Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Donald Trump harðorður í garð Írans

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Hann sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur "baráttu á milli góðs og ills.“ Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS.

Erlent
Fréttamynd

Háttsettur repúblikani sagðist halda að Putin borgaði Trump

„það eru tvær manneskjur sem ég held að Putin borgi: Rohrabacher og Trump.“ Þetta sagði Kevin McCarthy, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeild þingsins, við aðra leiðtoga Repúblikanaflokksins mánuði áður en Trump tryggði sér tilnefningu flokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Martraðarbyrjun hjá Donald Trump

Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegu

Erlent
Fréttamynd

Hávær köll um opinbera rannsókn

Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna.

Erlent