Áframhaldandi varðhaldi í hnífstungumáli hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður um hnífstunguárás í miðborg Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. Innlent 25. júní 2021 19:18
Lögreglumaður sem skildi eftir kannabisefni við húsleit sýknaður Landsréttur staðfesti sýknudóm yfir lögreglumanni sem var ákærður fyrir stórfellda vanrækslu í starfi þegar hann lagði ekki hald á kannabisefni við húsleit. Gæði og magn efnisins réðu því meðal annars að lögreglumaðurinn var ekki talinn sekur um vanrækslu eða hirðuleysi. Innlent 23. júní 2021 18:37
Dæma aftur í máli manns sem þeir hafa þegar sakfellt Landsréttardómararnir Davíð Þór Björgvinsson og Jóhannes Sigurðsson eru ekki vanhæfir til að dæma í máli karlmanns sem þeir hafa áður dæmt í fimm ára fangelsi. Innlent 23. júní 2021 16:28
Baðkar fyrirliða KR kom við sögu í lekamáli Nokkrir íbúar í fjölbýlishúsi í Glaðheimum í Reykjavík hafa verið dæmdir til að greiða nágrannakonu sinni rúma milljón vegna tjóns á séreign konunnar. Líklegt er að lekinn hafi að hluta komið frá baðkari eins besta knattspyrnumanns landsins. Innlent 23. júní 2021 14:52
Skallaði barnsmóður sína í íþróttahúsi í viðurvist barna Karlmaður á Reykjanesi hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og til að greiða barnsmóður sinni 200 þúsund krónur í bætur fyrir að hafa skallað hana í íþróttahúsi í viðurvist ungs sonar þeirra og fleiri barna. Ósætti þeirra má rekja til langvarandi forsjárdeilu. Innlent 23. júní 2021 11:35
Bar skylda til að upplýsa um gamalt lekavandamál í einbýlishúsi Hjón á Blönduósi hafa verið dæmd til að greiða hjónum og syni þeirra tæplega tíu milljónir króna vegna galla á einbýlishúsi sem þau seldu þeim árið 2016. Kaupverð eignarinnar var 22 milljónir króna og vildu kaupendurnir að samningnum yrði rift. Neytendur 23. júní 2021 10:39
Segir dóminn geta ýtt við hestamannafélögum og komið í veg fyrir slys Guðrún Rut Heiðarsdóttir knapi hafði betur í skaðabótamáli sínu gegn Vátryggingafélagi Íslands fyrr í mánuðinum eftir hestaslys sem hún lenti í fyrir rúmum fimm árum. Hún segir dóminn fordæmisgefandi og staðfesta það að hestamannafélög verði að passa betur upp á aðstæður og merkingar við skipulagðar æfingar. Innlent 22. júní 2021 22:47
Brim hf. er sýkn af öllum kröfum slasaðs sjómanns Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp sýknudóm í máli sjómanns gegn Brimi hf. Sjómaðurinn höfðaði mál til greiðslu óskertra staðgengilslauna vegna vinnuslysa árið 2015 og 2016. Innlent 21. júní 2021 18:53
Ríkið sýknað af milljónakröfu Sigurðar G. í skattamáli Hæstaréttarlögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson beið lægri hlut í dómsmáli sem hann höfðaði á hendur íslenska ríkinu vegna úrskurðar ríkisskattstjóra frá 2018 vegna vangoldinna skatta. Sigurður krafðist rúmlega 25 milljóna króna auk dráttarvaxta en héraðsdómur sýknaði íslenska ríkið af kröfunni. Viðskipti innlent 21. júní 2021 14:27
Fær um níu milljónir frá Arion banka Landsréttur hefur dæmt Arion banka til að greiða fyrrverandi starfsmanni bankans um níu milljónir króna vegna fyrirvaralausrar uppsagnar árið 2016. Uppsögnin var að mati starfsmannsins ólögmæt og meiðandi í hans garð, en bankinn taldi starfsmanninn hafa brotið alvarlega gegn starfsskyldum sínum. Viðskipti innlent 18. júní 2021 21:52
Landsréttur lækkar bætur í Shaken Baby-máli Landsréttur hefur staðfest skaðabótaskyldu Reykjavíkurborgar gagnvart fjögurra manna fjölskyldu í máli sem hefur verið kennt við Shaken Baby-heilkenni. Fjölskyldunni hafði verið dæmdar samtals átta milljónir króna í skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur en Landsréttur ákvað að lækka skaðabæturnar í samtals fjórar milljónir króna. Innlent 18. júní 2021 16:04
Skipstjóri sviptur skipstjórnarréttindum vegna siglingar undir áhrifum fíkniefna Landsréttur staðfesti í dag sakfellingardóm yfir skipstjóra sem gerðist sekur um að stýra fiskiskipi undir áhrifum tetrahýdrókannabínóls og metýlfenídats. Innlent 18. júní 2021 15:59
Sýknaður í Landsrétti eftir sextán ára dóm í héraði Lithái á sextugsaldri hefur verið sýknaður af ákæru fyrir að hafa banað landa sínum á svipuðu reki í Úlfarsárdal þann 8. desember 2019. Karlmaðurinn, Arturas Leimontas, var sakfelldur fyrir manndráp í héraðsdómi í janúar og dæmdur í sextán ára fangelsi. Innlent 18. júní 2021 15:46
Sex mánaða fangelsi fyrir að stinga kærasta fyrrverandi kærustu Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í sex mánaða fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás og fíkniefnabrot. Innlent 18. júní 2021 14:36
Borgarbyggð er sýkn af 60 milljóna króna kröfu brottrekins sveitarstjóra Héraðsdómur Vesturlands kvað í dag upp dóm þess efnis að Borgarbyggð væri sýkn af öllum kröfum Gunnlaugs Auðuns Júlíussonar. Innlent 18. júní 2021 13:24
Móður veitt forsjá í forsjárdeilu Hæstiréttur dæmdi í fyrradag móður fullt forræði dóttur sinnar. Í dóminum kemur fram að hún hafi tálmað umgengni barnsins við föður þess allt frá því að hún sakaði hann um kynferðisbrot gegn barninu. Innlent 18. júní 2021 10:32
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. Innlent 17. júní 2021 20:41
Átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn einhverfum manni Karlmaður var dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á dögunum en huti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Hann er dæmdur fyrir að hafa nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart manni með þroskahömlun og brotið á honum kynferðislega. Þá er honum gert að greiða brotþola 800 þúsund krónur í miskabætur. Innlent 16. júní 2021 16:38
Borgin greiði fötluðum manni miskabætur Reykjavíkurborg var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða fötluðum manni á þrítugsaldri miskabætur að fjárhæð 1,1 milljón króna. Innlent 16. júní 2021 15:43
Hæstiréttur þyngir verulega dóm tveggja fyrir nauðgun Hæstiréttur hefur dæmt Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku í heimahúsi í Reykjavík í febrúar 2017. Þá var mönnunum tveimur gert að greiða stúlkunni 1,8 milljónir króna hvor í miskabætur. Innlent 16. júní 2021 15:19
Dæmdur fyrir að hafa sent áfram nektarmyndir af fyrrverandi kærustu sinni Karlmaður var á dögunum dæmdur brotlegur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir brot í nánu sambandi. Maðurinn hafði meðal annars hótað fyrrverandi sambýliskonu sinni og barnsmóður ítrekað, og sent nektarmyndir af henni áfram á fleiri aðila. Maðurinn mun ekki sæta refsingu en honum er gert að greiða allan málskostnað. Innlent 16. júní 2021 15:01
Viðurkennir bótaskyldu vegna sjúklings sem slasaðist í sturtu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt skaðabótaskyldu úr ábyrgðartryggingu SÁÁ hjá tryggingafélaginu TM vegna slyss sem kona varð fyrir þegar hún rann í sturtu á sjúkrahúsinu Vogi í ágúst 2017. Innlent 16. júní 2021 14:13
Strauk úr sóttvarnahúsinu og gekk í skrokk á fyrrverandi Karlmaður var í gær dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir líkamsárásir og brot á nálgunarbanni gegn fyrrverandi kærustu sinni og brot á sóttvarnarlögum. Innlent 15. júní 2021 19:17
Fær loks réttargæslumann vegna líkamsárásar, frelsissviptingar og hótana Landsréttur úrskurðaði 10. júní síðastliðinn að karlmaður á fimmtugsaldri, sem varð fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og hótunum, fái réttargæslumann til að gæta hagsmuna hans í málinu. Landsréttur felldi úr gildi úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra sem taldi manninn ekki eiga rétt á réttargæslumanni. Innlent 14. júní 2021 15:52
Við dauðans dyr vegna drullunnar í Járnblendinu Saga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur. Innlent 12. júní 2021 09:01
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa tvívegis veist að fyrrverandi kærustu sinni og að hafa ítrekað sent annarri fyrrverandi kærustu sinni og barnsmóður hótanir í gegn um samskiptaforrit. Hann var dæmdur í átján mánaða fangelsi og honum gert að greiða konunum miskabætur. Innlent 11. júní 2021 17:01
Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 11. júní 2021 16:06
„Ég er orðinn einhver sérkapítuli í þessu landi“ Reynir Traustason segir dóm Landsréttar óskiljanlegan með öllu og vill áfrýja. Innlent 11. júní 2021 15:50
Reyni gert að þola að vera sakaður um lygafréttir og að fólk gráti úr sér augun þeirra vegna Landsréttur snéri dómi sem féll í héraði og er nú Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu saklaus af því að hafa látið meiðyrði falla um ritstjórann. Innlent 11. júní 2021 14:59
Akureyrarbær hafði betur gegn áminntum hjúkrunarfræðingi Akureyrarbær var í dag sýknaður af kröfu hjúkrunarfræðings, sem vann fyrir bæinn, um að áminning, sem henni var veitt fyrir brot í starfi, yrði felld úr gildi og að Akureyrarbær skyldi greiða henni 5 milljónir króna í miskabætur. Innlent 11. júní 2021 13:03