilvist leggangafullnægingar?

Spurning: Ég rak augun í pistil þinn "Feikuð fullnæging" frá 16. desember 2010 og kannaðist við kauða. Ég hef hitt hann oft, í mismunandi útgáfum, í mismunandi svefnherbergjum. En jú, það hefur aldrei feilað að nýr maður segir við mig: "Já en, allar sem ég hef verið með hingað til hafa ekki átt í neinum erfiðleikum með þetta." Og þá bölva ég kynsystrum mínum, fyrir að taka þátt í þessari blekkingu og ýta undir hana.

Fastir pennar
Fréttamynd

Níutíu og níu árum síðar

Ég held að það sé stórt vafamál hvort í víðum heimi sé samankomið meira vit, mannvit, á jafnstórum bletti sem Reykjavík. En það skrýtilega um leið er það, að þar er meiri óláns-bjánaskapur, slysinn aulaskapur, en á nokkrum öðrum stað í veröld hér.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnmálamenn standi sig betur

Starfsemi skipulagðra glæpahópa á Íslandi hefur verið í brennidepli í vikunni. Lögreglan handtók hóp manna, sem talinn er tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, grófum líkamsárásum, hótunum, innbrotum og þjófnuðum. Annar hópur, tengdur glæpasamtökunum Hells Angels, hefur verið ákærður fyrir yfirgengilega hrottalega árás á konu, með tilheyrandi hótunum í garð fórnarlambsins og fjölskyldu hennar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bíla-Ísland

Ég ætla að byrja á játningu. Ég öfunda Bíla-Ísland. Á Bíla-Íslandi er skilvirkt markaðshagkerfi. Þar kostar allt sitt, en allt er til. Bíla-Ísland virkar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðnýting og misnotkun

Íslendingar eru skyldugir til að greiða í lífeyrissjóði. Hver launamaður greiðir hundruð þúsunda hið minnsta í þá á ári hverju. Í staðinn er þeim lofað "greiðslu lífeyris til æviloka, örorku eða andláts“ samkvæmt lögum um lífeyrissjóði. Til að standa við þetta loforð er sjóðunum gert að skila 3,5% raunávöxtun á ári.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mig langar ekki í pungbindi

Angan af nýslegnu grasi fyllir vitin þar sem ég sit undir berum himni og skrifa þessi orð með ylhýra golu í nýlögðu hárinu og hrímað glas af silkimjúku Chardonney við höndina. Djók. Ég sit við eldhúsborðið klædd flannelnáttfötum með saumsprettu í klofinu. Cheerios-ið er sokkið gegnsósa til botns í morgunverðarskálinni og herbergið fyllir rammur þefur af gömlu fiskroði og kaffikorgi því ég nenni ekki út með ruslið. Í miðri baráttu við ritstíflu reikar hugurinn að ísskápnum. Í ávalri flösku liggja dreggjar hvítvíns síðustu helgar. Mig langar í þær. Ástæðurnar eru margar. Lyktin er eins og af grasi, ferskleikinn er eins og gola og eftir nokkra sopa stæði mér á sama um að hárið á mér lítur út eins og gjörningur eftir Ragnar Kjartansson sem gæti heitið Medúsa safnar í dredda. Ein er þó sú ástæða sem myndi ekki liggja til grundvallar ákvörðun um að láta freistast í flöskuna.

Bakþankar
Fréttamynd

Áfram veginn

Það var ekkert sérstaklega upplýsandi að fylgjast með réttarhöldunum í málinu gegn Geir H. Haarde. Flest sem þar var sagt kemur fram í 2.400 blaðsíðna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeir sem áttu von á glænýjum upplýsingum sem varpa myndu nýju ljósi á hrunið og draga fram sannleikann eina í málinu urðu fyrir vonbrigðum. Kynt var undir væntingum, til dæmis, þegar afturköllunartillagan var rædd í þinginu. Hana mátti ekki samþykkja því þá fengjum við ekki yfirheyrslurnar yfir öllu lykilfólkinu í Landsdómi. Látið var eins og allir myndu loksins segja satt í Þjóðmenningarhúsinu enda eiðsvarnir. Þá hentaði ekki að geta þess að þegar sama fólk kom fyrir rannsóknarnefndina bar því að segja satt ellegar ætti það yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm.

Bakþankar
Fréttamynd

Mikilvægar fyrirmyndir

Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins voru veitt í gær. Þetta er í sjöunda sinn sem Fréttablaðið veitir Samfélagsverðlaun að undangengnum ábendingum lesenda um samborgara og félagasamtök sem vinna margvísleg góðverk.

Fastir pennar
Fréttamynd

Pólitík, viðskipti og höft

Allt frá hruni fjármálakerfisins og krónunnar hefur verið ljóst að hér væri neyðarástand vegna þess að aðilar á alþjóðamarkaði í heiminum misstu tiltrú á krónunni sem gjaldmiðli. Peningastefna landsins hefur af þessum sökum verið í uppnámi.

Fastir pennar
Fréttamynd

Haftakrónan

Engum þarf að koma á óvart að Alþingi hafi enn og aftur þurft að herða á gjaldeyrishöftunum á skyndifundi í fyrrakvöld. Það var fyrirsjáanlegt að þegar einu sinni hefðu verið sett gjaldeyrishöft leitaði markaðurinn sér að leiðum framhjá þeim og þess vegna þyrfti sífellt að stoppa í götin, ættu höftin á annað borð að halda. Þetta er dapurleg staðreynd, en því miður lítt umflýjanleg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samhengi hlutanna

Ef ég ætti fyrirtæki mundi ég aldrei ráða konu í vinnu,“ sagði sextán ára bekkjarfélagi minn í félagsfræði 101 án þess að blikna. Verið var að ræða stöðu kynjanna í kennslustund og spruttu af þessu hressilegar umræður. Drengurinn lét þó ekki haggast enda fannst honum einfaldlega liggja í augum uppi að konur væru verri starfskraftur en karlar. Það fylgdi þeim vesen og þá aðallega "vesen í kringum börn“ með tilheyrandi fjarveru frá vinnu. Hann lét það ekki slá sig út af laginu að kennarinn var útivinnandi kona og móðir, né að sjálfur var hann barn konu.

Bakþankar
Fréttamynd

Ný kynslóð láti í sér heyra

Sú hefð hefur myndast á Íslandi að ekki hefur þótt til siðs að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta. Tvívegis hefur þessi hefð verið rofin, árin 1988 og 2004, en með fullri virðingu fyrir frambjóðendunum sem buðu sig fram gegn forseta í hvort skipti áttu þeir svo til enga möguleika á kjöri. Að teknu tilliti til þess má því segja sem svo að hingað til hafi einu sinni kjörnir forsetar getað setið í embættinu að vild.

Bakþankar
Fréttamynd

Umbótaáætlun fellur í skuggann

Athygli almennings beinist þessa dagana að Þjóðmenningarhúsinu, þar sem vissulega fara fram söguleg réttarhöld fyrir Landsdómi. Segja má að vitnaleiðslurnar séu gagnleg upprifjun á ýmsu sem áður var komið fram, ekki sízt í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar hafa hins vegar ekki komið fram neinar upplýsingar sem varpa nýju ljósi á einhverja þætti bankahrunsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hamingjan sanna!

Flest erum við að leita að hamingju, vellíðan og jákvæðu hugarfari og hafa ýmsar rannsóknir verið gerðar í gegnum tíðina til að reyna að varpa ljósi á það hvernig við öðlumst hana. Við sem erum eldri en tvævetur vitum að það kemur margt til og engin töfralausn fyrir þá sem ekki njóta lífsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver við sinn keip …

Þá er fyrri vikan búin af þessum sjóprófum og við höfum fengið að heyra í skipstjóranum og nokkrum öðrum af áhöfninni sem sigldi þjóðarskútunni í strand. Eigi maður að taka vitnin trúanleg mætti ætla að aldrei í veraldarsögunni hafi einni skútu verið siglt í strand á jafn vandaðan og óaðfinnanlegan hátt. Allir stóðu sína vakt með snilld. Allir gerðu allt rétt. Og það sem þeir létu ógert var algerlega og gersamlega ógerlegt að gera. Það sem hefði þurft að gera gat enginn gert því að það heyrði ekki undir viðkomandi. Aldrei að víkja, aldrei að viðurkenna neitt; maður á að sitja fastur við sinn keip. Það er íslenski mátinn.

Fastir pennar