Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Smábörn viti betur en virkir í athugasemdum

    „Hér er um að ræða fullorðið fólk sem skrifar virkilega ljótar athugasemdir í athugasemdakerfi fjölmiðlanna. Sumir segja að þetta fólk hagi sér eins og smábörn, en það er bara ekki rétt. Smábörn vita betur en að meiða aðra,“ segir Bergrún Íris Sævarsdóttir barnabókahöfundur í samtali við Vísi.

    Lífið
    Fréttamynd

    Alls ó­víst hvort stúlkurnar hafi brotið lög

    Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki enn rætt við konurnar tvær sem heimsóttu enska landsliðsmenn á Hótel Sögu til þess að skera úr um hvort þær hafi haft vitneskju um hvort landsliðsmennirnir væru í sóttkví. Það kann þó að fara svo að það muni ekki skipta máli.

    Innlent
    Fréttamynd

    „Ef við hefðum vitað betur, þá hefðum við aldrei farið“

    Lára Clausen, sem fór ásamt Nadíu Sif Líndal, í heimsókn á hótelherbergi ensku knattspyrnulandsliðsmannanna Phil Foden og Mason Greenwood í gærkvöldi, birti í kvöld röð myndbanda á Instagram-síðu sinni þar sem hún gengst við því að hafa tekið upp samskipti sín og Nadíu við leikmennina.

    Innlent
    Fréttamynd

    Foden biður alla nema Íslendinga afsökunar

    Enski landsliðsmaðurinn Phil Foden hefur sent frá sér afsökunarbeiðni eftir að hafa brotið reglur um sóttkví á Íslandi með því að hitta tvær íslenskar konur á hóteli enska landsliðsins.

    Fótbolti