Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Chelsea á eftir enn einum miðverðinum

    Chelsea er á höttunum eftir Frakkanum Benoît Badiashile sem er miðvörður og leikur með AS Monaco. Ef marka má Fabrizio Romano er kaupverðið milli 35-40 milljónir evra og mun Chelsea kaupa hann í janúar. 

    Sport
    Fréttamynd

    Everton vill Anthony Elanga á láni

    Það styttist í að vetrarglugginn á Englandi opni og eru félögin í ensku úrvalsdeildinni farin að líta í kringum sig. Samkvæmt The Athletic er Everton sagt áhugasamt um að fá Anthony Elanga, leikmann Manchester United, á láni.

    Sport
    Fréttamynd

    Totten­ham kom til baka gegn Brent­ford

    Enska úrvalsdeildin í fótbolta fór af stað með pompi og prakt eftir nokkurra vikna frí vegna HM í Katar. Fyrsti leikur dagsins var leikur Brentford og Tottenham Hotspur en hann var vægast sagt spennandi, lokatölur 2-2.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir að Phillips hafi komið of þungur heim af HM

    Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, segir að ástæðan fyrir því að miðjumaðurinn Kalvin Phillips hafi ekki verið í leikmannahópnum þegar liðið mætti Liverpool í enska deildarbikarnum síðastliðinn föstudag hafi verið að leikmaðurinn hafi komið of þungur heim af HM í Katar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Lífið breyttist á skot­stundu“

    „Ef ég á að vera hreinskilin þá hélt ég að myndi aldrei aftur komast á þennan stað. Ég hélt ekki einu sinni að ég yrði í hópnum fyrir stórmót á nýjan leik, hvað þá að spila í úrslitaleik á Wembley gegn Þýskalandi,“ segir Evrópumeistarinn Mary Earps, markvörður enska landsliðsins og Manchester United.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Segir að De Bru­yne spili betur þegar reiður sé

    Pep Guardiola, þjálfari Kevin De Bruyne hjá Manchester City, segir að Belginn spili hvað best þegar hann sé pirraður. De Bruyne mætti fúllyndur heim frá Katar eftir að Belgía féll úr leik í riðlakeppni HM en miðjumaðurinn sýndi sínar bestu hliðar í sigri á Liverpool í deildarbikarnum í liðinni viku.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    LeBron og eigendur Liverpool líta til Las Vegas

    Fenway Sports Group, sem á meirihluta í enska fótboltaliðinu Liverpool, ætla að selja félagið til að demba sér í bandaríska körfuboltann ásamt körfuboltastjörnunni LeBron James sem á einnig hlut í Liverpool. Þeir hyggjast stofna nýtt lið í NBA-deildinni.

    Enski boltinn