Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos á Reykjanesskaga

Hrina eldgosa á Reykjanesskaga hófst í mars 2021 í Geldingadölum. Það níunda varð norðan Grindavíkur í ágúst 2024.

Fréttamynd

Dag­skrá í­búa­fundar fyrir Grind­víkinga

Íbúafundur verður haldinn fyrir Grindvíkinga á morgun klukkan 17 í anddyrinu á nýju Laugardalshöllinni. Tilgangur fundarins er að miðla upplýsingum vegna jarðhræringa í og við Grindavík og mun íbúum gefast tækifæri til að bera fram spurningar á fundinum.

Innlent
Fréttamynd

Djúp hola á æfingavelli Grinda­víkur

Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Allt niður í tveggja tíma fyrir­vari á eld­gosi

Nýtt hættumat fyrir Svartsengi og Grindavík var birt síðdegis og er enn ekki talið óhætt að hleypa íbúum aftur til að dvelja á heimilum sínum. Þá verður ekki hægt að opna Bláa lónið að svo stöddu en staðan verður endurmetin eftir helgina.

Innlent
Fréttamynd

Upp­færa hættu­mat­skort í Grinda­vík

Umbrotahrinunni sem hófst með landrisi við Svartsengi í október er ekki lokið samkvæmt nýrri færslu Veðurstofunnar. Á meðan kvika heldur áfram að safnast fyrir við Svartsengi eru líkur á öðru kvikuhlaupi sem gæti endað með eldgosi.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveðnar sprungur mögu­lega varð­veittar

Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að fresta viðgerð á ákveðnum sprungum í bænum. Það verði ákveðið síðar hvort að þeim verði leyft að vera sem einskonar minnisvarða um náttúruhamfarirnar þann 10. nóvember síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Náðist ekki að láta vita af Grind­víkingum í eitt skipti

Hátt í þrjúhundruð félagsmenn Eflingar fengu bókanir sínar á orlofsbústað félagsins felldar niður þegar félagið bauð Grindvíkingum bústaðina eftir að bærinn var rýmdur þann 10. nóvember síðastliðinn. Greiðlega gekk að ná í félagsfólk til að láta vita, utan eins skiptis.

Innlent
Fréttamynd

Kvika virðist hætt að streyma í kvikuganginn

Kvika virðist hætt að streyma inn í kvikuganginn á Reykjanesi. Hún safnast nú saman undir Svartsengi á hraða sem svipar til streymis Elliðaáa. Prófessor í jarðeðlisfræði segir að líkur á eldgosi hafi minnkað þrátt fyrir að ekki sé hægt að afskrifa það.

Innlent
Fréttamynd

Nýr kafli hafinn á Reykja­nesi

Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga fer áfram minnkandi og flestir skjálftarnir undir einum að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag.

Innlent
Fréttamynd

Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grinda­víkur

Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina.

Lífið
Fréttamynd

Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu

25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Orku­verið í Svarts­engi aftur tengt

Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir þráist við

Formaður verkalýðsfélags Grindvíkinga gefur lítið fyrir yfirlýsingu lífeyrissjóðanna um að unnið sé að farsælli lausn fyrir grindvíska lántakendur. Þrjú verkalýðsfélög hafa boðað til mótmæla við húsnæði samtakanna og lífeyrissjóðs Gildis í dag.

Innlent