Minnast fyrrum eiganda Liverpool David Moores, fyrrum eigandi enska knattspyrnufélagsins Liverpool, lést á föstudag. Félagið og fyrrum þjálfarar liðsins hafa heiðrað minningu hans. Fótbolti 24. júlí 2022 11:30
Arsenal rústaði Chelsea - Haaland kominn í gang Arsenal vann 4-0 stórsigur á Chelsea í æfingaleik vestanhafs í nótt. Erling Haaland komst þá á blað í sínum fyrsta leik fyrir Manchester City. Fótbolti 24. júlí 2022 10:45
Conte segir Bayern München sýna virðingarleysi Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, telur forráðamenn Bayern München sýna Lundúnarfélaginu skort á virðingu með því að tala opinberlega um áhuga sinn á Harry Kane, fyrirliða Tottenham Hotspur. Fótbolti 23. júlí 2022 22:13
Griezmann á að víkja fyrir Ronaldo Atlético Madrid hefur að sögn Times áform um það að losa franska landsliðsframherjann Antoine Griezmann af launaskrá sinni. Fótbolti 23. júlí 2022 20:04
Klopp býst ekki við að bæta við leikmönnum í hóp sinn Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kveðst ekki ætla að bæta við leikmönnum í hóp liðsins fyrir komandi keppnistímabil nema leikmenn hans verði fyrir langtíma meiðslum. Fótbolti 23. júlí 2022 18:03
Haaland gantaðist með Grealish: „Þvílíkur gæi“ Búast á við því að norski framherjinn Erling Haaland spili sinn fyrsta leik í treyju Manchester City þegar liðið mætir Bayern München í æfingaleik í Green Bay í Bandaríkjunum í kvöld. Samherji hans, Jack Grealish, býst við miklu af þeim norska. Fótbolti 23. júlí 2022 13:45
Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. Fótbolti 23. júlí 2022 11:49
Ronaldo sagður vilja fara til Atlético Cristiano Ronaldo er sagður skoða möguleikann á því að ganga í raðir Atlético Madrid. Hann eyddi níu leiktíðum hjá erkifjendum þeirra í Real Madrid. Fótbolti 23. júlí 2022 11:00
Gæti snúið sér að spilagöldrum ef Fulham fellur Antonee Robinson, oftar en ekki kallaður Jedi, er leikmaður enska knattspyrnufélagsins Fulham. Liðið er nýliði í ensku úrvalsdeildinni og í óðaönn að undirbúa sig komandi tímabil. Hinn 24 ára gamli Jedi er hins vegar ekki allur þar sem hann er séður. Enski boltinn 23. júlí 2022 08:01
Á yfir 200 leiki í Serie A en er mættur í 10. deild Englands eftir að hafa farið út að labba með hundinn Hinn 38 ára gamli Daniele Mannini hefur spilað með og gegn nokkum af stærstu nöfnum knattspyrnuheimsins undanfarna tvo áratugi. Eftir farsælan feril með liðum á borð við Napoli, Brescia og Sampdoria er hann óvænt mættur í 10. deildina á Englandi, allt þökk sé því að hann fór út að labba með hundinn. Enski boltinn 23. júlí 2022 07:00
Fyrrverandi markvörður Liverpool var háður verkjalyfjum: „Verður önnur manneskja“ Chris Kirkland, fyrrverandi markvörður Liverpool sem og annarra liða, hefur undanfarinn áratug verið háður verkjalyfjum. Kirkland hefur áður rætt glímu sína við bæði þunglyndi og kvíða. Nú hefur hann opnað sig varðandi ofneyslu sína á verkjalyfjum. Enski boltinn 22. júlí 2022 23:30
Zinchenko orðinn Skytta Arsenal hefur staðfest komu Oleksandr Zinchenko. Hinn fjölhæfi Úkraínumaður kemur frá Englandsmeisturum Manchester City og kostar Skytturnar rúmlega 30 milljónir punda. Enski boltinn 22. júlí 2022 17:31
Ten Hag segir lífsnauðsynlegt að hann fái fleiri leikmenn Manchester United hefur fengið þrjá nýja leikmenn í sumar en nýi knattspyrnustjórinn Erik ten Hag segir það lífsnauðsynlegt að þeir verði fleiri. Enski boltinn 22. júlí 2022 10:01
Mané vann Salah en blés á allt tal um ríg Senegalinn Sadio Mané, sem nú er orðinn leikmaður Bayern München, var í gærkvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins í Afríku, eftir baráttu við Mohamed Salah og Edouard Mendy um titilinn. Fótbolti 22. júlí 2022 08:01
Núnez með fernu á 45 mínútum fyrir Liverpool Úrúgvæski framherjinn Darwin Núnez fór svo sannarlega á kostum í búningi síns nýja liðs Liverpool í kvöld en hann skoraði fjögur mörk fyrir liðið þegar það vann RB Leipzig í Þýskalandi, 5-0, í vináttuleik. Enski boltinn 21. júlí 2022 19:39
Lingard sá ellefti sem nýliðarnir fá Jesse Lingard, fyrrverandi leikmaður Manchester United, var í dag formlega kynntur til leiks sem nýjasti liðsmaður Nottingham Forest. Enski boltinn 21. júlí 2022 18:50
Lingard nálgast nýliða Nottingham Forest Jesse Lingard, fyrrverandi sóknarmaður Manchester United, er nálægt því að samþykkja samningstilboð frá nýliðum Nottingham Forest. Enski boltinn 21. júlí 2022 14:15
Everton steinlá og Lampard varar liðið við annarri fallbaráttu Undibúningstímabil enska úrvalsdeildarliðsins Everton fer ekki vel af stað, en liðið steinlá 4-0 er þeir bláklæddu heimsóttu Minnesota United í Bandaríkjunum í nótt. Frank Lampard, þjálfari Everton, varaði leikmenn liðsins við annarri fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 21. júlí 2022 12:31
Harðstjórinn Ten Hag bannar áfengi og mun vigta leikmenn reglulega Erik ten Hag ætlar að taka til hendinni hjá Manchester United en Hollendingurinn hefur birt áhugaverðan lista yfir reglur sem leikmenn liðsins verða að fylgja ætli þeir sér að spila undir hans stjórn. Enski boltinn 21. júlí 2022 10:01
Brighton vill átta milljarða fyrir Cucurella Pep Guardiola þarf að borga 50 milljónir punda eða rúmlega átta milljarða íslenskra króna til að fá Marc Cucurella, bakvörð Brighton & Hove Albion, í sínar raðir. Enski boltinn 21. júlí 2022 08:31
Bannaður frá öllum leikvöllum í Englandi eftir nasistakveðju Shay Asher, 24 ára gamall Englendingur og stuðningsmaður Newcastle, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasíska kveðju að hætti nasista í leik Newcastle gegn Tottenham á St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, þann 17. október 2021. Fótbolti 20. júlí 2022 23:16
Liverpool og United berjast um vængmann Ajax Brasilíumaðurinn Antony, leikmaður Ajax, hefur mikið verið orðaður við Manchester United það sem af er sumri en nú hafa erkifjendurnir í Liverpool blandast í baráttuna. Enski boltinn 20. júlí 2022 22:30
Jesse Lingard gæti verið á leið til Nottingham Forest Nýliðar Nottingham Forest eru tilbúnir að margfalda launagreiðslur sínar til að fá Englendinginn Jesse Lingard til liðs við sig. Lingard er án félags eftir að hafa yfirgefið Manchester United fyrr í sumar. Enski boltinn 20. júlí 2022 21:16
Pulisic bannað að svara spurningum um byssulöggjöfina í Bandaríkjunum Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, var einn af leikmönnum bandaríska landsliðsins í knattspyrnu sem setti nafn sitt við bréf sem liðið sendi bandaríska þinginu þar sem kallað var eftir hertri byssulöggjöf í landinu. Pulisic fékk þó ekki að svara spurningum um málið á blaðamannafundi Chelsea. Enski boltinn 20. júlí 2022 12:00
Pep staðfestir að Zinchenko sé á leið til Arsenal Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur staðfest að Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko sé á leið til Arsenal. Zinchenko verður því annar leikmaðurinn sem Arsenal kaupir af City í sumar. Enski boltinn 20. júlí 2022 10:00
„Vá, næst sjá þeir okkur kannski á bensínstöðinni“ Norski markaskorarinn Erling Haaland er mættur í enska boltann og það hefur óhjákvæmilega í för með sér meiri umfjöllun um hann í ensku götublöðunum. Pabbi hans gerði grín að fréttaflutningi The Sun í gær. Enski boltinn 20. júlí 2022 09:01
Ten Hag gefur engan afslátt af leikstílnum: „Hvað í andskotanum ertu að gera?“ Erik ten Hag hefur borið sigurorð í fyrstu þremur leikjum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United. Þrátt fyrir sigur í leik Manchester United gegn Crystal Palace í æfingaleik í Melbourne í Ástralíu í gær var Erik ten Hag ekki par sáttur við spilamennsku sinna manna á meðan á leiknum stóð. Enski boltinn 20. júlí 2022 07:04
Tuchel kominn með næsta skotmark í varnarlínuna Forráðamenn Chelsea eru í viðræðum við kollega sína Sevilla um möguleg kaup á franska landsliðsmanninum Jules Kounde. Fótbolti 19. júlí 2022 22:33
Zinchenko færir sig á milli æfingabúða í Bandaríkjunum Oleksandr Zinchenko er á leið frá æfingabúðum Manchester City til Arsenal en bæði lið búa sig undir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla á bandarískri grundu þessa dagana. Enski boltinn 19. júlí 2022 20:15
Conte sækir enn einn leikmanninn til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham Hotspur heldur áfram að bæta við sig leikmönnum í félagsskiptaglugganum sem nú er tæplega hálfnaður. Djed Spence er kominn til liðsins frá Middlesbrough, en hann er sjötti leikmaðurinn sem kemur til liðsins í sumar. Enski boltinn 19. júlí 2022 18:07